Lífið

Tæknilegir örðuleikar urðu þess valdandi að sumir fengu ekki miða á Red Hot Chili Peppers

Stefán Árni Pálsson skrifar
Koma fram á Íslandi rétt fyrir verslunarmannahelgi.
Koma fram á Íslandi rétt fyrir verslunarmannahelgi.
Vegna tæknilegra örðugleika hjá Miða.is í gær gekk miðasala hægt á stórtónleika Red Hot Chili Peppers sem fara fram í Nýju Laugardalshöllinni 31. júlí á næsta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu sem stendur fyrir tónleikunum.

Þar segir að einhverjir viðskiptavinir hafi þurft frá að hverfa miðalausir í gær en miðasalan hófst klukkan 10 í gærmorgun.

„Mikil ásókn hefur verið í miðana og álagið á kerfinu í takt við það. Ekki tókst í gær að annast eftirspurn vegna þessa,“ segir í tilkynningu frá Senu.

Þar kemur einnig fram að umrædd tæknilegu vandræði heyri nú sögunni til og sé miðasalan komin á fullt aftur á Miði.is. Í gærkvöldi var brugðið á það ráð að opna einnig fyrir sölu á tónleikana á Tix.is og verða þeir áfram einnig í sölu þar.

Svona var staðan á miði.is um klukkan 10:30 í gær.

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×