Lífið

Red Hot Chili Peppers koma fram á Íslandi 31. júlí

Stefán Árni Pálsson skrifar
Koma fram á Íslandi rétt fyrir verslunarmannahelgi.
Koma fram á Íslandi rétt fyrir verslunarmannahelgi.
Rétt eins og Vísir greindi frá í gær mun stórhljómsveitin Red Hot Chili Peppers koma fram í Nýju-Laugardalshöll þann 31. júlí. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu sem stendu fyrir tónleikunum.

Þar segir að íslensk hljómsveit muni sjá um upphitun. Ákveðið og tilkynnt verði síðar hver hreppi hnossið.  

Þegar ellefta breiðskífa sveitarinnar, The Getaway, kom út fór hún rakleiðis á topp vinsældarlista víða um heim. Drengirnir, sem fyrir fjórum árum voru innlimaðir í Frægðarhöll rokksins, Rock and Roll Hall of Fame, leyfðu aðdáendum að bíða í ofvæni eftir plötunni og þegar hún kom fyrst út skaust hún beint á toppinn á sölulista Billboard yfir breiðskífur og í annað sæti á Billboard Top 200.  The Gateway er 10. plata Grammy-verðlaunahafanna og sú þriðja sem nær öðru sæti á Top 200 listanum. Platan náði fyrsta sæti á sölulistum í Ástralíu, Belgíu, Hollandi og Nýja-Sjálandi og öðru sæti í Bretlandi og Þýskalandi.

Red Hot Chili Peppers eru ein af farsælustu rokkböndum sögunnar og hefur selt yfir 60 milljón plötur (þeirra á meðal eru fimm platínumplötur). Meðlimir eru Anthony Kiedis (söngur), Flea (bassi), Chad Smith (trommur), og Josh Klinghoffer (gítar), og undir flaggi sveitarinnar hafa þeir unnið sex Grammy-verðlaun; fyrir bestu rokkplötuna (Stadium Arcadum), besta tónlistarflutning hljómsveitar ("Dani California"), besta rokklagið ("Scar Tissue") og besta rokkflutning með söng ("Give It Away").  

Almenn miðasala hefst 15. desember kl. 10 á Miði.is. Forsala Senu Live fer fram 14. desember og Songkick forsala fer fram 13. desember. Sérstök tilkynning verður sent út innan skamms með öllum upplýsingum um allar þessar miðasölur, miðaverð, svæðaskiptingu o.s.frv.

Hægt er að skrá sig á póstlista Senu Live hér.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×