Hátíðarmatur að hætti Úlfars 19. desember 2016 13:45 KYNNING Það er fátt hátíðlegra en ilmurinn úr eldhúsinu þegar verið að útbúa jólamatinn og villibráð er ómissandi á veisluborðið. Metsöluhöfundurinn, landsliðskokkurinn og veiðimaðurinn Úlfar Finnbjörnsson deilir hér uppskriftum að nokkrum skotheldum og gómsætum réttum sem hægt er að töfra fram úr ýmis konar villibráð. Allt hráefni fæst í Hagkaup.Úlfar vonar að sem flestir geti nýtt sér bókina. Jafnt veiðimenn, fagmenn og áhugamenn um villibráð."Áhugi á veiðum og náttúrunni rak mig í að fara að læra kokkinn á sínum tíma. Ég vildi fá að vita hvað hægt væri að gera við allt þetta fínerí sem náttúran hefur upp á að bjóða. Ég stundaði töluvert af skot- og stangveiði og kom heim með aflann og henti í fangið á mömmu. Mamma bjó alltaf til eitthvað ægilega gott en ég vildi fá að vita hvað hægt væri að gera meira. Engar bækur voru til með villibráðaruppskriftum og engar upplýsingar var að hafa. Á þessum árum vann ég við að hjálpa vini mínum, Jóhanni Brandssyni, við að stoppa upp fugla. Aðallega voru það lundar og rjúpur sem seldar voru í ferðamannabúðunum. Þá hrannaðist upp hjá okkur lundakjöt sem við borðuðum í hádegis- og kvöldmat alla daga. Lundinn var þá soðinn í tætlur og borðaður með sultu og kartöflum. Þetta þótti okkur voða gott til þess að byrja með en undir lokin hefðum við getað gargað," segir úlfar. "Eftir eitt gargandi gott lundahádegi sagði ég við Jóa: „Hey, ég held ég fari bara að læra þessa vitleysu!“ „Ha? Hvaða vitleysu?“ spurði hann. „Heyrðu ég ætla bara að fara að læra að elda lunda og verða sprenglærður kokkur.“ Eftir það varð ekki aftur snúið og ég hef ekki stoppað upp lunda síðan." Í bók Úlfars, Stóru bókinni um villibráð, er reynt að stikla á öllu því helsta sem varðar það hvernig á að ganga frá bráðinni eftir að hún er felld, hvernig á að reita, svíða eða hamfletta fugla, hvernig á að úrbeina og helstu grunnaðferðir við soð-, sósu- og paté-gerð ásamt uppskriftum og fleiru. "Ég vona að sem flestir geti nýtt sér þessa bók, hvort sem það eru veiðimenn, fagmenn eða áhugamenn um villibráð. Ég hefði að minnsta kosti þegið svona bók þegar ég var að stíga mín fyrstu skref í veiðum og matreiðslu á villibráð." Krónhjartarsteikin er sannarlega hátíðleg.Krónhjartarsteik með gljáðum skalottlauk, kóngssveppum og villisveppamauksósufyrir 4 4 x 200 g krónhjartarsteikur salt og nýmalaður pipar 2 msk. olía 30 g þurrkaðir villisveppir, malaðir í kaffikvörn eða matvinnsluvél 1 dl portvín 1/2 dl brandí 2 1/2 dl rjómi 1/2 msk. nautakjötskraftur sósujafnari Kryddið hreindýrasteikur með salti og pipar og steikið í olíu á vel heitri pönnu í 2 mínútur á hvorri hlið. Takið steikurnar af pönnunni og setjið í 180°C heitan ofn í 5-7 mínútur. Setjið sveppamulning á sömu pönnu ásamt portvíni og brandíi og sjóðið vínið niður um 3/4. Bætið rjóma og kjötkrafti í sósuna og þykkið til með sósujafnara. Smakkið til með salti og pipar.Gljáður skalottlaukur8-12 skalottlaukar 1/2 l vatn 2 msk. olía 4 msk. sykur 3 timjangreinar 2 lárviðarlauf 2 msk. balsamedik 1 dl rauðvín salt og pipar Setjið skalottlauk og vatn saman í pott, þannig að rétt fljóti yfir laukinn. Kveikið undir en takið pottinn af hellunni um leið og suðan kemur upp. Skrælið þá laukinn og steikið í olíu á pönnu þar til hann er orðinn fallega brúnn. Bræðið sykur á pönnu og látið hann brúnast. Bætið timjangreinum, lárviðarlaufum, balsamediki, rauðvíni, salti og pipar á pönnuna og sjóðið vökvann niður um 3/4.Kóngssveppir4-6 kóngssveppir, skornir í báta 1-2 msk. smjör salt og nýmalaður pipar Steikið sveppi upp úr smjöri á vel heitri pönnu í 2-3 mínútur og kryddið með salti og pipar. Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Fleiri fréttir Með andlit sem fleiri en bara mæður þeirra geta elskað Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Iðnaðarmaður ársins - Davíð Már er kominn í úrslit Stuðla að heilbrigði með lífrænum barnamat Komdu með í ævintýri til Ítalíu Viltu kynnast töfrum Taílands? Ný og endurbætt snyrtivörudeild opnuð í Hagkaup Pub Quiz hvar sem er, hvenær sem er! Fyrsta háhælahlaup Íslandssögunnar Ný hugsun í heimi brúnkuvara Fyrirtæki á Norðurlandi styðja SÁÁ Komdu með á ströndina — Ný sumarlína frá Moomin Arabia BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Viltu vinna spennandi vinninga í vorleik Vísis? Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Sumarið er komið á Boozt Að eiga tæki frá Stihl er lífsstíll Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Fullkomnar sögur fyrir páskafríið Fyrsta 100% rafútgáfan af Porsche Macan Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Hollywood speglarnir slá í gegn Fullkomið tan og tryllt partý Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Sjá meira
KYNNING Það er fátt hátíðlegra en ilmurinn úr eldhúsinu þegar verið að útbúa jólamatinn og villibráð er ómissandi á veisluborðið. Metsöluhöfundurinn, landsliðskokkurinn og veiðimaðurinn Úlfar Finnbjörnsson deilir hér uppskriftum að nokkrum skotheldum og gómsætum réttum sem hægt er að töfra fram úr ýmis konar villibráð. Allt hráefni fæst í Hagkaup.Úlfar vonar að sem flestir geti nýtt sér bókina. Jafnt veiðimenn, fagmenn og áhugamenn um villibráð."Áhugi á veiðum og náttúrunni rak mig í að fara að læra kokkinn á sínum tíma. Ég vildi fá að vita hvað hægt væri að gera við allt þetta fínerí sem náttúran hefur upp á að bjóða. Ég stundaði töluvert af skot- og stangveiði og kom heim með aflann og henti í fangið á mömmu. Mamma bjó alltaf til eitthvað ægilega gott en ég vildi fá að vita hvað hægt væri að gera meira. Engar bækur voru til með villibráðaruppskriftum og engar upplýsingar var að hafa. Á þessum árum vann ég við að hjálpa vini mínum, Jóhanni Brandssyni, við að stoppa upp fugla. Aðallega voru það lundar og rjúpur sem seldar voru í ferðamannabúðunum. Þá hrannaðist upp hjá okkur lundakjöt sem við borðuðum í hádegis- og kvöldmat alla daga. Lundinn var þá soðinn í tætlur og borðaður með sultu og kartöflum. Þetta þótti okkur voða gott til þess að byrja með en undir lokin hefðum við getað gargað," segir úlfar. "Eftir eitt gargandi gott lundahádegi sagði ég við Jóa: „Hey, ég held ég fari bara að læra þessa vitleysu!“ „Ha? Hvaða vitleysu?“ spurði hann. „Heyrðu ég ætla bara að fara að læra að elda lunda og verða sprenglærður kokkur.“ Eftir það varð ekki aftur snúið og ég hef ekki stoppað upp lunda síðan." Í bók Úlfars, Stóru bókinni um villibráð, er reynt að stikla á öllu því helsta sem varðar það hvernig á að ganga frá bráðinni eftir að hún er felld, hvernig á að reita, svíða eða hamfletta fugla, hvernig á að úrbeina og helstu grunnaðferðir við soð-, sósu- og paté-gerð ásamt uppskriftum og fleiru. "Ég vona að sem flestir geti nýtt sér þessa bók, hvort sem það eru veiðimenn, fagmenn eða áhugamenn um villibráð. Ég hefði að minnsta kosti þegið svona bók þegar ég var að stíga mín fyrstu skref í veiðum og matreiðslu á villibráð." Krónhjartarsteikin er sannarlega hátíðleg.Krónhjartarsteik með gljáðum skalottlauk, kóngssveppum og villisveppamauksósufyrir 4 4 x 200 g krónhjartarsteikur salt og nýmalaður pipar 2 msk. olía 30 g þurrkaðir villisveppir, malaðir í kaffikvörn eða matvinnsluvél 1 dl portvín 1/2 dl brandí 2 1/2 dl rjómi 1/2 msk. nautakjötskraftur sósujafnari Kryddið hreindýrasteikur með salti og pipar og steikið í olíu á vel heitri pönnu í 2 mínútur á hvorri hlið. Takið steikurnar af pönnunni og setjið í 180°C heitan ofn í 5-7 mínútur. Setjið sveppamulning á sömu pönnu ásamt portvíni og brandíi og sjóðið vínið niður um 3/4. Bætið rjóma og kjötkrafti í sósuna og þykkið til með sósujafnara. Smakkið til með salti og pipar.Gljáður skalottlaukur8-12 skalottlaukar 1/2 l vatn 2 msk. olía 4 msk. sykur 3 timjangreinar 2 lárviðarlauf 2 msk. balsamedik 1 dl rauðvín salt og pipar Setjið skalottlauk og vatn saman í pott, þannig að rétt fljóti yfir laukinn. Kveikið undir en takið pottinn af hellunni um leið og suðan kemur upp. Skrælið þá laukinn og steikið í olíu á pönnu þar til hann er orðinn fallega brúnn. Bræðið sykur á pönnu og látið hann brúnast. Bætið timjangreinum, lárviðarlaufum, balsamediki, rauðvíni, salti og pipar á pönnuna og sjóðið vökvann niður um 3/4.Kóngssveppir4-6 kóngssveppir, skornir í báta 1-2 msk. smjör salt og nýmalaður pipar Steikið sveppi upp úr smjöri á vel heitri pönnu í 2-3 mínútur og kryddið með salti og pipar.
Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Fleiri fréttir Með andlit sem fleiri en bara mæður þeirra geta elskað Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Iðnaðarmaður ársins - Davíð Már er kominn í úrslit Stuðla að heilbrigði með lífrænum barnamat Komdu með í ævintýri til Ítalíu Viltu kynnast töfrum Taílands? Ný og endurbætt snyrtivörudeild opnuð í Hagkaup Pub Quiz hvar sem er, hvenær sem er! Fyrsta háhælahlaup Íslandssögunnar Ný hugsun í heimi brúnkuvara Fyrirtæki á Norðurlandi styðja SÁÁ Komdu með á ströndina — Ný sumarlína frá Moomin Arabia BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Viltu vinna spennandi vinninga í vorleik Vísis? Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Sumarið er komið á Boozt Að eiga tæki frá Stihl er lífsstíll Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Fullkomnar sögur fyrir páskafríið Fyrsta 100% rafútgáfan af Porsche Macan Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Hollywood speglarnir slá í gegn Fullkomið tan og tryllt partý Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Sjá meira