Innlent

Lögreglan óskar eftir vitnum að brunanum í Keflavík

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Grunur leikur á að um íkveikju sé að ræða.
Grunur leikur á að um íkveikju sé að ræða. Vísir/Jói K
Lögreglan á Suðurnesjum óskar eftir vitnum að bruna í fjölbýlishúsi við Hafnargötu í Keflavík í nótt. Grunur leikur á að um íkveikju hafi verið að ræða.

Átta manns voru fluttir á slysadeild í kjölfar brunans vegna reykeitrunar og auk þess leituðu einhverjir á heilsugæslustöðina í Reykjanesbæ. Hátt í þrjátíu manns búa í húsinu, meðal annars hælisleitendur á vegum Reykjanesbæjar.

Slökkilið kom á vettvang um klukan þrjú í nótt og höfðu íbúarnir þá komið sér sjálfir út. Eldurinn logaði annars vegar í þvottavél í sameiginlegu þvottahúsi á einni hæðinni, en hins vegar í fatahrúgu á öðrum stað, sem vekur grunsemdir um íkveikju, en rúður voru farnar að springa út vegna hita. Slökkvistarf gekk vel, en reykræsta þurfti allt húsið.

Allir sem hafa upplýsingar um málið eru hvattir til að hafa samband við lögreglu annaðhvort í síma 444-2200 eða með því að skilaboð á Facebook síðu Lögreglustjórans á Suðurnesjum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×