Innlent

Átta fluttir á sjúkrahús eftir bruna í fjölbýlishúsi í Keflavík

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Grunur leikur á að hugsanlega sé um íkveikju að ræða.
Grunur leikur á að hugsanlega sé um íkveikju að ræða. Vísir/Jói K
Átta voru fluttir á slysadeild Landspítalans í Reykjavík vegna reykeitrunar eftir að eldur kom upp í fjölbýlishúsi við Hafnargötu í Keflavík í nótt. Grunur leikur á að hugsanlega hafi verið kveikt í frammi á stigagangi. Hátt í þrjátíu manns búa í húsinu, meðal annars hælisleitendur á vegum Reykjanesbæjar.

Auk þeirra sem fluttir voru á sjúkrahús leituðu einhver á heilsugæslustöðina í Reykjanesbæ vegna reykeitrunar. Samkvæmt fyrstu fregnum mun þó engin hafa orðið fyrir alvarlegri eitrun. Rauði krossinn opnaði hjálparmiðstöð að Iðavöllum þar sem íbúarnir hafast nú við, á meðan lögregla rannsakar vettvang nánar.

Slökkilið kom á vettvang um klukan þrjú í nótt og höfðu íbúarnir þá komið sér sjálfir út. Eldurinn logaði annars vegar í þvottavél í sameiginlegu þvottahúsi á einni hæðinni, en hins vegar í fatahrúgu á öðrum stað, sem vekur grunsemdir um íkveikju, en rúður voru farnar að springa út vegna hita. Slökkvistarf gekk vel, en reykræsta þurfti allt húsið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×