Eftir stendur hús við Helguvík sem óvíst er að tekið verði í notkun Jóhann K. Jóhannsson skrifar 1. desember 2016 18:45 Uppbygging álvers í Helguvík er í fullkomnu uppnámi eftir niðurstöðu gerðardóms sem féll í gær í deilu HS Orku og Norðuráls um orkusölusamning sem skrifað var undir árið 2007. Með dómi gerðardóms er HS Orka losuð undan samningnum og er því ekki skuldbundin til að tryggja raforku í álverið. Orkusölusamningur milli HS Orku og Norðuráls um rafmagn hér í álverið í Helguvík er ekki lengur í gildi. Þetta er niðurstaða gerðardóms sem féll seinni partinn í gær. Álverið í Helguvík er því ekki öruggt um raforku. Samningur milli HS Orku og Norðuráls var undirritaður árið 2007 en frá árinu 2001 hafa deilur staðið á milli aðila en HS orka var bundin í samninginn og gat því ekki nýtt virkjanakosti sína né selt raforku til orkufrekra verkefna. Árið 2010 stefndi HS Orka Norðuráli til þess að fá samningnum hnekkt en beið lægri hlut. En í dómi gerðardóms nú kemur fram að lok samningsins væru ekki af völdum HS Orku og var öllum gagnkröfum Norðuráls Helguvíkur í málinu hafnað. Framtíð álversins er því í fullkomnu uppnámi. Forstjóri HS Orku fagnar niðurstöðunni og segir niðurstöðuna skíra framtíðina og taki frá óvissu um orkusölu á umdeildum samningi. „Við getum þá einbeitt okkur að því að eftir því sem orka til reiðu að selja hana á markaði og á öðrum forsendum heldur en voru í þessum gamla samningi,“ segir Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku. Ásgeir segir að forsendur fyrir samningnum sem skrifað var undir árið 2007 hafi meðal annars verið sú að álverðið í heiminum, sem ræður orkuverði samningsins, er í dag um það bil helmingur af því sem menn ætluðu að það yrði á þeim tíma sem samningurinn var gerður. Efnahagslegar og hagrænar forsendur fyrir HS Orku voru því brostnar. Ásgeir segir einnig að orkan fyrir álverið sé ekki til og að í dag sé það orðið þung ferli að fara í gegnum allar leyfisveitingar fyrir orkuöflun. „Ég vil undirstrika að þessi ágreiningur var við Norðurál Helguvík. Norðurál Grundartangi er okkar stærsti viðskiptavinur í dag. Við höfum unnið með þeim í áratug og munum halda því áfram,“ segir Ásgeir. Ásgeir útilokar þó ekki að selja orku til álversins í Helguvík. Það verður bara ekki gert samkvæmt þessum samningi.Í samtali við Vísi í dag sagði Sólveig Kr. Bergmann, upplýsingafulltrúi Norðuráls að fyrirtækið komi til með að leggjast yfir málið og ákveða næstu skref. Deiluaðilar hafa þrjátíu daga til þess að gera athugasemdir við dóminn. Eftir stendur því hús við Helguvík sem óvíst er að nokkurn tíman verði tekið í notkun. Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Fleiri fréttir Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Sjá meira
Uppbygging álvers í Helguvík er í fullkomnu uppnámi eftir niðurstöðu gerðardóms sem féll í gær í deilu HS Orku og Norðuráls um orkusölusamning sem skrifað var undir árið 2007. Með dómi gerðardóms er HS Orka losuð undan samningnum og er því ekki skuldbundin til að tryggja raforku í álverið. Orkusölusamningur milli HS Orku og Norðuráls um rafmagn hér í álverið í Helguvík er ekki lengur í gildi. Þetta er niðurstaða gerðardóms sem féll seinni partinn í gær. Álverið í Helguvík er því ekki öruggt um raforku. Samningur milli HS Orku og Norðuráls var undirritaður árið 2007 en frá árinu 2001 hafa deilur staðið á milli aðila en HS orka var bundin í samninginn og gat því ekki nýtt virkjanakosti sína né selt raforku til orkufrekra verkefna. Árið 2010 stefndi HS Orka Norðuráli til þess að fá samningnum hnekkt en beið lægri hlut. En í dómi gerðardóms nú kemur fram að lok samningsins væru ekki af völdum HS Orku og var öllum gagnkröfum Norðuráls Helguvíkur í málinu hafnað. Framtíð álversins er því í fullkomnu uppnámi. Forstjóri HS Orku fagnar niðurstöðunni og segir niðurstöðuna skíra framtíðina og taki frá óvissu um orkusölu á umdeildum samningi. „Við getum þá einbeitt okkur að því að eftir því sem orka til reiðu að selja hana á markaði og á öðrum forsendum heldur en voru í þessum gamla samningi,“ segir Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku. Ásgeir segir að forsendur fyrir samningnum sem skrifað var undir árið 2007 hafi meðal annars verið sú að álverðið í heiminum, sem ræður orkuverði samningsins, er í dag um það bil helmingur af því sem menn ætluðu að það yrði á þeim tíma sem samningurinn var gerður. Efnahagslegar og hagrænar forsendur fyrir HS Orku voru því brostnar. Ásgeir segir einnig að orkan fyrir álverið sé ekki til og að í dag sé það orðið þung ferli að fara í gegnum allar leyfisveitingar fyrir orkuöflun. „Ég vil undirstrika að þessi ágreiningur var við Norðurál Helguvík. Norðurál Grundartangi er okkar stærsti viðskiptavinur í dag. Við höfum unnið með þeim í áratug og munum halda því áfram,“ segir Ásgeir. Ásgeir útilokar þó ekki að selja orku til álversins í Helguvík. Það verður bara ekki gert samkvæmt þessum samningi.Í samtali við Vísi í dag sagði Sólveig Kr. Bergmann, upplýsingafulltrúi Norðuráls að fyrirtækið komi til með að leggjast yfir málið og ákveða næstu skref. Deiluaðilar hafa þrjátíu daga til þess að gera athugasemdir við dóminn. Eftir stendur því hús við Helguvík sem óvíst er að nokkurn tíman verði tekið í notkun.
Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Fleiri fréttir Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Sjá meira