Eftir stendur hús við Helguvík sem óvíst er að tekið verði í notkun Jóhann K. Jóhannsson skrifar 1. desember 2016 18:45 Uppbygging álvers í Helguvík er í fullkomnu uppnámi eftir niðurstöðu gerðardóms sem féll í gær í deilu HS Orku og Norðuráls um orkusölusamning sem skrifað var undir árið 2007. Með dómi gerðardóms er HS Orka losuð undan samningnum og er því ekki skuldbundin til að tryggja raforku í álverið. Orkusölusamningur milli HS Orku og Norðuráls um rafmagn hér í álverið í Helguvík er ekki lengur í gildi. Þetta er niðurstaða gerðardóms sem féll seinni partinn í gær. Álverið í Helguvík er því ekki öruggt um raforku. Samningur milli HS Orku og Norðuráls var undirritaður árið 2007 en frá árinu 2001 hafa deilur staðið á milli aðila en HS orka var bundin í samninginn og gat því ekki nýtt virkjanakosti sína né selt raforku til orkufrekra verkefna. Árið 2010 stefndi HS Orka Norðuráli til þess að fá samningnum hnekkt en beið lægri hlut. En í dómi gerðardóms nú kemur fram að lok samningsins væru ekki af völdum HS Orku og var öllum gagnkröfum Norðuráls Helguvíkur í málinu hafnað. Framtíð álversins er því í fullkomnu uppnámi. Forstjóri HS Orku fagnar niðurstöðunni og segir niðurstöðuna skíra framtíðina og taki frá óvissu um orkusölu á umdeildum samningi. „Við getum þá einbeitt okkur að því að eftir því sem orka til reiðu að selja hana á markaði og á öðrum forsendum heldur en voru í þessum gamla samningi,“ segir Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku. Ásgeir segir að forsendur fyrir samningnum sem skrifað var undir árið 2007 hafi meðal annars verið sú að álverðið í heiminum, sem ræður orkuverði samningsins, er í dag um það bil helmingur af því sem menn ætluðu að það yrði á þeim tíma sem samningurinn var gerður. Efnahagslegar og hagrænar forsendur fyrir HS Orku voru því brostnar. Ásgeir segir einnig að orkan fyrir álverið sé ekki til og að í dag sé það orðið þung ferli að fara í gegnum allar leyfisveitingar fyrir orkuöflun. „Ég vil undirstrika að þessi ágreiningur var við Norðurál Helguvík. Norðurál Grundartangi er okkar stærsti viðskiptavinur í dag. Við höfum unnið með þeim í áratug og munum halda því áfram,“ segir Ásgeir. Ásgeir útilokar þó ekki að selja orku til álversins í Helguvík. Það verður bara ekki gert samkvæmt þessum samningi.Í samtali við Vísi í dag sagði Sólveig Kr. Bergmann, upplýsingafulltrúi Norðuráls að fyrirtækið komi til með að leggjast yfir málið og ákveða næstu skref. Deiluaðilar hafa þrjátíu daga til þess að gera athugasemdir við dóminn. Eftir stendur því hús við Helguvík sem óvíst er að nokkurn tíman verði tekið í notkun. Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Uppbygging álvers í Helguvík er í fullkomnu uppnámi eftir niðurstöðu gerðardóms sem féll í gær í deilu HS Orku og Norðuráls um orkusölusamning sem skrifað var undir árið 2007. Með dómi gerðardóms er HS Orka losuð undan samningnum og er því ekki skuldbundin til að tryggja raforku í álverið. Orkusölusamningur milli HS Orku og Norðuráls um rafmagn hér í álverið í Helguvík er ekki lengur í gildi. Þetta er niðurstaða gerðardóms sem féll seinni partinn í gær. Álverið í Helguvík er því ekki öruggt um raforku. Samningur milli HS Orku og Norðuráls var undirritaður árið 2007 en frá árinu 2001 hafa deilur staðið á milli aðila en HS orka var bundin í samninginn og gat því ekki nýtt virkjanakosti sína né selt raforku til orkufrekra verkefna. Árið 2010 stefndi HS Orka Norðuráli til þess að fá samningnum hnekkt en beið lægri hlut. En í dómi gerðardóms nú kemur fram að lok samningsins væru ekki af völdum HS Orku og var öllum gagnkröfum Norðuráls Helguvíkur í málinu hafnað. Framtíð álversins er því í fullkomnu uppnámi. Forstjóri HS Orku fagnar niðurstöðunni og segir niðurstöðuna skíra framtíðina og taki frá óvissu um orkusölu á umdeildum samningi. „Við getum þá einbeitt okkur að því að eftir því sem orka til reiðu að selja hana á markaði og á öðrum forsendum heldur en voru í þessum gamla samningi,“ segir Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku. Ásgeir segir að forsendur fyrir samningnum sem skrifað var undir árið 2007 hafi meðal annars verið sú að álverðið í heiminum, sem ræður orkuverði samningsins, er í dag um það bil helmingur af því sem menn ætluðu að það yrði á þeim tíma sem samningurinn var gerður. Efnahagslegar og hagrænar forsendur fyrir HS Orku voru því brostnar. Ásgeir segir einnig að orkan fyrir álverið sé ekki til og að í dag sé það orðið þung ferli að fara í gegnum allar leyfisveitingar fyrir orkuöflun. „Ég vil undirstrika að þessi ágreiningur var við Norðurál Helguvík. Norðurál Grundartangi er okkar stærsti viðskiptavinur í dag. Við höfum unnið með þeim í áratug og munum halda því áfram,“ segir Ásgeir. Ásgeir útilokar þó ekki að selja orku til álversins í Helguvík. Það verður bara ekki gert samkvæmt þessum samningi.Í samtali við Vísi í dag sagði Sólveig Kr. Bergmann, upplýsingafulltrúi Norðuráls að fyrirtækið komi til með að leggjast yfir málið og ákveða næstu skref. Deiluaðilar hafa þrjátíu daga til þess að gera athugasemdir við dóminn. Eftir stendur því hús við Helguvík sem óvíst er að nokkurn tíman verði tekið í notkun.
Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira