Eftir stendur hús við Helguvík sem óvíst er að tekið verði í notkun Jóhann K. Jóhannsson skrifar 1. desember 2016 18:45 Uppbygging álvers í Helguvík er í fullkomnu uppnámi eftir niðurstöðu gerðardóms sem féll í gær í deilu HS Orku og Norðuráls um orkusölusamning sem skrifað var undir árið 2007. Með dómi gerðardóms er HS Orka losuð undan samningnum og er því ekki skuldbundin til að tryggja raforku í álverið. Orkusölusamningur milli HS Orku og Norðuráls um rafmagn hér í álverið í Helguvík er ekki lengur í gildi. Þetta er niðurstaða gerðardóms sem féll seinni partinn í gær. Álverið í Helguvík er því ekki öruggt um raforku. Samningur milli HS Orku og Norðuráls var undirritaður árið 2007 en frá árinu 2001 hafa deilur staðið á milli aðila en HS orka var bundin í samninginn og gat því ekki nýtt virkjanakosti sína né selt raforku til orkufrekra verkefna. Árið 2010 stefndi HS Orka Norðuráli til þess að fá samningnum hnekkt en beið lægri hlut. En í dómi gerðardóms nú kemur fram að lok samningsins væru ekki af völdum HS Orku og var öllum gagnkröfum Norðuráls Helguvíkur í málinu hafnað. Framtíð álversins er því í fullkomnu uppnámi. Forstjóri HS Orku fagnar niðurstöðunni og segir niðurstöðuna skíra framtíðina og taki frá óvissu um orkusölu á umdeildum samningi. „Við getum þá einbeitt okkur að því að eftir því sem orka til reiðu að selja hana á markaði og á öðrum forsendum heldur en voru í þessum gamla samningi,“ segir Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku. Ásgeir segir að forsendur fyrir samningnum sem skrifað var undir árið 2007 hafi meðal annars verið sú að álverðið í heiminum, sem ræður orkuverði samningsins, er í dag um það bil helmingur af því sem menn ætluðu að það yrði á þeim tíma sem samningurinn var gerður. Efnahagslegar og hagrænar forsendur fyrir HS Orku voru því brostnar. Ásgeir segir einnig að orkan fyrir álverið sé ekki til og að í dag sé það orðið þung ferli að fara í gegnum allar leyfisveitingar fyrir orkuöflun. „Ég vil undirstrika að þessi ágreiningur var við Norðurál Helguvík. Norðurál Grundartangi er okkar stærsti viðskiptavinur í dag. Við höfum unnið með þeim í áratug og munum halda því áfram,“ segir Ásgeir. Ásgeir útilokar þó ekki að selja orku til álversins í Helguvík. Það verður bara ekki gert samkvæmt þessum samningi.Í samtali við Vísi í dag sagði Sólveig Kr. Bergmann, upplýsingafulltrúi Norðuráls að fyrirtækið komi til með að leggjast yfir málið og ákveða næstu skref. Deiluaðilar hafa þrjátíu daga til þess að gera athugasemdir við dóminn. Eftir stendur því hús við Helguvík sem óvíst er að nokkurn tíman verði tekið í notkun. Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Uppbygging álvers í Helguvík er í fullkomnu uppnámi eftir niðurstöðu gerðardóms sem féll í gær í deilu HS Orku og Norðuráls um orkusölusamning sem skrifað var undir árið 2007. Með dómi gerðardóms er HS Orka losuð undan samningnum og er því ekki skuldbundin til að tryggja raforku í álverið. Orkusölusamningur milli HS Orku og Norðuráls um rafmagn hér í álverið í Helguvík er ekki lengur í gildi. Þetta er niðurstaða gerðardóms sem féll seinni partinn í gær. Álverið í Helguvík er því ekki öruggt um raforku. Samningur milli HS Orku og Norðuráls var undirritaður árið 2007 en frá árinu 2001 hafa deilur staðið á milli aðila en HS orka var bundin í samninginn og gat því ekki nýtt virkjanakosti sína né selt raforku til orkufrekra verkefna. Árið 2010 stefndi HS Orka Norðuráli til þess að fá samningnum hnekkt en beið lægri hlut. En í dómi gerðardóms nú kemur fram að lok samningsins væru ekki af völdum HS Orku og var öllum gagnkröfum Norðuráls Helguvíkur í málinu hafnað. Framtíð álversins er því í fullkomnu uppnámi. Forstjóri HS Orku fagnar niðurstöðunni og segir niðurstöðuna skíra framtíðina og taki frá óvissu um orkusölu á umdeildum samningi. „Við getum þá einbeitt okkur að því að eftir því sem orka til reiðu að selja hana á markaði og á öðrum forsendum heldur en voru í þessum gamla samningi,“ segir Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku. Ásgeir segir að forsendur fyrir samningnum sem skrifað var undir árið 2007 hafi meðal annars verið sú að álverðið í heiminum, sem ræður orkuverði samningsins, er í dag um það bil helmingur af því sem menn ætluðu að það yrði á þeim tíma sem samningurinn var gerður. Efnahagslegar og hagrænar forsendur fyrir HS Orku voru því brostnar. Ásgeir segir einnig að orkan fyrir álverið sé ekki til og að í dag sé það orðið þung ferli að fara í gegnum allar leyfisveitingar fyrir orkuöflun. „Ég vil undirstrika að þessi ágreiningur var við Norðurál Helguvík. Norðurál Grundartangi er okkar stærsti viðskiptavinur í dag. Við höfum unnið með þeim í áratug og munum halda því áfram,“ segir Ásgeir. Ásgeir útilokar þó ekki að selja orku til álversins í Helguvík. Það verður bara ekki gert samkvæmt þessum samningi.Í samtali við Vísi í dag sagði Sólveig Kr. Bergmann, upplýsingafulltrúi Norðuráls að fyrirtækið komi til með að leggjast yfir málið og ákveða næstu skref. Deiluaðilar hafa þrjátíu daga til þess að gera athugasemdir við dóminn. Eftir stendur því hús við Helguvík sem óvíst er að nokkurn tíman verði tekið í notkun.
Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira