Lífið

Leitinni að ljúka og líka hjá sonum Sigrúnar

Stefán Árni Pálsson skrifar
„Það verður sérstakur lokaþáttur þar sem við hittum stelpurnar allar aftur, rifjum upp hápunktana úr þáttunum og sýnum reyndar líka nokkur fyndin brot sem enduðu á klippigólfinu,“ segir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir um áttunda og síðasta þáttinn af Leitinni að upprunanum sem fer í loftið á sunnudag.

Þættirnir hafa vakið mikla eftirtekt og hafa tryggt sér dyggan áhorfendahóp en Sigrún segir að ekki liggi fyrir hvort gerð verði önnur þáttaröð.

„Það verður bara að fá að koma í ljós. Þetta er búið að vera mjög gefandi verkefni en að sama skapi óhemju mikil vinna í mjög langan tíma. Ég held til dæmis að synir mínir hafi leitað logandi ljósi að mömmu sinni allt þetta ár,“ segir Sigrún og hlær.

Meðfylgjandi er brot úr lokaþættinum sem verður sýndur á Stöð 2 á sunnudag, eins og áður segir.


Tengdar fréttir

Fengu skýr fyrirmæli um að reyna aldrei að hafa uppi á móðurinni

"Ég vona bara af öllu hjarta að við finnum hana,“ sagði Rósíka Gestsdóttir í þættinum Leitin að upprunanum sem var sýndur á Stöð 2 á sunnudagskvöld, en Rósíka var ættleidd frá Sri Lanka árið 1986 og freistar þess nú að leita að líffræðilegri móður sinni.

Leitin að upprunanum: Hitti systur sínar og föður í fyrsta skipti

"Augnablikið sem ég er búin að bíða eftir í meira en 30 ár var bara áðan og er allt í einu búið,“ sagði Kolbrún Sara Larsen í fjórða þætti af Leitinni að upprunanum á Stöð 2 í gær en í þættinum hitti hún fjórar eldri systur sínar og föður í fyrsta skipti síðan hún var ættleidd frá Tyrklandi til Íslands tveggja ára gömul.

Fleiri vilja leita upprunans

Uppkomin ættleidd börn leita í auknum mæli til Íslenskrar ættleiðingar með það í huga að leita upprunans. Færri börn eru ættleidd á milli landa nú en áður. Á því eru fjölþættar skýringar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.