Útlendingastofnun tekur upp nýtt verklag vegna fjölda hælisumsókna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 21. nóvember 2016 20:00 Útlendingastofnun hefur tekið upp nýtt verklag um endurkomubann í kjölfar synjunar um hæli. Breytingin grundvallast á mikilli fjölgun umsókna um hæli á síðustu mánuðum. Með nýju verklagi verður einstaklingum sem synjað er um alþjóðlega vernd óheimilt að koma aftur til Íslands í tiltekinn tíma ef þeir yfirgefa ekki landið af sjálfsdáðum innan gefinna tímamarka. Endurkomubannið kann einnig að ná til allra Schengen-ríkjanna og gildir í að lágmarki tvö ár frá því að viðkomandi er fylgt úr landi. „Hingað til hefur Útlendingastofnun að meginstefnu til tekið ákvörðun sem felur í sér frávísun sem er minna íþyngjandi úrræði en það sem við erum að leggja af stað með núna sem er brottvísun og endurkomubann,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar. Stofnunin ákvað að fara af stað með þessa nýju framkvæmd meðal annars vegna fjölgunar á tilhæfulausum hælisumsóknum. „Það er gríðarlega hátt hlutfall umsækjenda hér á landi sem koma frá ríkjum sem eru á lista yfir örugg upprunaríki. Þetta er mjög óeðlilega hátt hlutfall sem við erum að sjá hjá okkur miðað við nágrannaríkin okkar. Eitt af því sem okkar nágrannaríki hafa gert er að beyta þessum úrræðum til þess að hafa það alveg skýrt hvernig er farið með umsóknir sem eru bersýnilega tilhæfulausar,“ segir Þorsteinn. Nýja verklagið á þó ekki einungis við um tilhæfulausar hælisumsóknir heldur um alla einstaklinga sem synjað er um vernd. Hins vegar þegar um ræðir tilhæfulausar umsóknir er heimilt að fella niður frest til þess að yfirgefa landið af sjálfsdáðum. Breytingin er í samræmi við gildandi lagaheimildir. „Þetta á við um alla þá sem fá þessar upplýsingar í ferlinu að þessi möguleiki sé á borðinu. Við byrjuðum á því í síðustu viku og við merkjum strax ákveðna aukningu í því að það sé verið að draga til baka umsóknir um alþjóðlega vernd þegar menn frétta af því að þessi möguleiki sé á borðinu. Þannig að við sjáum nú þegar merki þess að þetta hafi einhver áhrif á það að menn hugsi sinn gang,“ segir Þorsteinn. Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fleiri fréttir Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Sjá meira
Útlendingastofnun hefur tekið upp nýtt verklag um endurkomubann í kjölfar synjunar um hæli. Breytingin grundvallast á mikilli fjölgun umsókna um hæli á síðustu mánuðum. Með nýju verklagi verður einstaklingum sem synjað er um alþjóðlega vernd óheimilt að koma aftur til Íslands í tiltekinn tíma ef þeir yfirgefa ekki landið af sjálfsdáðum innan gefinna tímamarka. Endurkomubannið kann einnig að ná til allra Schengen-ríkjanna og gildir í að lágmarki tvö ár frá því að viðkomandi er fylgt úr landi. „Hingað til hefur Útlendingastofnun að meginstefnu til tekið ákvörðun sem felur í sér frávísun sem er minna íþyngjandi úrræði en það sem við erum að leggja af stað með núna sem er brottvísun og endurkomubann,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar. Stofnunin ákvað að fara af stað með þessa nýju framkvæmd meðal annars vegna fjölgunar á tilhæfulausum hælisumsóknum. „Það er gríðarlega hátt hlutfall umsækjenda hér á landi sem koma frá ríkjum sem eru á lista yfir örugg upprunaríki. Þetta er mjög óeðlilega hátt hlutfall sem við erum að sjá hjá okkur miðað við nágrannaríkin okkar. Eitt af því sem okkar nágrannaríki hafa gert er að beyta þessum úrræðum til þess að hafa það alveg skýrt hvernig er farið með umsóknir sem eru bersýnilega tilhæfulausar,“ segir Þorsteinn. Nýja verklagið á þó ekki einungis við um tilhæfulausar hælisumsóknir heldur um alla einstaklinga sem synjað er um vernd. Hins vegar þegar um ræðir tilhæfulausar umsóknir er heimilt að fella niður frest til þess að yfirgefa landið af sjálfsdáðum. Breytingin er í samræmi við gildandi lagaheimildir. „Þetta á við um alla þá sem fá þessar upplýsingar í ferlinu að þessi möguleiki sé á borðinu. Við byrjuðum á því í síðustu viku og við merkjum strax ákveðna aukningu í því að það sé verið að draga til baka umsóknir um alþjóðlega vernd þegar menn frétta af því að þessi möguleiki sé á borðinu. Þannig að við sjáum nú þegar merki þess að þetta hafi einhver áhrif á það að menn hugsi sinn gang,“ segir Þorsteinn.
Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fleiri fréttir Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Sjá meira