Útlendingastofnun tekur upp nýtt verklag vegna fjölda hælisumsókna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 21. nóvember 2016 20:00 Útlendingastofnun hefur tekið upp nýtt verklag um endurkomubann í kjölfar synjunar um hæli. Breytingin grundvallast á mikilli fjölgun umsókna um hæli á síðustu mánuðum. Með nýju verklagi verður einstaklingum sem synjað er um alþjóðlega vernd óheimilt að koma aftur til Íslands í tiltekinn tíma ef þeir yfirgefa ekki landið af sjálfsdáðum innan gefinna tímamarka. Endurkomubannið kann einnig að ná til allra Schengen-ríkjanna og gildir í að lágmarki tvö ár frá því að viðkomandi er fylgt úr landi. „Hingað til hefur Útlendingastofnun að meginstefnu til tekið ákvörðun sem felur í sér frávísun sem er minna íþyngjandi úrræði en það sem við erum að leggja af stað með núna sem er brottvísun og endurkomubann,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar. Stofnunin ákvað að fara af stað með þessa nýju framkvæmd meðal annars vegna fjölgunar á tilhæfulausum hælisumsóknum. „Það er gríðarlega hátt hlutfall umsækjenda hér á landi sem koma frá ríkjum sem eru á lista yfir örugg upprunaríki. Þetta er mjög óeðlilega hátt hlutfall sem við erum að sjá hjá okkur miðað við nágrannaríkin okkar. Eitt af því sem okkar nágrannaríki hafa gert er að beyta þessum úrræðum til þess að hafa það alveg skýrt hvernig er farið með umsóknir sem eru bersýnilega tilhæfulausar,“ segir Þorsteinn. Nýja verklagið á þó ekki einungis við um tilhæfulausar hælisumsóknir heldur um alla einstaklinga sem synjað er um vernd. Hins vegar þegar um ræðir tilhæfulausar umsóknir er heimilt að fella niður frest til þess að yfirgefa landið af sjálfsdáðum. Breytingin er í samræmi við gildandi lagaheimildir. „Þetta á við um alla þá sem fá þessar upplýsingar í ferlinu að þessi möguleiki sé á borðinu. Við byrjuðum á því í síðustu viku og við merkjum strax ákveðna aukningu í því að það sé verið að draga til baka umsóknir um alþjóðlega vernd þegar menn frétta af því að þessi möguleiki sé á borðinu. Þannig að við sjáum nú þegar merki þess að þetta hafi einhver áhrif á það að menn hugsi sinn gang,“ segir Þorsteinn. Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Sjá meira
Útlendingastofnun hefur tekið upp nýtt verklag um endurkomubann í kjölfar synjunar um hæli. Breytingin grundvallast á mikilli fjölgun umsókna um hæli á síðustu mánuðum. Með nýju verklagi verður einstaklingum sem synjað er um alþjóðlega vernd óheimilt að koma aftur til Íslands í tiltekinn tíma ef þeir yfirgefa ekki landið af sjálfsdáðum innan gefinna tímamarka. Endurkomubannið kann einnig að ná til allra Schengen-ríkjanna og gildir í að lágmarki tvö ár frá því að viðkomandi er fylgt úr landi. „Hingað til hefur Útlendingastofnun að meginstefnu til tekið ákvörðun sem felur í sér frávísun sem er minna íþyngjandi úrræði en það sem við erum að leggja af stað með núna sem er brottvísun og endurkomubann,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar. Stofnunin ákvað að fara af stað með þessa nýju framkvæmd meðal annars vegna fjölgunar á tilhæfulausum hælisumsóknum. „Það er gríðarlega hátt hlutfall umsækjenda hér á landi sem koma frá ríkjum sem eru á lista yfir örugg upprunaríki. Þetta er mjög óeðlilega hátt hlutfall sem við erum að sjá hjá okkur miðað við nágrannaríkin okkar. Eitt af því sem okkar nágrannaríki hafa gert er að beyta þessum úrræðum til þess að hafa það alveg skýrt hvernig er farið með umsóknir sem eru bersýnilega tilhæfulausar,“ segir Þorsteinn. Nýja verklagið á þó ekki einungis við um tilhæfulausar hælisumsóknir heldur um alla einstaklinga sem synjað er um vernd. Hins vegar þegar um ræðir tilhæfulausar umsóknir er heimilt að fella niður frest til þess að yfirgefa landið af sjálfsdáðum. Breytingin er í samræmi við gildandi lagaheimildir. „Þetta á við um alla þá sem fá þessar upplýsingar í ferlinu að þessi möguleiki sé á borðinu. Við byrjuðum á því í síðustu viku og við merkjum strax ákveðna aukningu í því að það sé verið að draga til baka umsóknir um alþjóðlega vernd þegar menn frétta af því að þessi möguleiki sé á borðinu. Þannig að við sjáum nú þegar merki þess að þetta hafi einhver áhrif á það að menn hugsi sinn gang,“ segir Þorsteinn.
Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Sjá meira