Lífið

Texas-Maggi gagn­rýndur fyrir við­tal við Einar Gauta: „Þú ert svo­lítið Ind­verja­legur“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sérstakt viðtal.
Sérstakt viðtal.
Magnús Ingi Magnússon, betur þekktur sem Maggi á Texasborgurum, virðist vera nokkuð lunkinn við það að koma sér í umræðuna og ekki alltaf á beint jákvæðan hátt.

Maggi hefur lengi verið með sjónvarpsþátt á sjónvarpsstöðinni ÍNN og kallast þátturinn Eldhús Meistaranna. Snemma í nóvember kom glænýr þáttur út og þá skellti Magnús sér til Akureyrar.

Þar ræddi hann við Guðmund Karl Tryggvason, eigandi Bautans á Akureyri, og Einar Gauta Helgason, kokk á veitingarstaðnum.

„Það sést nú að þú ert ekki frá Bárðardal,“ sagði Magnús við Einar Gauta sem er dökkur á hörund. Hann svaraði; „Nei nei, ég ekki þaðan, ég er ættleiddur frá Indlandi.“

Texas-Maggi svaraði þá um hæl; „Þú ert svolítið Indverjalegur“.

Magnús Ingi rekur veitingarstaðinn Texasborgarar en hann ákvað í sumar að bjóða sig fram til forseta Íslands og vakti mikla athygli fyrir það.

Twitter-notandinn ‏@olitje varpaði ljósi á umrætt viðtal á samfélagsmiðlinum í dag og skapaðist við það nokkur umræða. Hér að neðan má sjá þá umræðu og neðst í fréttinni má sjá þáttinn í heild sinni.

Eldhús Meistaranna - 04. nóv 2016

Tengdar fréttir

Flestir vilja Ólaf Ragnar eða Guðna Th

59 prósent þeirra sem tóku afstöðu í nýrri skoðanakönnun nefndu annaðhvort Ólaf Ragnar Grímsson eða Guðna Th. Jóhannesson á nafn þegar spurt var hvern þátttakendur vildu sem forseta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×