Graseyjar gera Garðbæingi gramt í geði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 25. nóvember 2016 07:00 Kristján Ólafsson segir graseyjar í Frjóakri og reyndar í Akrahverfinu öllu vera skipulagsklúður sem fækki bílastæðum og hindri aðgang að stæðum við húsin. vísir/Anton Brink „Þetta er skipulagsklúður og bærinn á bara að laga þetta,“ segir Kristján Ólafsson, vélfræðingur og íbúi við Frjóakur í Garðabæ, sem árangurlaust hefur reynt að fá bæinn til að lagfæra graseyjar í Frjóakri. Að sögn Kristjáns hefta graseyjarnar ekki aðeins aðkomu að stæðum á lóðum húsanna heldur fækki þær líka stæðum sem gætu verið í götunni. „Í flestum þessum húsum er tveir bílar og jafnvel þrír og stundum koma gestir,“ segir hann. Og þá er ekki allur vandinn upptalinn. „Lögreglan hefur verið að koma á nóttunni í hverfið til þess að sekta þá sem lagt hafa bílum með kannski eitt hjól uppi á gangstétt – þetta er fáránlegt.“ Bæjaryfirvöld benda á að graseyjarnar séu í samræmi við deiliskipulag í Akrahverfi. Kristján segir ekki um það deilt. Vandamálið sé hins vegar skipulagið sjálft. Eyjarnar séu rangt staðsettar um allt Akrahverfi, þær séu fyrir bílastæðum og jafnvel fyrir inngangi húsa. „Menn geta ekki notað stæðin og íbúarnir hafa sjálfir verið að skera þetta burt en það verður ljótt þegar hver og einn er að gera þetta fyrir sig. Þess vegna vildum við að bærinn gerði þetta svo þetta væri heilsteypt,“ segir Kristján. Nú síðast sendi Kristján bænum bréf þar sem hann sagði bæjarverkfræðinginn hafa lagt til að íbúar mættu sjálfir leggja grassteina í staðinn fyrir gras í eyjunum og að þeir gætu síðan ekið yfir eyjarnar. „Litlir bílar komast ekki upp á þetta, þeir bara rekast í og skemmast, þeir eru svo lágir,“ segir Kristján. Bæjarráð Garðabæjar tók bréf Kristjáns fyrir á þriðjudaginn og ítrekaði þá frá því áður að frágangur götunnar sé í samræmi við deiliskipulag en að það taki jákvætt í einstaka breytingar á vegum íbúa í samráði við tækni- og umhverfissvið bæjarins. Að auki var bæjarstjóranum falið að ræða við Kristján.Fréttin birtist fyrst í FréttablaðinuEinn íbúinn i Frjóakri hefur sjálfur kostað minnkun á graseyju framan við hús sitt.vísir/anton brink Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
„Þetta er skipulagsklúður og bærinn á bara að laga þetta,“ segir Kristján Ólafsson, vélfræðingur og íbúi við Frjóakur í Garðabæ, sem árangurlaust hefur reynt að fá bæinn til að lagfæra graseyjar í Frjóakri. Að sögn Kristjáns hefta graseyjarnar ekki aðeins aðkomu að stæðum á lóðum húsanna heldur fækki þær líka stæðum sem gætu verið í götunni. „Í flestum þessum húsum er tveir bílar og jafnvel þrír og stundum koma gestir,“ segir hann. Og þá er ekki allur vandinn upptalinn. „Lögreglan hefur verið að koma á nóttunni í hverfið til þess að sekta þá sem lagt hafa bílum með kannski eitt hjól uppi á gangstétt – þetta er fáránlegt.“ Bæjaryfirvöld benda á að graseyjarnar séu í samræmi við deiliskipulag í Akrahverfi. Kristján segir ekki um það deilt. Vandamálið sé hins vegar skipulagið sjálft. Eyjarnar séu rangt staðsettar um allt Akrahverfi, þær séu fyrir bílastæðum og jafnvel fyrir inngangi húsa. „Menn geta ekki notað stæðin og íbúarnir hafa sjálfir verið að skera þetta burt en það verður ljótt þegar hver og einn er að gera þetta fyrir sig. Þess vegna vildum við að bærinn gerði þetta svo þetta væri heilsteypt,“ segir Kristján. Nú síðast sendi Kristján bænum bréf þar sem hann sagði bæjarverkfræðinginn hafa lagt til að íbúar mættu sjálfir leggja grassteina í staðinn fyrir gras í eyjunum og að þeir gætu síðan ekið yfir eyjarnar. „Litlir bílar komast ekki upp á þetta, þeir bara rekast í og skemmast, þeir eru svo lágir,“ segir Kristján. Bæjarráð Garðabæjar tók bréf Kristjáns fyrir á þriðjudaginn og ítrekaði þá frá því áður að frágangur götunnar sé í samræmi við deiliskipulag en að það taki jákvætt í einstaka breytingar á vegum íbúa í samráði við tækni- og umhverfissvið bæjarins. Að auki var bæjarstjóranum falið að ræða við Kristján.Fréttin birtist fyrst í FréttablaðinuEinn íbúinn i Frjóakri hefur sjálfur kostað minnkun á graseyju framan við hús sitt.vísir/anton brink
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira