Bændur fá aðeins brotabrot af endursöluverði kindakjöts Snærós Sindradóttir skrifar 25. nóvember 2016 07:15 Afurðaverð til bænda var lækkað í haust. Sú lækkun hefur þó á engan hátt skilað sér til neytenda ef marka má tölur úr matvöruverslunum. Vísir/Stefán Soðið hefur upp úr hjá sauðfjárbændum vegna gríðarlegs mismunar sem er á milli afurðaverðs til bænda á ærkjöti og verðs á ýmsum kindaafurðum í verslunum. Dæmi er um að grafið kindafillet kosti 9.959 krónur kílóið í verslunum Fjarðarkaupa en bændur fá eftir sem áður í kringum 116 krónur fyrir kílóið, eða eitt prósent af söluverði afurðarinnar. Í hópi sauðfjárbænda á Facebook hafa skapast miklar umræður um málið. Tilkynnt var um lækkun á afurðaverði síðsumars fyrir dilka og fullorðið fé og vakti lækkunin hörð viðbrögð enda þvert á markmið nýsamþykkts búvörusamnings. Lækkunin var meðal annars rökstudd með því að illa hefði gengið að selja hliðarafurðir, svo sem gærur, á erlendum mörkuðum en sauðfjárbændur sendu í ágúst frá sér ályktun um að óboðlegt væri að velta uppsöfnuðum rekstrarvanda á sveitir landsins.Svavar Halldórsson framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda. Fréttablaðið/GVASvavar Halldórsson, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, segir allan gang á því hve hátt hlutfall af söluverði afurðanna renni til bænda en dæmið sem hér er tekið að ofan sé eitt það ýktasta. „Við höfum reiknað út að í grófum dráttum fái bændur um það bil þriðjung af endanlegu útsöluverði í sinn vasa sem okkur finnst mjög lágt hlutfall. Í sumum tilfellum fá þeir meira en augljóslega, eins og þetta dæmi sannar, í sumum tilfellum miklu minna.“ Svavar segir að bændur í nágrannalöndum Íslands geri kröfu um að fá tvo þriðju hluta af útsöluverði í sinn vasa. „Við höfum ekki nákvæmar upplýsingar um hvernig verðið skiptist á milli sláturhúsa, kjötvinnsla og smásölu en við vitum hins vegar hvað bóndinn fær og hvert endanlegt útsöluverð er. Þetta sýnir að skiptingin er ekki sanngjörn eins og við höfum verið að halda fram.“ Svavar vill ekki draga ályktanir um í vasa hvers mismunurinn rennur að mestu en bendir þó á skýrslu Samkeppniseftirlitsins um dagvöruverslanir. Þar kemur fram að arðsemi matvöruverslana hér á landi sé meiri en gengur og gerist. Meðalarðsemi í Evrópu sé þrettán prósent og ellefu prósent í Bandaríkjunum. Á Íslandi sé arðsemi matvöruverslana aftur á móti 35 til 40 prósent. „Ef við tölum út frá staðreyndum þá hefur eftirlitið sagt að það sé fákeppni á dagvörumarkaði og fyrirtækin skila miklu meiri arðsemi en sambærileg fyrirtæki í öðrum vestrænum ríkjum.“ Í skýrslu Samkeppniseftirlitsins kemur fram að framlegð verslananna af vörum sem framleiddar eru hér á landi sé nítján prósent.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira
Soðið hefur upp úr hjá sauðfjárbændum vegna gríðarlegs mismunar sem er á milli afurðaverðs til bænda á ærkjöti og verðs á ýmsum kindaafurðum í verslunum. Dæmi er um að grafið kindafillet kosti 9.959 krónur kílóið í verslunum Fjarðarkaupa en bændur fá eftir sem áður í kringum 116 krónur fyrir kílóið, eða eitt prósent af söluverði afurðarinnar. Í hópi sauðfjárbænda á Facebook hafa skapast miklar umræður um málið. Tilkynnt var um lækkun á afurðaverði síðsumars fyrir dilka og fullorðið fé og vakti lækkunin hörð viðbrögð enda þvert á markmið nýsamþykkts búvörusamnings. Lækkunin var meðal annars rökstudd með því að illa hefði gengið að selja hliðarafurðir, svo sem gærur, á erlendum mörkuðum en sauðfjárbændur sendu í ágúst frá sér ályktun um að óboðlegt væri að velta uppsöfnuðum rekstrarvanda á sveitir landsins.Svavar Halldórsson framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda. Fréttablaðið/GVASvavar Halldórsson, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, segir allan gang á því hve hátt hlutfall af söluverði afurðanna renni til bænda en dæmið sem hér er tekið að ofan sé eitt það ýktasta. „Við höfum reiknað út að í grófum dráttum fái bændur um það bil þriðjung af endanlegu útsöluverði í sinn vasa sem okkur finnst mjög lágt hlutfall. Í sumum tilfellum fá þeir meira en augljóslega, eins og þetta dæmi sannar, í sumum tilfellum miklu minna.“ Svavar segir að bændur í nágrannalöndum Íslands geri kröfu um að fá tvo þriðju hluta af útsöluverði í sinn vasa. „Við höfum ekki nákvæmar upplýsingar um hvernig verðið skiptist á milli sláturhúsa, kjötvinnsla og smásölu en við vitum hins vegar hvað bóndinn fær og hvert endanlegt útsöluverð er. Þetta sýnir að skiptingin er ekki sanngjörn eins og við höfum verið að halda fram.“ Svavar vill ekki draga ályktanir um í vasa hvers mismunurinn rennur að mestu en bendir þó á skýrslu Samkeppniseftirlitsins um dagvöruverslanir. Þar kemur fram að arðsemi matvöruverslana hér á landi sé meiri en gengur og gerist. Meðalarðsemi í Evrópu sé þrettán prósent og ellefu prósent í Bandaríkjunum. Á Íslandi sé arðsemi matvöruverslana aftur á móti 35 til 40 prósent. „Ef við tölum út frá staðreyndum þá hefur eftirlitið sagt að það sé fákeppni á dagvörumarkaði og fyrirtækin skila miklu meiri arðsemi en sambærileg fyrirtæki í öðrum vestrænum ríkjum.“ Í skýrslu Samkeppniseftirlitsins kemur fram að framlegð verslananna af vörum sem framleiddar eru hér á landi sé nítján prósent.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira