Tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga sautján ára stúlku Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. nóvember 2016 22:04 Hótaði maðurinn því að raka af henni hárið ef stúlkan veitti honum ekki munnmök og hélt ákærði um höfuð hennar. Myndvinnsla/Garðar Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Martein Jóhannsson í tveggja ára og sex mánaða fangelsi fyrir nauðgun en stúlkan var 17 ára þegar brotið var framið. Brotið var framið í íbúð í Reykjavík í september 2014. Var Marteinn sakfelldur fyrir að hafa kynferðismök gegn vilja stúlkunnar með því að beita hana ofbeldi og ólögmætri nauðung en Marteinn þvingaði hana til að hafa við sig munnmök. Hótaði hann því að raka af henni hárið ef hún veitti honum ekki munnmök og hélt ákærði um höfuð hennar og ýtti henni að getnaðarlim sínum.Í dómi héraðsdóms kemur fram að umrætt kvöld hafi stúlkan verið að aka bílaleigubíl með vinum sínum þegar Marteinn hringdi í hana og skipaði henni að skila bílnum. Fór hún þangað, ræddi við hann og skilaði bíllyklunum. Vinir stúlkunnar komu þá inn í íbúðina. Réðist þá Marteinn á annan þeirra. Eftir slagsmálin kenndi Marteinn stúlkunni um að hafa komið með vini sína inn í íbúðina. Fór hann inn á baðherbergi, sótti rakvél og hótaði stúlkunni. „Þá hefði ákærði sagt við hana að ef hún vildi að hann yrði glaður yrði hún að sjúga hann. Hún hefði neitað því en hann hefði þá haldið uppi rakvélinni og sagst myndu raka af henni hárið ef hún gerði það ekki,“ líkt og segir í dómi héraðsdóms.Neitaði sök en þótti ekki samkvæmur sjálfum sér í lýsingum á atvikumHún kvaðst margoft hafa gefið honum til kynna að hún vildi ekki þessi samskipti og að Marteinn hefði haldið höfði hennar þannig að hún hefði ekki getað losað það. Hún hefði hætt þegar hann losaði takið. Marteinn neitaði sök og taldi sig hafa haft kynferðismök við stúlkuna með samþykki hennar og að hennar frumkvæði. Marteinn og stúlkan voru ein til frásagnar af því sem átti sér stað. Við dóm sinn leit héraðsdómur til þess að framburður stúlkunnar hafi verið á einn veg og hafi jafnframt fengið stuðning vitna. Þá hafi Marteinn ekki verð samkvæmur sjálfum sér í lýsingum á atvikum. „Er það niðurstaða dómsins að leggja beri frásögn brotaþola til grundvallar í málinu, en hafna framburði ákærða sem ótrúverðugum. Þykir sannað, gegn neitun ákærða, að hann hafi þvingað brotaþola til kynferðismaka með því að beita hana ofbeldi og ólögmætri nauðung, eins og lýst er í ákæru,“ segir í dómi héraðsdóms. Marteinn á sér nokkra brotasögu og var hann dæmdur tveggja og hálfs árs fangelsi en „brot ákærða var til þess fallið að valda brotaþola mikilli andlegri vanlíðan, ekki síst í ljósi ungs aldurs hennar. Af framburði stúlkunnar fyrir dóminum þykir jafnframt verða ráðið að verknaðurinn hafi fengið mjög á hana,“ líkt og segir í dómi héraðsdóms. Þarf Marteinn einnig að greiða stúlkunnu eina milljón króna í miskabætur auk málsvarnarlauna og þóknun réttargæslumanns stúlkynnar, alls 1.330.985 krónur.Dóm héraðsdóms má sjá hér. Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Martein Jóhannsson í tveggja ára og sex mánaða fangelsi fyrir nauðgun en stúlkan var 17 ára þegar brotið var framið. Brotið var framið í íbúð í Reykjavík í september 2014. Var Marteinn sakfelldur fyrir að hafa kynferðismök gegn vilja stúlkunnar með því að beita hana ofbeldi og ólögmætri nauðung en Marteinn þvingaði hana til að hafa við sig munnmök. Hótaði hann því að raka af henni hárið ef hún veitti honum ekki munnmök og hélt ákærði um höfuð hennar og ýtti henni að getnaðarlim sínum.Í dómi héraðsdóms kemur fram að umrætt kvöld hafi stúlkan verið að aka bílaleigubíl með vinum sínum þegar Marteinn hringdi í hana og skipaði henni að skila bílnum. Fór hún þangað, ræddi við hann og skilaði bíllyklunum. Vinir stúlkunnar komu þá inn í íbúðina. Réðist þá Marteinn á annan þeirra. Eftir slagsmálin kenndi Marteinn stúlkunni um að hafa komið með vini sína inn í íbúðina. Fór hann inn á baðherbergi, sótti rakvél og hótaði stúlkunni. „Þá hefði ákærði sagt við hana að ef hún vildi að hann yrði glaður yrði hún að sjúga hann. Hún hefði neitað því en hann hefði þá haldið uppi rakvélinni og sagst myndu raka af henni hárið ef hún gerði það ekki,“ líkt og segir í dómi héraðsdóms.Neitaði sök en þótti ekki samkvæmur sjálfum sér í lýsingum á atvikumHún kvaðst margoft hafa gefið honum til kynna að hún vildi ekki þessi samskipti og að Marteinn hefði haldið höfði hennar þannig að hún hefði ekki getað losað það. Hún hefði hætt þegar hann losaði takið. Marteinn neitaði sök og taldi sig hafa haft kynferðismök við stúlkuna með samþykki hennar og að hennar frumkvæði. Marteinn og stúlkan voru ein til frásagnar af því sem átti sér stað. Við dóm sinn leit héraðsdómur til þess að framburður stúlkunnar hafi verið á einn veg og hafi jafnframt fengið stuðning vitna. Þá hafi Marteinn ekki verð samkvæmur sjálfum sér í lýsingum á atvikum. „Er það niðurstaða dómsins að leggja beri frásögn brotaþola til grundvallar í málinu, en hafna framburði ákærða sem ótrúverðugum. Þykir sannað, gegn neitun ákærða, að hann hafi þvingað brotaþola til kynferðismaka með því að beita hana ofbeldi og ólögmætri nauðung, eins og lýst er í ákæru,“ segir í dómi héraðsdóms. Marteinn á sér nokkra brotasögu og var hann dæmdur tveggja og hálfs árs fangelsi en „brot ákærða var til þess fallið að valda brotaþola mikilli andlegri vanlíðan, ekki síst í ljósi ungs aldurs hennar. Af framburði stúlkunnar fyrir dóminum þykir jafnframt verða ráðið að verknaðurinn hafi fengið mjög á hana,“ líkt og segir í dómi héraðsdóms. Þarf Marteinn einnig að greiða stúlkunnu eina milljón króna í miskabætur auk málsvarnarlauna og þóknun réttargæslumanns stúlkynnar, alls 1.330.985 krónur.Dóm héraðsdóms má sjá hér.
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira