Atvinnulaus Reykvíkingur vann 23 milljónir í Víkingalottói Birgir Olgeirsson skrifar 25. nóvember 2016 10:45 Miðahafinn ætlar að nýta milljónirnar í draumanám. Vísir/Vilhelm Tvítugur Reykvíkingur vann 23 milljónir í Víkingalottóinu síðastliðinn miðvikudag. Miðann keypti hann á Olís á Kjalarnesi síðastliðið þriðjudagskvöld þegar hann kom þar við til að kaupa pylsu og kók. Afgreiðslukonan spurði hvort hann vildi ekki miða í Víkingalottói sem hann þáði, tók eina röð með átta tölum. Var Reykvíkingurinn atvinnulaus og mun vinningurinn gera honum kleift að hefja draumanám sem kostar nokkrar milljónir.Sjá tilkynningu Íslenskrar getspár hér fyrir neðan:Hingað til Getspár kom lukkulegur tvítugur Reykvíkingur í morgun með vinningsmiðann góða frá því í Víkingalottóinu á miðvikudag en hann var með allar aðaltölurnar réttar og vann þar með 1. vinning sem hann deildi með Finna, Norðmanni og Litháa. Vinningshafinn fór í Olís Kjalarnesi á þriðjudagskvöldið til að fá sér pylsu og kók og afgreiðslukonan spurði hvort hann vildi ekki taka Víkingalottómiða með í leiðinni. Hún sagði jafnframt að maður ynni ekki nema með og það væri nóg að vera bara með eina röð.Hinn heppni ungi Reykvíkingur ákvað þá að taka eina röð en hafa hana með 8 tölum sem er kerfisseðill og margfaldar því vinningsmöguleikana. Þegar vinningshafinn kom til Getspár í morgun visssi hann því ekki að hann hafði ekki „bara“ unnið 23.377.860 skattfrjálsar milljónir heldur einnig tæplega 300 þúsund krónur í viðbót því hann fékk í viðbót 12 sinnum vinningsupphæðina fyrir fimm rétta eða 256.200 krónur og einnig fékk hann vinningsupphæðina fyrir fjórar réttar fimmtánfalda eða 48.600 svo vinningurinn hækkaði því um 304.800 með því að hafa unnið á 8 talna kerfisseðil og var því heildarvinningurinn 23.682.660 kr.Vinningshafinn er atvinnulaus og gerir þessi vinningur honum kleift að hefja nám eftir áramót þar sem draumanámið hans kostar nokkrar milljónir. Starfsfólk Getspár óskar þessum unga vinningshafa innilega til hamingju með vinninginn og óskar honum velfarnaðar í námi og starfi. Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Tvítugur Reykvíkingur vann 23 milljónir í Víkingalottóinu síðastliðinn miðvikudag. Miðann keypti hann á Olís á Kjalarnesi síðastliðið þriðjudagskvöld þegar hann kom þar við til að kaupa pylsu og kók. Afgreiðslukonan spurði hvort hann vildi ekki miða í Víkingalottói sem hann þáði, tók eina röð með átta tölum. Var Reykvíkingurinn atvinnulaus og mun vinningurinn gera honum kleift að hefja draumanám sem kostar nokkrar milljónir.Sjá tilkynningu Íslenskrar getspár hér fyrir neðan:Hingað til Getspár kom lukkulegur tvítugur Reykvíkingur í morgun með vinningsmiðann góða frá því í Víkingalottóinu á miðvikudag en hann var með allar aðaltölurnar réttar og vann þar með 1. vinning sem hann deildi með Finna, Norðmanni og Litháa. Vinningshafinn fór í Olís Kjalarnesi á þriðjudagskvöldið til að fá sér pylsu og kók og afgreiðslukonan spurði hvort hann vildi ekki taka Víkingalottómiða með í leiðinni. Hún sagði jafnframt að maður ynni ekki nema með og það væri nóg að vera bara með eina röð.Hinn heppni ungi Reykvíkingur ákvað þá að taka eina röð en hafa hana með 8 tölum sem er kerfisseðill og margfaldar því vinningsmöguleikana. Þegar vinningshafinn kom til Getspár í morgun visssi hann því ekki að hann hafði ekki „bara“ unnið 23.377.860 skattfrjálsar milljónir heldur einnig tæplega 300 þúsund krónur í viðbót því hann fékk í viðbót 12 sinnum vinningsupphæðina fyrir fimm rétta eða 256.200 krónur og einnig fékk hann vinningsupphæðina fyrir fjórar réttar fimmtánfalda eða 48.600 svo vinningurinn hækkaði því um 304.800 með því að hafa unnið á 8 talna kerfisseðil og var því heildarvinningurinn 23.682.660 kr.Vinningshafinn er atvinnulaus og gerir þessi vinningur honum kleift að hefja nám eftir áramót þar sem draumanámið hans kostar nokkrar milljónir. Starfsfólk Getspár óskar þessum unga vinningshafa innilega til hamingju með vinninginn og óskar honum velfarnaðar í námi og starfi.
Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira