Ráðherra segir ávirðingar Álfheiðar glórulausar Jakob Bjarnar skrifar 25. nóvember 2016 15:44 Kristján Þór segir að ekki sé flugufótur fyrir ásökunum Álfheiðar, ráðherrann furðar sig reyndar á skrifum hennar. Álfheiður Ingadóttir, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, sakar Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra um að hafa sett á, korteri fyrir kosningar, nánar tiltekið 16. október á reglugerð sem kveður á um kostnað sjúklinga í heilbrigðisþjónustu. „Þar með var heimilað – án lagastoðar, eins og ég kem að hér á eftir – að taka innlagnargjald af sjúklingum á spítölum,“ segir Álfhildur í upphafi greinar sinnar sem hún birti á vef Kvennablaðsins og hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum.Kristján Þór furðar sig á skrifum Álfheiðar Álfheiður segir ekki hafa farið mikið fyrir þessari breytingu, engin frétt hafi verið sett á heimasíðu velferðarráðuneytisins enda ekki nema von: „Heilbrigðisráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa tvívegis verið gerðir afturreka með áform sín um spítalaskattinn – fyrst 2009 og aftur 2013.“ Vísir bar þetta undir Kristján Þór sem furðar sig á þessum greinaskrifum Álfheiðar; segir hana misskilja reglugerðina algerlega og með ólíkindum sé að bera það uppá starfsfólk ráðuneytisins að gefa út reglugerð sem ekki stenst lög. „Þvert á það sem Álfheiður heldur fram þá var markmiðið með reglugerð nr. 906/2016 að stöðva innheimtu gjalda á þá sjúklinga sem liggja lengur en sólarhring á bráðamóttökudeild vegna þess að ekki sé unnt að innrita þá á legudeild þar sem þeir ættu annars að liggja.“Ráðherra mótmælir málflutningi Álfheiðar harðlega Kristján Þór hefur farið yfir ávirðingar sem hann segir koma fram koma í grein Álfheiðar málið með sínu fólki í ráðuneytinu og niðurstaða hans er: „Það er rangt hjá Álfheiði að fyrrverandi ráðuneyti hennar setji reglugerð sem ekki standist lög. Reglugerðin er sett með stoð í 1. mgr. 29. gr. laga um sjúkratryggingar nr. 112/2008 og 37. gr. laga um heilbrigðisþjónustu.“ Í öðru lagi: „Það er rangt hjá Álfheiði að verið sé að lauma inn skatti á sjúklinga," segir Kristján Þór. „Áætlað er að greiðslur sjúklinga muni lækka um 7-7,5 milljónir króna á ári vegna þessarar reglugerðarbreytingar og er ráðgert að tekjur spítalans muni lækka sem því nemur. Það er þá algert nýmæli í skattheimtu ef hún verður til þess að gjöld á skattþolann lækka.“Gleymska eða misminni Álfheiðar Og í þriðja lagi, svo áfram sé vitnað í Kristján Þór: „Það er rangt hjá Álfheiði að nú sé verið sé að breyta reglum til að unnt sé að geta rukkað fyrir svokölluð ferliverk. Hún setti þær reglur sjálf. Í ráðherratíð Álfheiðar Ingadóttur undirritaði hún m.a. reglugerð nr. 1078/2009. Í 12. grein þeirrar reglugerðar er fjallað um gjaldtöku fyrir komu til sérgreinalæknis á göngudeild sjúkrahúsa, það er að segja fyrir ferliverk. Þar segir meðal annars að sjúklingur skuli greiða gjald samkvæmt 1. mgr. og gildir einu þótt um næturdvöl kunni að reynast nauðsynleg í einstökum tilvikum. Þetta ákvæði hefur staðið óbreytt allt frá því þáverandi heilbrigðisráðherra Álfheiður Ingadóttir staðfesti það og er enn óbreytt.“ Kristján Þór segir að af framansögðu megi ljóst vera að ýmislegt í grein Álfheiðar byggi annað hvort á gleymsku eða misminni. „Það er miður.“ Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi Sjá meira
Álfheiður Ingadóttir, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, sakar Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra um að hafa sett á, korteri fyrir kosningar, nánar tiltekið 16. október á reglugerð sem kveður á um kostnað sjúklinga í heilbrigðisþjónustu. „Þar með var heimilað – án lagastoðar, eins og ég kem að hér á eftir – að taka innlagnargjald af sjúklingum á spítölum,“ segir Álfhildur í upphafi greinar sinnar sem hún birti á vef Kvennablaðsins og hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum.Kristján Þór furðar sig á skrifum Álfheiðar Álfheiður segir ekki hafa farið mikið fyrir þessari breytingu, engin frétt hafi verið sett á heimasíðu velferðarráðuneytisins enda ekki nema von: „Heilbrigðisráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa tvívegis verið gerðir afturreka með áform sín um spítalaskattinn – fyrst 2009 og aftur 2013.“ Vísir bar þetta undir Kristján Þór sem furðar sig á þessum greinaskrifum Álfheiðar; segir hana misskilja reglugerðina algerlega og með ólíkindum sé að bera það uppá starfsfólk ráðuneytisins að gefa út reglugerð sem ekki stenst lög. „Þvert á það sem Álfheiður heldur fram þá var markmiðið með reglugerð nr. 906/2016 að stöðva innheimtu gjalda á þá sjúklinga sem liggja lengur en sólarhring á bráðamóttökudeild vegna þess að ekki sé unnt að innrita þá á legudeild þar sem þeir ættu annars að liggja.“Ráðherra mótmælir málflutningi Álfheiðar harðlega Kristján Þór hefur farið yfir ávirðingar sem hann segir koma fram koma í grein Álfheiðar málið með sínu fólki í ráðuneytinu og niðurstaða hans er: „Það er rangt hjá Álfheiði að fyrrverandi ráðuneyti hennar setji reglugerð sem ekki standist lög. Reglugerðin er sett með stoð í 1. mgr. 29. gr. laga um sjúkratryggingar nr. 112/2008 og 37. gr. laga um heilbrigðisþjónustu.“ Í öðru lagi: „Það er rangt hjá Álfheiði að verið sé að lauma inn skatti á sjúklinga," segir Kristján Þór. „Áætlað er að greiðslur sjúklinga muni lækka um 7-7,5 milljónir króna á ári vegna þessarar reglugerðarbreytingar og er ráðgert að tekjur spítalans muni lækka sem því nemur. Það er þá algert nýmæli í skattheimtu ef hún verður til þess að gjöld á skattþolann lækka.“Gleymska eða misminni Álfheiðar Og í þriðja lagi, svo áfram sé vitnað í Kristján Þór: „Það er rangt hjá Álfheiði að nú sé verið sé að breyta reglum til að unnt sé að geta rukkað fyrir svokölluð ferliverk. Hún setti þær reglur sjálf. Í ráðherratíð Álfheiðar Ingadóttur undirritaði hún m.a. reglugerð nr. 1078/2009. Í 12. grein þeirrar reglugerðar er fjallað um gjaldtöku fyrir komu til sérgreinalæknis á göngudeild sjúkrahúsa, það er að segja fyrir ferliverk. Þar segir meðal annars að sjúklingur skuli greiða gjald samkvæmt 1. mgr. og gildir einu þótt um næturdvöl kunni að reynast nauðsynleg í einstökum tilvikum. Þetta ákvæði hefur staðið óbreytt allt frá því þáverandi heilbrigðisráðherra Álfheiður Ingadóttir staðfesti það og er enn óbreytt.“ Kristján Þór segir að af framansögðu megi ljóst vera að ýmislegt í grein Álfheiðar byggi annað hvort á gleymsku eða misminni. „Það er miður.“
Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi Sjá meira