Hundar í fullu starfi á Kleppi: „Dýrin róa mig niður“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 27. nóvember 2016 20:30 Ronja og Freyja eru miklir mátar og hefur Freyja hjálpað Ronju í gegnum meðferð sína á Iðjukaffi við Kleppsspítala Vísir/skjáskot Á Kleppsspítala mæta tveir hundar daglega til starfa. Þau Junior og Freyja fara í vinnuna með eigendum sínum á hverjum degi, en það eru tveir iðjuþjálfar sem sinna endurhæfingu sjúklinga á Iðjukaffi við Kleppspítala. Hundar hafa verið stór hluti af endurhæfingu sjúklinga síðastliðin fimm ár en nú fyrir stuttu var pabbi Juniors verðlaunaður sem þjónustuhundur ársins, en Junior hefur tekið við hlutverki hans nú. Hundarnir ná til fólks sem annars á erfitt með samskipti, hvetja til göngutúra og brjóta ísinn.Auður er iðjuþjálfi og tekur hundinn Freyju með í vinnuna á hverjum degi - öllum til mikillar ánægju.vísir/skjáskot„Oft eiga þessir einstaklingar erfitt með félagsleg samskipti og spjall, þá spinnst alltaf umræða út frá hundinum. Eitthvað úr æsku, úr sveitinni, það geta allir alltaf talað um dýrin. Það er líka gott þegar þú ert að kljást við andleg veikindi að fókusinn sé ekki alltaf á þér, heldur fari fókusinn á dýrin,” segir Auður Hafsteinsdóttir, iðjuþjálfi og eigandi Freyju. Og hundarnir eru sjálfir ánægðir með starfið enda fá þeir margfaldan skammt af athygli, knúsi og hreyfingu. „Þeir elska þetta. Þá fáu daga sem mín fær ekki að koma með er hún alveg sorgmædd og horfir á mig vonsvikin,” segir Auður. Ronja Von Jacobsen hefur tengst hundunum mikið í sinni meðferð. Hún segir þá róa hugann, minnka kvíða og fá hana til að brosa oftar. „Af því að ég hef átt við félagsfælni að stríða þá finnst mér erfitt að vera innan um fólk en dýrin róa mig niður og taka manni eins og maður er, þannig að maður er ekki hræddur við viðbrögðin.“Freyja til vinstri og Junior til hægri, en hann er bara átta mánaða gamall hvolpur og fjörugur eftir því!vísir/skjáskotRonja segir hundana vera trausta vini sem dæma hana ekki og hugga á erfiðum tímum. Svo hafa þeir haft góð áhrif á samskipti hennar við annað fólk. „Þeir hjálpa fólki að kynnast því maður byrjar að tala um viðbrögðin þeirra þegar maður mætir og umræða hefst um hundana. Ég hef alla vega kynnst fleira fólki út frá hundunum,” segir Ronja.Sjá má úr heimsókn í Iðjukaffi á Kleppsspítala í spilaranum hér fyrir neðan. Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Á Kleppsspítala mæta tveir hundar daglega til starfa. Þau Junior og Freyja fara í vinnuna með eigendum sínum á hverjum degi, en það eru tveir iðjuþjálfar sem sinna endurhæfingu sjúklinga á Iðjukaffi við Kleppspítala. Hundar hafa verið stór hluti af endurhæfingu sjúklinga síðastliðin fimm ár en nú fyrir stuttu var pabbi Juniors verðlaunaður sem þjónustuhundur ársins, en Junior hefur tekið við hlutverki hans nú. Hundarnir ná til fólks sem annars á erfitt með samskipti, hvetja til göngutúra og brjóta ísinn.Auður er iðjuþjálfi og tekur hundinn Freyju með í vinnuna á hverjum degi - öllum til mikillar ánægju.vísir/skjáskot„Oft eiga þessir einstaklingar erfitt með félagsleg samskipti og spjall, þá spinnst alltaf umræða út frá hundinum. Eitthvað úr æsku, úr sveitinni, það geta allir alltaf talað um dýrin. Það er líka gott þegar þú ert að kljást við andleg veikindi að fókusinn sé ekki alltaf á þér, heldur fari fókusinn á dýrin,” segir Auður Hafsteinsdóttir, iðjuþjálfi og eigandi Freyju. Og hundarnir eru sjálfir ánægðir með starfið enda fá þeir margfaldan skammt af athygli, knúsi og hreyfingu. „Þeir elska þetta. Þá fáu daga sem mín fær ekki að koma með er hún alveg sorgmædd og horfir á mig vonsvikin,” segir Auður. Ronja Von Jacobsen hefur tengst hundunum mikið í sinni meðferð. Hún segir þá róa hugann, minnka kvíða og fá hana til að brosa oftar. „Af því að ég hef átt við félagsfælni að stríða þá finnst mér erfitt að vera innan um fólk en dýrin róa mig niður og taka manni eins og maður er, þannig að maður er ekki hræddur við viðbrögðin.“Freyja til vinstri og Junior til hægri, en hann er bara átta mánaða gamall hvolpur og fjörugur eftir því!vísir/skjáskotRonja segir hundana vera trausta vini sem dæma hana ekki og hugga á erfiðum tímum. Svo hafa þeir haft góð áhrif á samskipti hennar við annað fólk. „Þeir hjálpa fólki að kynnast því maður byrjar að tala um viðbrögðin þeirra þegar maður mætir og umræða hefst um hundana. Ég hef alla vega kynnst fleira fólki út frá hundunum,” segir Ronja.Sjá má úr heimsókn í Iðjukaffi á Kleppsspítala í spilaranum hér fyrir neðan.
Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira