Benedikt svarar ásökunum: Atriðin í besta falli villandi og sum röng Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. nóvember 2016 18:33 Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar Vísir/Ernir „Þessa dagana gengur nafnlaust myndband um meintan svikaferil minn í viðskiptum og víðar á netinu. Þar eru ýmis atriði úr mínum ferli tekin upp og gefið í skyn að ég sé hinn versti þrjótur. Ég sá að einhverri konu varð flökurt að lesa um þennan ódám.“ Þetta skrifar Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, á vefsíðuna Heimur.is í tengslum við myndband sem gengið hefur um internetið að undanförnu þar sem viðhafðar eru ýmsar ásakanir á hendur honum. Benedikt segist ekki ætla að fara yfir öll atriði myndbandsins, en fer yfir tvö þeirra í pistli sínum. Hann nefnir fyrst ásakanir um að hann hafi stuðlað að gjaldþroti Eimskipafélagsins. „Hið sanna í því máli er að Landsbankinn, sem var þá viðskiptabanki Eimskipafélagsins, ákvað að leiða fjandsamlega yfirtöku á félaginu. Orðið „fjandsamleg yfirtaka“ er oftast notuð í þeirri merkingu að yfirtakan sé fjandsamleg fyrir eigendum, en í þetta sinn var hún beinlínis fjandsamleg félaginu sjálfu sem er óvenjulegt,“ skrifar Benedikt. Flestir stjórnendur hafi verið látnir fara á árunum 2003-2004 og að sjálfur hafi hann látið af formennsku árið 2003. „Þegar ég lét af formennsku var félagið fjárhagslega sterkt með tíu þúsund hluthafa, en eftir 9. október 2003 hafði ég engin afskipti af félaginu.“ Næst nefnir hann ásakanir um að hann hafi komið Sjúkratryggingum Íslands á laggirnar til þess að einkavæða heilbrigðiskerfið. „Hér gætir mikils misskilnings. Sjúkratryggingar Íslands sjá um að greiða fyrir hlut ríkisins í heilbrigðisþjónustu og semja um verð á henni. Þetta hlutverk var áður hjá Tryggingastofnun að mestu. Sjúkratryggingar sjá ekki um neina einkavæðingu, en semja við aðila sem veita þjónustu, hvert sem rekstrarformið er,“ segir Benedikt. Hann nefnir það að hann og Ögmundur Jónasson, þáverandi heilbrigðisráðherra, sé ekki þekktur baráttumaður fyrir einkavæðingu en að allt þeirra samstarf hafi verið með miklum ágætum.Pistil Benedikts í heild má lesa hér en umrætt myndband má sjá hér fyrir neðan. Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
„Þessa dagana gengur nafnlaust myndband um meintan svikaferil minn í viðskiptum og víðar á netinu. Þar eru ýmis atriði úr mínum ferli tekin upp og gefið í skyn að ég sé hinn versti þrjótur. Ég sá að einhverri konu varð flökurt að lesa um þennan ódám.“ Þetta skrifar Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, á vefsíðuna Heimur.is í tengslum við myndband sem gengið hefur um internetið að undanförnu þar sem viðhafðar eru ýmsar ásakanir á hendur honum. Benedikt segist ekki ætla að fara yfir öll atriði myndbandsins, en fer yfir tvö þeirra í pistli sínum. Hann nefnir fyrst ásakanir um að hann hafi stuðlað að gjaldþroti Eimskipafélagsins. „Hið sanna í því máli er að Landsbankinn, sem var þá viðskiptabanki Eimskipafélagsins, ákvað að leiða fjandsamlega yfirtöku á félaginu. Orðið „fjandsamleg yfirtaka“ er oftast notuð í þeirri merkingu að yfirtakan sé fjandsamleg fyrir eigendum, en í þetta sinn var hún beinlínis fjandsamleg félaginu sjálfu sem er óvenjulegt,“ skrifar Benedikt. Flestir stjórnendur hafi verið látnir fara á árunum 2003-2004 og að sjálfur hafi hann látið af formennsku árið 2003. „Þegar ég lét af formennsku var félagið fjárhagslega sterkt með tíu þúsund hluthafa, en eftir 9. október 2003 hafði ég engin afskipti af félaginu.“ Næst nefnir hann ásakanir um að hann hafi komið Sjúkratryggingum Íslands á laggirnar til þess að einkavæða heilbrigðiskerfið. „Hér gætir mikils misskilnings. Sjúkratryggingar Íslands sjá um að greiða fyrir hlut ríkisins í heilbrigðisþjónustu og semja um verð á henni. Þetta hlutverk var áður hjá Tryggingastofnun að mestu. Sjúkratryggingar sjá ekki um neina einkavæðingu, en semja við aðila sem veita þjónustu, hvert sem rekstrarformið er,“ segir Benedikt. Hann nefnir það að hann og Ögmundur Jónasson, þáverandi heilbrigðisráðherra, sé ekki þekktur baráttumaður fyrir einkavæðingu en að allt þeirra samstarf hafi verið með miklum ágætum.Pistil Benedikts í heild má lesa hér en umrætt myndband má sjá hér fyrir neðan.
Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira