Kenna foreldrum um tafir á byggingu nýs skólahúss Þorgeir Helgason skrifar 28. nóvember 2016 07:00 Dagur B. Eggertsson tók fyrstu skóflustunguna að nýrri viðbyggingu Vesturbæjarskóla í fyrrasumar. vísir/vilhelm Framkvæmdir við viðbyggingu Vesturbæjarskóla hafa tafist um rúmlega ár. Áætlað var að hefja skólahald í viðbyggingunni haustið 2017 en nú er ljóst að það hefst aldrei fyrr en haustið 2018. Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir að breyta hafi þurft teikningum til að koma til móts við óskir foreldra en það hafi tekið óþarflega langan tíma. „Ég var lengi formaður foreldrafélagsins og okkur var lofað samráði við hönnun viðbyggingarinnar. Haustið 2014 var stofnaður samráðshópur foreldra til þess að taka þátt í vinnunni. Við vorum hins vegar aldrei kölluð á fund með borgaryfirvöldum. Okkar upplifun var að borgin vildi ekki afskipti foreldra af framkvæmdinni,“ segir Dalla Jóhannsdóttir, foreldri barns í Vesturbæjarskóla.Dalla Jóhannsdóttir, foreldri barns í Vesturbæjarskóla, er hér til vinstri.vísir/anton brinkSíðasta sumar tók Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fyrstu skóflustungurnar að viðbyggingunni. Byggingin mun hýsa hátíðarsal, eldhús og kennslustofur og á að mæta brýnni þörf vegna aukins fjölda nemenda í Vesturbæjarskóla. Jarðvegsframkvæmdir vegna viðbyggingarinnar hófust í fyrrahaust og við þær misstu nemendur helminginn af útisvæði sínu. Dalla segir að upphaflega hafi átt að nota sumarfríið í fyrra til þess að vinna jarðvegsvinnuna á skólalóðinni. Það hafi ekki tekist og framkvæmdirnar hafist á fyrsta skóladegi í fyrra sem hafði í för með sér að mikil læti voru á skólasvæðinu í nokkrar vikur. „Teikningin á viðbyggingunni var klár og við buðum út jarðvinnuna til þess að spara tíma. Það sem gerðist svo var að hönnunin var tekin til endurskoðunar að beiðni foreldrafélagsins sem varð til þess að verkið tafðist. Óskin um endurskoðun kom ekki upp fyrr en eftir að við vorum byrjuð á jarðvinnunni og það hefði verið sérkennilegt að fara að moka ofan í holuna aftur. Við ákváðum því að halda áfram með verkið,“ segir Ámundi Brynjólfsson, skrifstofustjóri mannvirkjaskrifstofu Reykjavíkurborgar. „Þetta er ömurlegt, lóðin er mjög lítil og það er lítið sigrúm fyrir börnin á lóðinni. Við erum mjög hissa á því að ráðist hafi verið í jarðvegsvinnuna strax þegar teikningarnar voru ekki einu sinni tilbúnar,“ segir Dalla. Áætlað er að bygging viðbyggingarinnar hefjist eftir áramót og taki eitt og hálft ár í smíðum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira
Framkvæmdir við viðbyggingu Vesturbæjarskóla hafa tafist um rúmlega ár. Áætlað var að hefja skólahald í viðbyggingunni haustið 2017 en nú er ljóst að það hefst aldrei fyrr en haustið 2018. Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir að breyta hafi þurft teikningum til að koma til móts við óskir foreldra en það hafi tekið óþarflega langan tíma. „Ég var lengi formaður foreldrafélagsins og okkur var lofað samráði við hönnun viðbyggingarinnar. Haustið 2014 var stofnaður samráðshópur foreldra til þess að taka þátt í vinnunni. Við vorum hins vegar aldrei kölluð á fund með borgaryfirvöldum. Okkar upplifun var að borgin vildi ekki afskipti foreldra af framkvæmdinni,“ segir Dalla Jóhannsdóttir, foreldri barns í Vesturbæjarskóla.Dalla Jóhannsdóttir, foreldri barns í Vesturbæjarskóla, er hér til vinstri.vísir/anton brinkSíðasta sumar tók Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fyrstu skóflustungurnar að viðbyggingunni. Byggingin mun hýsa hátíðarsal, eldhús og kennslustofur og á að mæta brýnni þörf vegna aukins fjölda nemenda í Vesturbæjarskóla. Jarðvegsframkvæmdir vegna viðbyggingarinnar hófust í fyrrahaust og við þær misstu nemendur helminginn af útisvæði sínu. Dalla segir að upphaflega hafi átt að nota sumarfríið í fyrra til þess að vinna jarðvegsvinnuna á skólalóðinni. Það hafi ekki tekist og framkvæmdirnar hafist á fyrsta skóladegi í fyrra sem hafði í för með sér að mikil læti voru á skólasvæðinu í nokkrar vikur. „Teikningin á viðbyggingunni var klár og við buðum út jarðvinnuna til þess að spara tíma. Það sem gerðist svo var að hönnunin var tekin til endurskoðunar að beiðni foreldrafélagsins sem varð til þess að verkið tafðist. Óskin um endurskoðun kom ekki upp fyrr en eftir að við vorum byrjuð á jarðvinnunni og það hefði verið sérkennilegt að fara að moka ofan í holuna aftur. Við ákváðum því að halda áfram með verkið,“ segir Ámundi Brynjólfsson, skrifstofustjóri mannvirkjaskrifstofu Reykjavíkurborgar. „Þetta er ömurlegt, lóðin er mjög lítil og það er lítið sigrúm fyrir börnin á lóðinni. Við erum mjög hissa á því að ráðist hafi verið í jarðvegsvinnuna strax þegar teikningarnar voru ekki einu sinni tilbúnar,“ segir Dalla. Áætlað er að bygging viðbyggingarinnar hefjist eftir áramót og taki eitt og hálft ár í smíðum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira