Þrettán ára brýtur blað í skáksögu landsins Sveinn Arnarsson skrifar 28. nóvember 2016 07:00 Vignir Vatnar að tafli í Runavík í Færeyjum. Hann tefldi afar vel á mótinu. Mynd/Gunnar Björnsson Vignir Vatnar Stefánsson náði þeim merka áfanga að vera yngsti íslenski skákmaðurinn til að ná yfir 2.400 skákstig. Því náði hann í gær með góðu jafntefli í níundu umferð alþjóðlegs skákmóts sem fram fer í Runavík í Færeyjum. Forseti skáksambandsins segir hann vera farinn að banka á dyrnar. Vignir Vatnar Stefánsson er fæddur árið 2003 og er því 13 ára gamall. Jafnteflið í gær, í lokaumferð mótsins, var einkar snoturt gegn sterkum dönskum alþjóðlegum meistara, Símoni Bekker-Jensen.Gunnar BjörnssonEnginn annar íslenskur skákmaður hefur náð svo hátt á alþjóðlega stigalistanum aðeins 13 ára gamall. Þó er vert að hafa í huga að skákstig eru örlítið hærri nú en þau voru hér áður fyrr svo það gæti spilað einhverja rullu. Þrátt fyrir það telst þetta mikið afrek fyrir svo ungan skákmann. „Ég er eiginlega í pínulitlu sjokki að hafa náð þessu á þessu móti,“ segir Vignir Vatnar, þegar fréttamaður náði tali af honum stuttu eftir skákina. Þá hafði hann komið sér upp á hótel og leyfði sér að slaka á. „Ég sá á andstæðingi mínum að hann var ekki par sáttur við stöðuna svo ég leyfði mér að leika áfram. Svo þurfti hann að þráskáka mig mjög snemma til að fá ekki mun verri byrjun,“ sagði Vignir. „Þetta eru auðvitað góð tíðindi fyrir skákina og flott fyrir hann,“ segir Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands íslands. „Nú er hann að einhverju leyti kominn upp að hlið þessara alþjóðlegu meistara sem við eigum og farinn að banka á dyrnar í landsliðsflokk á Skákþingi Íslands til að mynda.“ Að sögn Gunnars er mikilvægt að halda sér á jörðinni en með áframhaldandi þjálfun gæti hann orðið sterkur skákmaður. „Nú þarf bara að halda rétt á spöðunum og vera einbeittur. Hann getur orðið góður með réttum aga.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira
Vignir Vatnar Stefánsson náði þeim merka áfanga að vera yngsti íslenski skákmaðurinn til að ná yfir 2.400 skákstig. Því náði hann í gær með góðu jafntefli í níundu umferð alþjóðlegs skákmóts sem fram fer í Runavík í Færeyjum. Forseti skáksambandsins segir hann vera farinn að banka á dyrnar. Vignir Vatnar Stefánsson er fæddur árið 2003 og er því 13 ára gamall. Jafnteflið í gær, í lokaumferð mótsins, var einkar snoturt gegn sterkum dönskum alþjóðlegum meistara, Símoni Bekker-Jensen.Gunnar BjörnssonEnginn annar íslenskur skákmaður hefur náð svo hátt á alþjóðlega stigalistanum aðeins 13 ára gamall. Þó er vert að hafa í huga að skákstig eru örlítið hærri nú en þau voru hér áður fyrr svo það gæti spilað einhverja rullu. Þrátt fyrir það telst þetta mikið afrek fyrir svo ungan skákmann. „Ég er eiginlega í pínulitlu sjokki að hafa náð þessu á þessu móti,“ segir Vignir Vatnar, þegar fréttamaður náði tali af honum stuttu eftir skákina. Þá hafði hann komið sér upp á hótel og leyfði sér að slaka á. „Ég sá á andstæðingi mínum að hann var ekki par sáttur við stöðuna svo ég leyfði mér að leika áfram. Svo þurfti hann að þráskáka mig mjög snemma til að fá ekki mun verri byrjun,“ sagði Vignir. „Þetta eru auðvitað góð tíðindi fyrir skákina og flott fyrir hann,“ segir Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands íslands. „Nú er hann að einhverju leyti kominn upp að hlið þessara alþjóðlegu meistara sem við eigum og farinn að banka á dyrnar í landsliðsflokk á Skákþingi Íslands til að mynda.“ Að sögn Gunnars er mikilvægt að halda sér á jörðinni en með áframhaldandi þjálfun gæti hann orðið sterkur skákmaður. „Nú þarf bara að halda rétt á spöðunum og vera einbeittur. Hann getur orðið góður með réttum aga.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira