Landamæri glæpa þurrkast út Ásgeir Erlendsson skrifar 28. nóvember 2016 19:30 Ísland getur skipt jafn miklu máli og önnur lönd þegar kemur að alþjóðlegri brotastarfsemi. Þetta segir aðstoðarforstjóri Europol sem bendir á að með tilkomu flóknari netglæpa hafi landamæri horfið. Tengifulltrúi Íslands hjá stofnuninni segir menntun og tækniþáttinn hér heima vera akkilesarhæl þegar kemur að þessum nýju gerðum glæpa. Wil van Gemert, aðstoðarforstjóri Europol og Karl Steinar Valsson, tengifulltrúi Íslands hjá stofnuninni, héldu erindi á fundi lögreglu og tollgæslu á Grand hóteli í dag. Þar var farið yfir þær breytingar sem orðið hafa á skipulagðri brotastarfsemi, netglæpum, sem og annars konar glæpum í evrópu og hvernig Ísland geti brugðist við þróuninni. „Þið verðið að sætta ykkur við að brotastarfsemi fer nú fram í auknum mæli óháð landamærum.Landfræðilegir tálmar skipta engu máli lengur.Það skiptir jafnvel ekki máli lengur þótt ríki sé eyland. Hraði breytinganna og umfang þeirra eykst frá degi til dags. Það eykur vandann en það eru möguleikar í stöðunni fyrir löggæsluaðila.“ Segir Gemert. Fjármála- og netbrot hafi aukist til muna og þróast hratt á síðustu árum.Karl Steinar segir að Ísland sé á mörgum sviðum vel undirbúið að takast á við brot sem þessi og á öðrum sé hægt að gera betur. „Menntunarþátturinn og tækniþátturinn er svolítill akkilesarhæll. Við höfum mjög hæfa menn á mjög mörgum sviðum en það er rými til að bæta okkur líka. “ Segir Karl Steinar. Hann segir að sá tími sé liðinn að íslenska lögreglan geti undirbúið sig undir þess konar afbrot sem fór að bera á fyrir nokkrum árum í öðrum löndum. „Nú megum við raunverulega búast við nákvæmlega sömu brotunum hjá okkur á sama tíma og jafnvel áður en þau birtast í Evrópu. “ Gemert segir að miklu máli skipti að Ísland undirbúi sig sem best og skiptir engu hvaða brotaflokk um ræðir. „Þið verðið að hafa viðbúnað í öllum brotaflokkum, hvort sem um er að ræða Netglæpi, skipulagða glæpi eða hryðjuverk.“ Segir Gemert. Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Fleiri fréttir Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Sjá meira
Ísland getur skipt jafn miklu máli og önnur lönd þegar kemur að alþjóðlegri brotastarfsemi. Þetta segir aðstoðarforstjóri Europol sem bendir á að með tilkomu flóknari netglæpa hafi landamæri horfið. Tengifulltrúi Íslands hjá stofnuninni segir menntun og tækniþáttinn hér heima vera akkilesarhæl þegar kemur að þessum nýju gerðum glæpa. Wil van Gemert, aðstoðarforstjóri Europol og Karl Steinar Valsson, tengifulltrúi Íslands hjá stofnuninni, héldu erindi á fundi lögreglu og tollgæslu á Grand hóteli í dag. Þar var farið yfir þær breytingar sem orðið hafa á skipulagðri brotastarfsemi, netglæpum, sem og annars konar glæpum í evrópu og hvernig Ísland geti brugðist við þróuninni. „Þið verðið að sætta ykkur við að brotastarfsemi fer nú fram í auknum mæli óháð landamærum.Landfræðilegir tálmar skipta engu máli lengur.Það skiptir jafnvel ekki máli lengur þótt ríki sé eyland. Hraði breytinganna og umfang þeirra eykst frá degi til dags. Það eykur vandann en það eru möguleikar í stöðunni fyrir löggæsluaðila.“ Segir Gemert. Fjármála- og netbrot hafi aukist til muna og þróast hratt á síðustu árum.Karl Steinar segir að Ísland sé á mörgum sviðum vel undirbúið að takast á við brot sem þessi og á öðrum sé hægt að gera betur. „Menntunarþátturinn og tækniþátturinn er svolítill akkilesarhæll. Við höfum mjög hæfa menn á mjög mörgum sviðum en það er rými til að bæta okkur líka. “ Segir Karl Steinar. Hann segir að sá tími sé liðinn að íslenska lögreglan geti undirbúið sig undir þess konar afbrot sem fór að bera á fyrir nokkrum árum í öðrum löndum. „Nú megum við raunverulega búast við nákvæmlega sömu brotunum hjá okkur á sama tíma og jafnvel áður en þau birtast í Evrópu. “ Gemert segir að miklu máli skipti að Ísland undirbúi sig sem best og skiptir engu hvaða brotaflokk um ræðir. „Þið verðið að hafa viðbúnað í öllum brotaflokkum, hvort sem um er að ræða Netglæpi, skipulagða glæpi eða hryðjuverk.“ Segir Gemert.
Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Fleiri fréttir Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Sjá meira