Niðurrif 109 ára húss heimilað Garðar Örn Úlfarsson skrifar 10. nóvember 2016 07:00 "Við viljum að það sama gildi fyrir alla í hverfinu,“ segir Sölvi Sveinbjörnsson, einn nágrannanna sem mótmæltu breyttu deiliskipulagi fyrir Hellubraut 5 og 7. vísir/eyþór Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti í gær að leyfa niðurrif á 109 ára gömlu húsi og breytt deiliskipulag fyrir lóðirnar Hellubraut 5 og 7 sem gerir eigandanum kleift að byggja þar tvö mun stærri hús en áður var heimilt. Nágrannar í húsunum í kring gerðu margar athugasemdir við áformin en skipulagsfulltrúi bæjarins lagði til að breytingin yrði samþykkt og var það gert í gær. „Það hafa verið lagðar fram skuggavarpsmyndir og sneiðingar í byggðina sem sýna glögglega að fyrirhugað hús er lægra en núverandi hús sem verður rifið. Og það dregur úr skuggavarpi og eykur útsýni nærliggjandi húsa,“ sagði Ólafur Ingi Tómasson, formaður skipulagsráðs og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, sem er í meirihlutasamstarfi við Bjarta framtíð.Adda María Jóhannsdóttir úr Samfylkingu minnti á að meirihluti bæjarstjórnar hefði á síðasta kjörtímabili hafnað sambærilegri ósk húseigandans, meðal annars vegna þess að húsafriðunarnefnd taldi að varðveita ætti húsið til framtíðar. Við afgreiðslu málsins nú liggur hins vegar fyrir umsögn Minjastofnunar sem leggst ekki gegn niðurrifi hússins. „Mér er eiginlega ómögulegt að átta mig á því hvað hafi raunverulega breyst,“ sagði Adda María um þessu stefnubreytingu varðandi varðveislugildi hússins. Þá gagnrýndi hún að verið væri að deiliskipuleggja tvær lóðir inn á reit sem hafi verið deiliskipulagður fyrir aðeins fimm árum. Nýtingarhlutfall lóðarinnar væri aukið um 60 prósent miðað við það sem var í gildi fyrir 2011. „Þarna er erindi sem er búið að vera í kerfinu, það er að koma aftur, það er búið að vera lengi, þetta er sami eigandi, hann ætlar sér greinilega í gegn með þetta. Hann er að ná aðeins betri árangri núna. Ég velti fyrir mér bara yfir hvaða kaffibolla eða á hvaða holu þetta var ákveðið eða rætt,“ sagði Adda María og var þar að vísa til vinfengis húseigandans við Ólaf Inga bæjarfulltrúa og það að þeir leika golf saman og eru flokksbræður í Sjálfstæðisflokknum.Ólafur Ingi Tómasson.Ólafur Ingi lét þessari athugasemd ósvarað. Hann sagði hins vegar að til þess að nauðsynlegt hafi verið að breyta byggingarreitunum vegna staðsetningar gömlu húsanna. Auk einbýlishússins eru bílskúr og geymsla byggð 1940 og 1945 á lóðinni. Borghildur Sturludóttir arkitekt, bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar, sagði einnig að ekki hafi verið hægt að fylgja fyrra deiliskipulagi. „Við höfum verið að spyrja krítískra spurninga. Við teljum að verkefnið sem slíkt og það sem verið er að kynna okkur sé bara gott og sé sannfærandi á þessum stað,“ sagði Borghildur og vísaði til skipulagslaga. „Það má taka út lóðir og gera breytingar á þeim þegar reitur í gildi er til staðar.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti í gær að leyfa niðurrif á 109 ára gömlu húsi og breytt deiliskipulag fyrir lóðirnar Hellubraut 5 og 7 sem gerir eigandanum kleift að byggja þar tvö mun stærri hús en áður var heimilt. Nágrannar í húsunum í kring gerðu margar athugasemdir við áformin en skipulagsfulltrúi bæjarins lagði til að breytingin yrði samþykkt og var það gert í gær. „Það hafa verið lagðar fram skuggavarpsmyndir og sneiðingar í byggðina sem sýna glögglega að fyrirhugað hús er lægra en núverandi hús sem verður rifið. Og það dregur úr skuggavarpi og eykur útsýni nærliggjandi húsa,“ sagði Ólafur Ingi Tómasson, formaður skipulagsráðs og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, sem er í meirihlutasamstarfi við Bjarta framtíð.Adda María Jóhannsdóttir úr Samfylkingu minnti á að meirihluti bæjarstjórnar hefði á síðasta kjörtímabili hafnað sambærilegri ósk húseigandans, meðal annars vegna þess að húsafriðunarnefnd taldi að varðveita ætti húsið til framtíðar. Við afgreiðslu málsins nú liggur hins vegar fyrir umsögn Minjastofnunar sem leggst ekki gegn niðurrifi hússins. „Mér er eiginlega ómögulegt að átta mig á því hvað hafi raunverulega breyst,“ sagði Adda María um þessu stefnubreytingu varðandi varðveislugildi hússins. Þá gagnrýndi hún að verið væri að deiliskipuleggja tvær lóðir inn á reit sem hafi verið deiliskipulagður fyrir aðeins fimm árum. Nýtingarhlutfall lóðarinnar væri aukið um 60 prósent miðað við það sem var í gildi fyrir 2011. „Þarna er erindi sem er búið að vera í kerfinu, það er að koma aftur, það er búið að vera lengi, þetta er sami eigandi, hann ætlar sér greinilega í gegn með þetta. Hann er að ná aðeins betri árangri núna. Ég velti fyrir mér bara yfir hvaða kaffibolla eða á hvaða holu þetta var ákveðið eða rætt,“ sagði Adda María og var þar að vísa til vinfengis húseigandans við Ólaf Inga bæjarfulltrúa og það að þeir leika golf saman og eru flokksbræður í Sjálfstæðisflokknum.Ólafur Ingi Tómasson.Ólafur Ingi lét þessari athugasemd ósvarað. Hann sagði hins vegar að til þess að nauðsynlegt hafi verið að breyta byggingarreitunum vegna staðsetningar gömlu húsanna. Auk einbýlishússins eru bílskúr og geymsla byggð 1940 og 1945 á lóðinni. Borghildur Sturludóttir arkitekt, bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar, sagði einnig að ekki hafi verið hægt að fylgja fyrra deiliskipulagi. „Við höfum verið að spyrja krítískra spurninga. Við teljum að verkefnið sem slíkt og það sem verið er að kynna okkur sé bara gott og sé sannfærandi á þessum stað,“ sagði Borghildur og vísaði til skipulagslaga. „Það má taka út lóðir og gera breytingar á þeim þegar reitur í gildi er til staðar.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira