Hanning: Ekki frágengið að Dagur fari til Japans Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. nóvember 2016 13:30 Dagur Sigurðsson og Bob Hanning. Vísir/Getty Tveir íslenskir erlendra landsliða gætu kvatt landslið sín á HM í Frakklandi eftir áramót - Dagur Sigurðsson og Guðmundur Guðmundsson. Danska handknattleikssambandið tilkynnti í dag að Guðmundur muni hætta sem þjálfari danska liðsins þegar samningur hans við sambandið rennur út í sumar. Sjá einnig: Guðmundur hættir að þjálfa danska landsliðið Síðustu daga og vikur hefur einnig verið fjallað um stöðu Dags Sigurðssonar, þjálfara Evrópumeistara Þýskalands. Sjálfur hefur Dagur sagt að hann sé að íhuga sína stöðu en að engin ákvörðun hefur verið tekin. Engu að síður fullyrða fjölmiðlar í Þýskalandi að það liggi fyrir að Dagur hætti með þýska liðið í sumar og að hann taki þá við landsliði Japan, sem verður gestgjafi á Ólympíuleikunum í Tókýó árið 2020. Báðir þjálfarar náðu frábærum árangri á Ólympíuleikunum í Ríó í sumar. Guðmundur vann gull með Dönum og Dagur brons með Þjóðverjum. Sjá einnig: Segja Dag taka við japanska landsliðinu „Það er rangt að það sé ákveðið að hann fari til Japans,“ sagði Bob Hanning, varaforseti þýska handknattleikssambandsins, við fréttaveituna DPA í dag. Hanning viðurkennir þó að Japan komi til greina enda þekkir Dagur vel til þar í landi eftir að hafa verið spilandi þjálfari hjá Wakunaga Hiroshima frá 2000 til 2003. Dagur hefur einnig verið orðaður við stórliðin PSG í Frakklandi og Veszprem í Ungverjalandi. „Ég myndi fá þýsku úrvalsdeildina í lið með mér og berjast um að halda Degi ef hann færi til annað þeirra liða,“ sagði Hanning. „En þegar kemur að því lífsplönum Dags þá get ég ekkert gert við því. Ákvörðunin um Japan snýst á engan hátt um peninga,“ sagði hann enn fremur. Hanning hefur viðurkennt að þýska sambandið sé byrjað að líta í kringum sig á eftir mögulegum arftökum Dags en að þjálfarinn íslenski hafi til loka mánaðarins að ákveða hvort hann ætli að halda áfram til 2020 eða segja samningnum sínum upp í sumar. Handbolti Tengdar fréttir Þýskir fjölmiðlar: Dagur gæti hætt næsta sumar Viðræður um áframhaldandi samstarf fram yfir Ólympíuleikana 2020 eru í gangi. En Dagur gæti gengið frá borði næsta sumar. 26. október 2016 09:30 Sport1: Dagur gæti fengið 75 milljónir í árslaun hjá PSG Þýskir fjölmiðlar fullyrða að Dagur Sigurðsson geti tvöfaldað laun sín hjá franska stórliðinu PSG. 27. október 2016 12:00 Guðmundur hættir að þjálfa danska landsliðið Ólympíumeistarinn endurnýjar ekki samninginn við danska handknattleikssambandið. 8. nóvember 2016 10:20 Segja Dag taka við japanska landsliðinu Flytur heim til Íslands vegna fjölskylduaðstæðna og flýgur á milli. 8. nóvember 2016 08:00 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira
Tveir íslenskir erlendra landsliða gætu kvatt landslið sín á HM í Frakklandi eftir áramót - Dagur Sigurðsson og Guðmundur Guðmundsson. Danska handknattleikssambandið tilkynnti í dag að Guðmundur muni hætta sem þjálfari danska liðsins þegar samningur hans við sambandið rennur út í sumar. Sjá einnig: Guðmundur hættir að þjálfa danska landsliðið Síðustu daga og vikur hefur einnig verið fjallað um stöðu Dags Sigurðssonar, þjálfara Evrópumeistara Þýskalands. Sjálfur hefur Dagur sagt að hann sé að íhuga sína stöðu en að engin ákvörðun hefur verið tekin. Engu að síður fullyrða fjölmiðlar í Þýskalandi að það liggi fyrir að Dagur hætti með þýska liðið í sumar og að hann taki þá við landsliði Japan, sem verður gestgjafi á Ólympíuleikunum í Tókýó árið 2020. Báðir þjálfarar náðu frábærum árangri á Ólympíuleikunum í Ríó í sumar. Guðmundur vann gull með Dönum og Dagur brons með Þjóðverjum. Sjá einnig: Segja Dag taka við japanska landsliðinu „Það er rangt að það sé ákveðið að hann fari til Japans,“ sagði Bob Hanning, varaforseti þýska handknattleikssambandsins, við fréttaveituna DPA í dag. Hanning viðurkennir þó að Japan komi til greina enda þekkir Dagur vel til þar í landi eftir að hafa verið spilandi þjálfari hjá Wakunaga Hiroshima frá 2000 til 2003. Dagur hefur einnig verið orðaður við stórliðin PSG í Frakklandi og Veszprem í Ungverjalandi. „Ég myndi fá þýsku úrvalsdeildina í lið með mér og berjast um að halda Degi ef hann færi til annað þeirra liða,“ sagði Hanning. „En þegar kemur að því lífsplönum Dags þá get ég ekkert gert við því. Ákvörðunin um Japan snýst á engan hátt um peninga,“ sagði hann enn fremur. Hanning hefur viðurkennt að þýska sambandið sé byrjað að líta í kringum sig á eftir mögulegum arftökum Dags en að þjálfarinn íslenski hafi til loka mánaðarins að ákveða hvort hann ætli að halda áfram til 2020 eða segja samningnum sínum upp í sumar.
Handbolti Tengdar fréttir Þýskir fjölmiðlar: Dagur gæti hætt næsta sumar Viðræður um áframhaldandi samstarf fram yfir Ólympíuleikana 2020 eru í gangi. En Dagur gæti gengið frá borði næsta sumar. 26. október 2016 09:30 Sport1: Dagur gæti fengið 75 milljónir í árslaun hjá PSG Þýskir fjölmiðlar fullyrða að Dagur Sigurðsson geti tvöfaldað laun sín hjá franska stórliðinu PSG. 27. október 2016 12:00 Guðmundur hættir að þjálfa danska landsliðið Ólympíumeistarinn endurnýjar ekki samninginn við danska handknattleikssambandið. 8. nóvember 2016 10:20 Segja Dag taka við japanska landsliðinu Flytur heim til Íslands vegna fjölskylduaðstæðna og flýgur á milli. 8. nóvember 2016 08:00 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira
Þýskir fjölmiðlar: Dagur gæti hætt næsta sumar Viðræður um áframhaldandi samstarf fram yfir Ólympíuleikana 2020 eru í gangi. En Dagur gæti gengið frá borði næsta sumar. 26. október 2016 09:30
Sport1: Dagur gæti fengið 75 milljónir í árslaun hjá PSG Þýskir fjölmiðlar fullyrða að Dagur Sigurðsson geti tvöfaldað laun sín hjá franska stórliðinu PSG. 27. október 2016 12:00
Guðmundur hættir að þjálfa danska landsliðið Ólympíumeistarinn endurnýjar ekki samninginn við danska handknattleikssambandið. 8. nóvember 2016 10:20
Segja Dag taka við japanska landsliðinu Flytur heim til Íslands vegna fjölskylduaðstæðna og flýgur á milli. 8. nóvember 2016 08:00