Guðmundur: Getur vel farið svo að ég hætti í handbolta Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. nóvember 2016 14:00 Guðmundur fagnar hér gullverðlaunin á ÓL í Ríó í ágúst. vísir/getty „Þetta var mjög erfið ákvörðun og ég var búinn að velta þessu lengi fyrir mér,“ segir Guðmundur Þórður Guðmundsson í samtali við Vísi en það var tilkynnt í morgun að hann muni hætta með danska landsliðið á næsta ári. Samningur Guðmundar við danska handknattleikssambandið rennur út þann 1. júlí á næsta ári og þá áætlar Guðmundur að stíga frá borði. „Það er ekki langt síðan ég tók þessa ákvörðun en ég hef verið að velta þessu fyrir mér síðan að Ólympíuleikunum lauk. Það er margt jákvætt við starfið og því er erfitt að taka svona ákvörðun.“Sjá einnig: Valdabarátta í danska landsliðinu: Spurði hvort ætti að reka Guðmund daginn eftir úrslitaleikinn Guðmundur segist hafa verið að ræða við forkólfa danska sambandsins um framhaldið þó svo það hafi ekki verið formlegar samningaviðræður. „Ég mun ekki skýra það í þaula af hverju ég hætti. Maður fer auðvitað yfir sín mál og hvað maður vill gera í framtíðinni er maður tekur svona ákvörðun. Ég mat stöðuna þannig fyrir sjálfan mig að mig langar að gera aðra hluti.“Guðmundur í spjalli við dönsku pressuna.vísir/evaÞó svo Guðmundur hafi náð að landa gulli á Ólympíuleikunum með Dönum þá hefur gustað um hann í starfi. Starf hans var meðal annars sagt standa mjög tæpt fyrir leikana í Ríó. „Það er ekkert óeðlilegt í þessu starfi að það gusti aðeins um. Það eru gríðarlega miklar kröfur gerðar til liðsins og mín. Það er mikil umfjöllun um landsliðið og þá getur hún stundum verið svolítið ýkt. Ég get vel við unnið. Ég hef stýrt liðinu í 51 leik og aðeins tapað átta. Ég held að þetta vinningshlutfall teljist nokkuð gott. Ég er stoltur af mínu starfi.“Sjá einnig: Guðmundur hafði ekkert að gera með afsögn Wilbek Stóri stormurinn kom þó eftir leikana í Ríó er danskir miðlar fóru að greina frá því að Ulrik Wilbek, fyrrum landsliðsþjálfari Danmerkur, hefði reynt að bola Guðmundi úr starfi meðan á leikunum stóð. Sá hasar endaði með því að Wilbek varð að víkja úr starfi sem íþróttastjóri danska handknattleikssambandsins. „Það mál hafði áhrif á ákvörðunina. Ég verð að segja það alveg eins og er. Ég mun annars ekki tjá mig frekar um það mál. Ég hef annars átt mjög gott samstarf við leikmenn sem hafa staðið með mér oftar en einu sinni. Það skiptir mig öllu máli,“ segir Guðmundur en býst hann við því að klára samninginn þar sem þessi ákvörðun er tekin svona löngu áður en samningurinn rennur út? „Ég býst við því að klára samninginn. Frá minni hendi er það ekkert vandamál. Ég lenti í þessu sama hjá Rhein-Neckar Löwen áður en ég kom hingað og það hafði engin áhrif. Ég mun halda áfram að vinna eins og ég hef alltaf gert. Þannig vinna fagmenn.“Guðmundur er hann stýrði Rhein-Neckar Löwen.vísir/gettyGuðmundur segist ekki vera búinn að ráða sig í aðra vinnu og framhaldið er algjörlega óráðið hjá honum. Svo gæti hreinlega farið að hann hætti í handboltaheiminum og snúi sér að öðru. „Ég er opinn fyrir ýmsu. Ég mun skoða hvað kemur til mín úr handboltaheiminum en það gæti líka vel farið svo að ég hætti í handbolta. Ég er opinn fyrir því að skoða stjórnundarstöður og jafnvel hjá einhverju fyrirtæki á Íslandi. Það er samt ekkert á borðinu hjá mér núna sem er ekki óeðlilegt þar sem þetta kom bara út núna. Ég mun skoða allt.“Enginn handboltaleiði Guðmundur og fjölskylda hafa búið á Íslandi allan þann tíma sem hann hefur stýrt danska landsliðinu og er ekkert fararsnið á þeim. Þjálfarinn segir að það sé þó ekki kominn neinn handboltaleiði í hann. „Ég get ekki sagt það. Ég var að koma úr tveimur leikjum með danska liðinu og ég nýt mín alltaf á hliðarlínunni. Þá var ég samt búinn að taka ákvörðun. Þá fann ég að ég nýt þess enn að þjálfa,“ segir Guðmundur en hann hefur þjálfað bæði félags- og landslið. Hvort heillar hann meira að gera í framtíðinni fari svo að hann verði áfram í handboltanum? „Það er mjög góð spurning. Það fer eiginlega eftir því hvaða lið er um að ræða. Ég er opinn fyrir hvoru tveggja. Þetta hefur allt sína kosti og galla. Þetta myndi því snúast meira um liðið.“ Guðmundur er hugsanlega ekki eini íslenski þjálfarinn sem er að yfirgefa landslið. Dagur Sigurðsson er nefnilega sagður vera á förum frá þýska landsliðinu. Myndi það heilla Guðmund að stýra þýska landsliðinu? „Ég hef ekkert velt því fyrir mér. Ég mun bara skoða það sem kemur til mín en ég hef ekki velt þýska liðinu neitt fyrir mér enda er ég nýbúinn að taka ákvörðun um framhaldið hjá Dönum.“ Handbolti Tengdar fréttir Nýtti reynslu sína frá úrslitaleik Íslands 2008 Guðmundur Guðmundsson náði sögulegu afreki í gær þegar hann gerði danska handboltalandsliðið að Ólympíumeisturum . Allir íslensku þjálfararnir þrír á Ólympíuleikunum í Ríó skiluðu sínum liðum í verðlaunasæti á leikunum. Lið Þóris Hergeirssonar og Dags Sigurðssonar unnu bæði bronsleikinn með sannfærandi hætti. 22. ágúst 2016 06:00 Umfjöllun og myndir: Danmörk-Frakkland 28-26 | Guðmundur gerði Dani að Ólympíumeisturum Guðmundur Guðmundsson gerði Dani í kvöld að Ólympíumeisturum í handbolta en Danir unnu þá Ólympíumeistara síðustu tveggja leika, Frakka, með tveggja marka mun. 21. ágúst 2016 18:30 Gullmundur fékk gullmedalíu við heimkomuna | Myndband Guðmundur Guðmundsson, sem Danir kalla nú Gullmund, fékk engan verðlaunapening á ÓL frekar en þegar hann nældi í silfur með íslenska landsliðinu í Peking. 23. ágúst 2016 22:40 Wilbek: Nú veit ég hverjir eru vinir mínir Ulrik Wilbek, fyrrum landsliðsþjálfari Dana, varð uppvís af ótrúlegri hegðun á ÓL í Ríó er hann reyndi að láta reka Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara þó svo Guðmundur hefði unnið gullverðlaun með Dönum. 31. október 2016 10:00 Guðmundur hættir að þjálfa danska landsliðið Ólympíumeistarinn endurnýjar ekki samninginn við danska handknattleikssambandið. 8. nóvember 2016 10:20 TV2 í Danmörku: Leikmenn björguðu starfi Guðmundar í Ríó Guðmundur Guðmundsson gerði Danmörku að Ólympíumeisturum í Ríó en starf hans hékk á bláþræði ef marka má frétt TV2 í Danmörku. 26. ágúst 2016 14:34 Þetta sagði Guðmundur við dönsku strákana fyrir sigurinn á Frökkum Guðmundur Guðmundsson gerði Dani að Ólympíumeisturum í kvöld eftir sigur á Frökkum í úrslitaleik á Ólympíuleikunum í Ríó. 21. ágúst 2016 20:19 Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Sjá meira
„Þetta var mjög erfið ákvörðun og ég var búinn að velta þessu lengi fyrir mér,“ segir Guðmundur Þórður Guðmundsson í samtali við Vísi en það var tilkynnt í morgun að hann muni hætta með danska landsliðið á næsta ári. Samningur Guðmundar við danska handknattleikssambandið rennur út þann 1. júlí á næsta ári og þá áætlar Guðmundur að stíga frá borði. „Það er ekki langt síðan ég tók þessa ákvörðun en ég hef verið að velta þessu fyrir mér síðan að Ólympíuleikunum lauk. Það er margt jákvætt við starfið og því er erfitt að taka svona ákvörðun.“Sjá einnig: Valdabarátta í danska landsliðinu: Spurði hvort ætti að reka Guðmund daginn eftir úrslitaleikinn Guðmundur segist hafa verið að ræða við forkólfa danska sambandsins um framhaldið þó svo það hafi ekki verið formlegar samningaviðræður. „Ég mun ekki skýra það í þaula af hverju ég hætti. Maður fer auðvitað yfir sín mál og hvað maður vill gera í framtíðinni er maður tekur svona ákvörðun. Ég mat stöðuna þannig fyrir sjálfan mig að mig langar að gera aðra hluti.“Guðmundur í spjalli við dönsku pressuna.vísir/evaÞó svo Guðmundur hafi náð að landa gulli á Ólympíuleikunum með Dönum þá hefur gustað um hann í starfi. Starf hans var meðal annars sagt standa mjög tæpt fyrir leikana í Ríó. „Það er ekkert óeðlilegt í þessu starfi að það gusti aðeins um. Það eru gríðarlega miklar kröfur gerðar til liðsins og mín. Það er mikil umfjöllun um landsliðið og þá getur hún stundum verið svolítið ýkt. Ég get vel við unnið. Ég hef stýrt liðinu í 51 leik og aðeins tapað átta. Ég held að þetta vinningshlutfall teljist nokkuð gott. Ég er stoltur af mínu starfi.“Sjá einnig: Guðmundur hafði ekkert að gera með afsögn Wilbek Stóri stormurinn kom þó eftir leikana í Ríó er danskir miðlar fóru að greina frá því að Ulrik Wilbek, fyrrum landsliðsþjálfari Danmerkur, hefði reynt að bola Guðmundi úr starfi meðan á leikunum stóð. Sá hasar endaði með því að Wilbek varð að víkja úr starfi sem íþróttastjóri danska handknattleikssambandsins. „Það mál hafði áhrif á ákvörðunina. Ég verð að segja það alveg eins og er. Ég mun annars ekki tjá mig frekar um það mál. Ég hef annars átt mjög gott samstarf við leikmenn sem hafa staðið með mér oftar en einu sinni. Það skiptir mig öllu máli,“ segir Guðmundur en býst hann við því að klára samninginn þar sem þessi ákvörðun er tekin svona löngu áður en samningurinn rennur út? „Ég býst við því að klára samninginn. Frá minni hendi er það ekkert vandamál. Ég lenti í þessu sama hjá Rhein-Neckar Löwen áður en ég kom hingað og það hafði engin áhrif. Ég mun halda áfram að vinna eins og ég hef alltaf gert. Þannig vinna fagmenn.“Guðmundur er hann stýrði Rhein-Neckar Löwen.vísir/gettyGuðmundur segist ekki vera búinn að ráða sig í aðra vinnu og framhaldið er algjörlega óráðið hjá honum. Svo gæti hreinlega farið að hann hætti í handboltaheiminum og snúi sér að öðru. „Ég er opinn fyrir ýmsu. Ég mun skoða hvað kemur til mín úr handboltaheiminum en það gæti líka vel farið svo að ég hætti í handbolta. Ég er opinn fyrir því að skoða stjórnundarstöður og jafnvel hjá einhverju fyrirtæki á Íslandi. Það er samt ekkert á borðinu hjá mér núna sem er ekki óeðlilegt þar sem þetta kom bara út núna. Ég mun skoða allt.“Enginn handboltaleiði Guðmundur og fjölskylda hafa búið á Íslandi allan þann tíma sem hann hefur stýrt danska landsliðinu og er ekkert fararsnið á þeim. Þjálfarinn segir að það sé þó ekki kominn neinn handboltaleiði í hann. „Ég get ekki sagt það. Ég var að koma úr tveimur leikjum með danska liðinu og ég nýt mín alltaf á hliðarlínunni. Þá var ég samt búinn að taka ákvörðun. Þá fann ég að ég nýt þess enn að þjálfa,“ segir Guðmundur en hann hefur þjálfað bæði félags- og landslið. Hvort heillar hann meira að gera í framtíðinni fari svo að hann verði áfram í handboltanum? „Það er mjög góð spurning. Það fer eiginlega eftir því hvaða lið er um að ræða. Ég er opinn fyrir hvoru tveggja. Þetta hefur allt sína kosti og galla. Þetta myndi því snúast meira um liðið.“ Guðmundur er hugsanlega ekki eini íslenski þjálfarinn sem er að yfirgefa landslið. Dagur Sigurðsson er nefnilega sagður vera á förum frá þýska landsliðinu. Myndi það heilla Guðmund að stýra þýska landsliðinu? „Ég hef ekkert velt því fyrir mér. Ég mun bara skoða það sem kemur til mín en ég hef ekki velt þýska liðinu neitt fyrir mér enda er ég nýbúinn að taka ákvörðun um framhaldið hjá Dönum.“
Handbolti Tengdar fréttir Nýtti reynslu sína frá úrslitaleik Íslands 2008 Guðmundur Guðmundsson náði sögulegu afreki í gær þegar hann gerði danska handboltalandsliðið að Ólympíumeisturum . Allir íslensku þjálfararnir þrír á Ólympíuleikunum í Ríó skiluðu sínum liðum í verðlaunasæti á leikunum. Lið Þóris Hergeirssonar og Dags Sigurðssonar unnu bæði bronsleikinn með sannfærandi hætti. 22. ágúst 2016 06:00 Umfjöllun og myndir: Danmörk-Frakkland 28-26 | Guðmundur gerði Dani að Ólympíumeisturum Guðmundur Guðmundsson gerði Dani í kvöld að Ólympíumeisturum í handbolta en Danir unnu þá Ólympíumeistara síðustu tveggja leika, Frakka, með tveggja marka mun. 21. ágúst 2016 18:30 Gullmundur fékk gullmedalíu við heimkomuna | Myndband Guðmundur Guðmundsson, sem Danir kalla nú Gullmund, fékk engan verðlaunapening á ÓL frekar en þegar hann nældi í silfur með íslenska landsliðinu í Peking. 23. ágúst 2016 22:40 Wilbek: Nú veit ég hverjir eru vinir mínir Ulrik Wilbek, fyrrum landsliðsþjálfari Dana, varð uppvís af ótrúlegri hegðun á ÓL í Ríó er hann reyndi að láta reka Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara þó svo Guðmundur hefði unnið gullverðlaun með Dönum. 31. október 2016 10:00 Guðmundur hættir að þjálfa danska landsliðið Ólympíumeistarinn endurnýjar ekki samninginn við danska handknattleikssambandið. 8. nóvember 2016 10:20 TV2 í Danmörku: Leikmenn björguðu starfi Guðmundar í Ríó Guðmundur Guðmundsson gerði Danmörku að Ólympíumeisturum í Ríó en starf hans hékk á bláþræði ef marka má frétt TV2 í Danmörku. 26. ágúst 2016 14:34 Þetta sagði Guðmundur við dönsku strákana fyrir sigurinn á Frökkum Guðmundur Guðmundsson gerði Dani að Ólympíumeisturum í kvöld eftir sigur á Frökkum í úrslitaleik á Ólympíuleikunum í Ríó. 21. ágúst 2016 20:19 Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Sjá meira
Nýtti reynslu sína frá úrslitaleik Íslands 2008 Guðmundur Guðmundsson náði sögulegu afreki í gær þegar hann gerði danska handboltalandsliðið að Ólympíumeisturum . Allir íslensku þjálfararnir þrír á Ólympíuleikunum í Ríó skiluðu sínum liðum í verðlaunasæti á leikunum. Lið Þóris Hergeirssonar og Dags Sigurðssonar unnu bæði bronsleikinn með sannfærandi hætti. 22. ágúst 2016 06:00
Umfjöllun og myndir: Danmörk-Frakkland 28-26 | Guðmundur gerði Dani að Ólympíumeisturum Guðmundur Guðmundsson gerði Dani í kvöld að Ólympíumeisturum í handbolta en Danir unnu þá Ólympíumeistara síðustu tveggja leika, Frakka, með tveggja marka mun. 21. ágúst 2016 18:30
Gullmundur fékk gullmedalíu við heimkomuna | Myndband Guðmundur Guðmundsson, sem Danir kalla nú Gullmund, fékk engan verðlaunapening á ÓL frekar en þegar hann nældi í silfur með íslenska landsliðinu í Peking. 23. ágúst 2016 22:40
Wilbek: Nú veit ég hverjir eru vinir mínir Ulrik Wilbek, fyrrum landsliðsþjálfari Dana, varð uppvís af ótrúlegri hegðun á ÓL í Ríó er hann reyndi að láta reka Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara þó svo Guðmundur hefði unnið gullverðlaun með Dönum. 31. október 2016 10:00
Guðmundur hættir að þjálfa danska landsliðið Ólympíumeistarinn endurnýjar ekki samninginn við danska handknattleikssambandið. 8. nóvember 2016 10:20
TV2 í Danmörku: Leikmenn björguðu starfi Guðmundar í Ríó Guðmundur Guðmundsson gerði Danmörku að Ólympíumeisturum í Ríó en starf hans hékk á bláþræði ef marka má frétt TV2 í Danmörku. 26. ágúst 2016 14:34
Þetta sagði Guðmundur við dönsku strákana fyrir sigurinn á Frökkum Guðmundur Guðmundsson gerði Dani að Ólympíumeisturum í kvöld eftir sigur á Frökkum í úrslitaleik á Ólympíuleikunum í Ríó. 21. ágúst 2016 20:19