Háskóli Íslands stefnir í 300 milljóna halla Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. nóvember 2016 07:00 Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir skólann hafa þurft að upplifa mikinn niðurskurð undanfarin ár. Það gangi ekki lengur. vísir/valli Háskóli Íslands verður að óbreyttu rekinn með 300 milljóna króna halla á þessu ári. Háskólaráð telur algjöra óvissu ríkja um framhaldið. Að óbreyttu geti Háskóli Íslands ekki staðið undir hlutverki sínu í íslensku samfélagi. Langvarandi undirfjármögnun háskólans muni hafa bein áhrif á grunnstoðir samfélagsins og draga jafnframt úr áhuga og möguleikum ungs fólks á að mennta sig og starfa á Íslandi. „Við erum búnir að vera í miklum niðurskurði á undanförnum árum og þetta bara gengur ekki lengur,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, í samtali við Fréttablaðið. Þrátt fyrir allan þann hallarekstur sem stefnir í þurfi að ráðast í ýmsar umbætur. „Þess vegna er staðan mjög erfið.“ Jón Atli fer ekki í neinar grafgötur með það að ályktun háskólaráðs sé beint að stjórnmálaflokkunum í viðræðum um myndun meirihluta. „Já, við erum að gera það og við fögnum því að stjórnmálamenn tóku málefni háskólanna til umfjöllunar í kosningabaráttunni og við teljum það gríðarlega mikilvægt að það gleymist ekki núna þegar farið er að mynda ríkisstjórn. Vegna þess að þetta er framtíð þjóðarinnar sem við erum að hugsa um fyrst og fremst,“ segir hann. Jón Atli bendir á að Íslendingar séu að ná Norðurlandaþjóðum í samanburði hvað varðar hlutfall þjóðarinnar sem sækir háskólamenntun. „Aðalatriðið er að standa vel við bakið á háskólastarfinu þannig að nemendurnir séu vel fjármagnaðir, ef svo má að orði komast,“ segir háskólarektor.Þurfa 1,5 milljarða Háskólar á Íslandi eru ekki jafn vel fjármagnaðir og háskólar í nágrannalöndunum, segir í ályktun háskólaráðs þar sem vísað er í skýrslur Efnahags- og framfarastofnunarinnar. „Mikilvægt er að stíga strax ákveðin skref í þá átt að bæta fjármögnun háskólanna með auknum fjárveitingum. Til að gera allra brýnustu leiðréttingar á reikniflokkum ólíkra námsgreina þarf Háskóli Íslands um 1,5 milljarða króna árið 2017,“ segir í ályktuninni og tekið er fram að núverandi reikniflokkaverð mennta- og menningarmálaráðuneytisins hamli eðlilegum og nauðsynlegum kennsluháttum við skólann. „Dregið hefur verið úr þjónustu við nemendur, álag á starfsfólk aukist til muna og þurft að fresta nauðsynlegri fjárfestingu í tækjum, búnaði og öðrum innviðum,“ eins og segir í ályktuninni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Háskólanemar vilja menntamál í forgang: „Fimm ár þangað til ég flyt út og kem ekki til baka“ Stúdentafélög allra háskóla á Íslandi hafa hleypt af stokkunum undirskriftasöfnun á þar sem þess er krafist að stjórnvöld setji menntamál í forgang. 14. október 2016 13:38 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína Sjá meira
Háskóli Íslands verður að óbreyttu rekinn með 300 milljóna króna halla á þessu ári. Háskólaráð telur algjöra óvissu ríkja um framhaldið. Að óbreyttu geti Háskóli Íslands ekki staðið undir hlutverki sínu í íslensku samfélagi. Langvarandi undirfjármögnun háskólans muni hafa bein áhrif á grunnstoðir samfélagsins og draga jafnframt úr áhuga og möguleikum ungs fólks á að mennta sig og starfa á Íslandi. „Við erum búnir að vera í miklum niðurskurði á undanförnum árum og þetta bara gengur ekki lengur,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, í samtali við Fréttablaðið. Þrátt fyrir allan þann hallarekstur sem stefnir í þurfi að ráðast í ýmsar umbætur. „Þess vegna er staðan mjög erfið.“ Jón Atli fer ekki í neinar grafgötur með það að ályktun háskólaráðs sé beint að stjórnmálaflokkunum í viðræðum um myndun meirihluta. „Já, við erum að gera það og við fögnum því að stjórnmálamenn tóku málefni háskólanna til umfjöllunar í kosningabaráttunni og við teljum það gríðarlega mikilvægt að það gleymist ekki núna þegar farið er að mynda ríkisstjórn. Vegna þess að þetta er framtíð þjóðarinnar sem við erum að hugsa um fyrst og fremst,“ segir hann. Jón Atli bendir á að Íslendingar séu að ná Norðurlandaþjóðum í samanburði hvað varðar hlutfall þjóðarinnar sem sækir háskólamenntun. „Aðalatriðið er að standa vel við bakið á háskólastarfinu þannig að nemendurnir séu vel fjármagnaðir, ef svo má að orði komast,“ segir háskólarektor.Þurfa 1,5 milljarða Háskólar á Íslandi eru ekki jafn vel fjármagnaðir og háskólar í nágrannalöndunum, segir í ályktun háskólaráðs þar sem vísað er í skýrslur Efnahags- og framfarastofnunarinnar. „Mikilvægt er að stíga strax ákveðin skref í þá átt að bæta fjármögnun háskólanna með auknum fjárveitingum. Til að gera allra brýnustu leiðréttingar á reikniflokkum ólíkra námsgreina þarf Háskóli Íslands um 1,5 milljarða króna árið 2017,“ segir í ályktuninni og tekið er fram að núverandi reikniflokkaverð mennta- og menningarmálaráðuneytisins hamli eðlilegum og nauðsynlegum kennsluháttum við skólann. „Dregið hefur verið úr þjónustu við nemendur, álag á starfsfólk aukist til muna og þurft að fresta nauðsynlegri fjárfestingu í tækjum, búnaði og öðrum innviðum,“ eins og segir í ályktuninni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Háskólanemar vilja menntamál í forgang: „Fimm ár þangað til ég flyt út og kem ekki til baka“ Stúdentafélög allra háskóla á Íslandi hafa hleypt af stokkunum undirskriftasöfnun á þar sem þess er krafist að stjórnvöld setji menntamál í forgang. 14. október 2016 13:38 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína Sjá meira
Háskólanemar vilja menntamál í forgang: „Fimm ár þangað til ég flyt út og kem ekki til baka“ Stúdentafélög allra háskóla á Íslandi hafa hleypt af stokkunum undirskriftasöfnun á þar sem þess er krafist að stjórnvöld setji menntamál í forgang. 14. október 2016 13:38