Háskólanemar vilja menntamál í forgang: „Fimm ár þangað til ég flyt út og kem ekki til baka“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. október 2016 13:38 Háskólanemar krefjast aðgerða. vísir/Ernir Stúdentafélög allra háskóla á Íslandi hafa hleypt af stokkunum undirskriftasöfnun á þar sem þess er krafist að stjórnvöld setji menntamál í forgang. Formenn stúdentafélaganna eru ómyrk í máli þegar kemur að menntamálum hér á landi. „Nemar finna fyrir lélegum kennsluháttum, nemendur eru allt að 500 saman í tímum hjá einum kennara,“ segir Kristófer Már Maronsson, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. „Það er ekki hægt að kenna 500 manns í einu og kenna þeim vel. Fólk er ekki virkt í kennslustundum líkt og það er í bestu háskólum heims.“ Vara stúdentafélögin við því að meðalframlag íslenska ríkisins á hvern ársnema í háskóla sé tæplega 1,3 milljónir króna en rúmlega 2,2 milljónum króna að meðaltali annars staðar á Norðurlöndum. Benda þau á að ekki sé gert ráð fyrir því að hækka framlagið hér á landi þrátt fyrir svo sé mælt fyrir um í aðgerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs. Krefjast stúdentafélögin að stjórnvöld setji menntamál í forgang og framfylgi fyrrgreindum markmiðum um fjármögnun háskólakerfisins með það að leiðarljósi að jafnmikið fjármagn fylgi hverjum háskólanema hér á landi og nemum annars staðar á Norðurlöndum árið 2020. Kristófer segir að háskólanemar líti ekki björtum augum á framtíð sína hér á landi og segir að allar líkur séu á því að hann muni flytja af landi brott fyrr en síðar. „Eins og staðan er í dag eru innan við fimm ár þangað til ég flyt út og ég er ekki á leiðinni til baka,“ segir Kristófer. „Það er voða lítil framtíð fyrir ungt fólk á Íslandi. Það er lítil framþróun hér á landi og lítið um þau störf sem ungt fólk vill vinna.“ Þessu vilja stúdentafélögin breyta og hafa þess vegna hafið undirskriftasöfnun sem afhenda á nýrri ríkisstjórn. Skoða má framtakið og skrifa undir á www.haskolarnir.is Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Sjá meira
Stúdentafélög allra háskóla á Íslandi hafa hleypt af stokkunum undirskriftasöfnun á þar sem þess er krafist að stjórnvöld setji menntamál í forgang. Formenn stúdentafélaganna eru ómyrk í máli þegar kemur að menntamálum hér á landi. „Nemar finna fyrir lélegum kennsluháttum, nemendur eru allt að 500 saman í tímum hjá einum kennara,“ segir Kristófer Már Maronsson, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. „Það er ekki hægt að kenna 500 manns í einu og kenna þeim vel. Fólk er ekki virkt í kennslustundum líkt og það er í bestu háskólum heims.“ Vara stúdentafélögin við því að meðalframlag íslenska ríkisins á hvern ársnema í háskóla sé tæplega 1,3 milljónir króna en rúmlega 2,2 milljónum króna að meðaltali annars staðar á Norðurlöndum. Benda þau á að ekki sé gert ráð fyrir því að hækka framlagið hér á landi þrátt fyrir svo sé mælt fyrir um í aðgerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs. Krefjast stúdentafélögin að stjórnvöld setji menntamál í forgang og framfylgi fyrrgreindum markmiðum um fjármögnun háskólakerfisins með það að leiðarljósi að jafnmikið fjármagn fylgi hverjum háskólanema hér á landi og nemum annars staðar á Norðurlöndum árið 2020. Kristófer segir að háskólanemar líti ekki björtum augum á framtíð sína hér á landi og segir að allar líkur séu á því að hann muni flytja af landi brott fyrr en síðar. „Eins og staðan er í dag eru innan við fimm ár þangað til ég flyt út og ég er ekki á leiðinni til baka,“ segir Kristófer. „Það er voða lítil framtíð fyrir ungt fólk á Íslandi. Það er lítil framþróun hér á landi og lítið um þau störf sem ungt fólk vill vinna.“ Þessu vilja stúdentafélögin breyta og hafa þess vegna hafið undirskriftasöfnun sem afhenda á nýrri ríkisstjórn. Skoða má framtakið og skrifa undir á www.haskolarnir.is
Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Sjá meira