Tuttugu þúsund tonn af malbiksafgöngum bíða endurvinnslu Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 18. nóvember 2016 07:00 Malbik fræst upp á Reykjavíkurflugvelli. Mynd/Sólveig Gísladóttir Geymslusvæðið og Hlaðbær Colas hófu framkvæmdir við losun malbiksafganga án tilskilinna leyfa og stöðvaði Hafnarfjarðarbær þær eftir skoðun. Lóðin sem um ræðir er að hluta grófjöfnuð og eru engar sérstakar mengunarráðstafanir til staðar á lóðinni. Síðasta ár hafa safnast upp um 20 þúsund tonn af malbiki til endurvinnslu og er engin útskolun olíuefna sjáanleg í jarðveginum í kringum malbikshauginn. Gert er ráð fyrir að efnið verði malað niður á þessu svæði í janúar til mars 2017. „Við töldum okkur hafa leyfi,“ segir Ástvaldur Óskarsson, framkvæmdastjóri Geymslusvæðisins, spurður um hvers vegna var farið af stað. „Málið er nú í umfjöllun hjá Hafnarfjarðarbæ. Það var gerð úttekt á þessu af verkfræðistofunni Eflu og nú er bærinn að vinna úr upplýsingunum og við bíðum á meðan,“ segir Ástvaldur. Hlaðbær-Colas hefur leyfi til að taka á móti og endurvinna malbik og hefur gert það um árabil á sinni lóð. Fyrirtækið hefur tekið við efni, verktökum að kostnaðarlausu með það í huga að endurvinna það í nýjar blöndur og spara þannig bik, steinefni og orku. En markaðir eru erfiðir þessa stundina og ekki hefur gengið sem skyldi að koma því á markað. Hefur efnið því safnast upp á lóð fyrirtækisins. Hlaðbær-Colas fékk leyfi hjá Geymslusvæðinu til að geyma efnið á lóð fyrirtækisins þangað til markaðurinn glæðist. Lóð Geymslusvæðisins er skilgreind sem iðnaðarlóð í gildandi aðalskipulagi Hafnarfjarðar. Sigþór Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hlaðbæjar-Colas, segir málið lykta af pólitík. Hann bendir á að vegna plássleysis geti fyrirtækið ekki lengur tekið við efni. „Það safnast meira upp en hefur náðst að nýta. Nú er loks verið að fara að skoða hvað er hægt að gera við allt þetta efni og vinnuhópur kominn á fót. Malbik er 100 prósent endurvinnanlegt og Ísland þarf að komast á þann stað sem aðrar þjóðir eru á gagnvart því að endurvinna malbik,“ segir Sigþór. Hópurinn samanstendur af malbikunarfyrirtækjum, Vegagerðinni, sveitarfélögum, Umhverfisstofnun og Sorpu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Geymslusvæðið og Hlaðbær Colas hófu framkvæmdir við losun malbiksafganga án tilskilinna leyfa og stöðvaði Hafnarfjarðarbær þær eftir skoðun. Lóðin sem um ræðir er að hluta grófjöfnuð og eru engar sérstakar mengunarráðstafanir til staðar á lóðinni. Síðasta ár hafa safnast upp um 20 þúsund tonn af malbiki til endurvinnslu og er engin útskolun olíuefna sjáanleg í jarðveginum í kringum malbikshauginn. Gert er ráð fyrir að efnið verði malað niður á þessu svæði í janúar til mars 2017. „Við töldum okkur hafa leyfi,“ segir Ástvaldur Óskarsson, framkvæmdastjóri Geymslusvæðisins, spurður um hvers vegna var farið af stað. „Málið er nú í umfjöllun hjá Hafnarfjarðarbæ. Það var gerð úttekt á þessu af verkfræðistofunni Eflu og nú er bærinn að vinna úr upplýsingunum og við bíðum á meðan,“ segir Ástvaldur. Hlaðbær-Colas hefur leyfi til að taka á móti og endurvinna malbik og hefur gert það um árabil á sinni lóð. Fyrirtækið hefur tekið við efni, verktökum að kostnaðarlausu með það í huga að endurvinna það í nýjar blöndur og spara þannig bik, steinefni og orku. En markaðir eru erfiðir þessa stundina og ekki hefur gengið sem skyldi að koma því á markað. Hefur efnið því safnast upp á lóð fyrirtækisins. Hlaðbær-Colas fékk leyfi hjá Geymslusvæðinu til að geyma efnið á lóð fyrirtækisins þangað til markaðurinn glæðist. Lóð Geymslusvæðisins er skilgreind sem iðnaðarlóð í gildandi aðalskipulagi Hafnarfjarðar. Sigþór Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hlaðbæjar-Colas, segir málið lykta af pólitík. Hann bendir á að vegna plássleysis geti fyrirtækið ekki lengur tekið við efni. „Það safnast meira upp en hefur náðst að nýta. Nú er loks verið að fara að skoða hvað er hægt að gera við allt þetta efni og vinnuhópur kominn á fót. Malbik er 100 prósent endurvinnanlegt og Ísland þarf að komast á þann stað sem aðrar þjóðir eru á gagnvart því að endurvinna malbik,“ segir Sigþór. Hópurinn samanstendur af malbikunarfyrirtækjum, Vegagerðinni, sveitarfélögum, Umhverfisstofnun og Sorpu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira