Segir hættu á að eyðileggja íslenskt sauðfé Una Sighvatsdóttir skrifar 19. nóvember 2016 19:00 Ísland er skuldbundið samkvæmt EES-samningnum til að heimilia innflutning á hráu kjöti frá ríkjum Evrópusambandsins. Þrátt fyrir þetta felldu stjórnvöld árið 2009 út úr frumvarpi til matvælalaga ákvæði þess efnis. Eftirlitsstofnun EFTA telur þetta vísvitandi og alvarlegt brot íslenskra stjórnvalda og héraðsdómur Reykjavíkur komst í gær að sömu niðurstöðu. Jón Bjarnason, þáverandi landbúnaðarráðherra, sem festi bannið í sessi á sínum tíma, situr engu að síður við sinn keip og segir Alþingi best til þess fallið að ákvarða hagsmuni íslensku þjóðarinnar. „Það er náttúrulega vísvitandi þegar Alþingi setur lög og fráleitt að nefna um brot í því samhengi," segir Jón. Hugsað til verndar einangruðu búfjárkyni Í þáverandi ríkisstjórn var Jón einn harðasti andstæðingur inngöngu Íslands í ESB, en hann þvertekur fyrir að andstaða við Evrópusamruna hafi ráðið för við lagasetninguna. „Þetta er ekkert tengt því. Þetta eru fyrst og fremst þeir hagsmunir að vernda íslenskt búfjárkyn, sauðféð okkar, geiturnar, hrossin og kýrnar. Þetta eru búfjárkyn sem hafa verið einangruð hér á Íslandi öldum saman og mjög viðkvæm fyrir sjúkdómum." Í áliti ESA segir að íslensk stjórnvöld hafi ekki sýnt fram á að núverandi fyrirkomulag megi réttlæta með þeim rökum að það sé nauðsynlegt til að vernda líf og heilsu manna og dýra. Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, sagði í samtali við fréttastofu í gær að innflutningsbannið sé lögleysa og einboðið að Alþingi taki það til baka. Jón telur að það væru mikil mistök.Alþingi æðra viðskiptasamningum „Vill hún sjá að allt sauðfé á Íslandi geti verið sett í þá áhættu að eyðileggjast vegna þeirra sjónarmiða að flytja inn hrátt, ófrosið kjöt? Hver vill taka þá áhættu? Ég held að þegar þingmenn fara að hugsa sinn gang og átta sig á hlutunum þá munu þeir standa áfram vörð um íslenska búfjárkyn, um íslensku sauðkindina, um hollustu og heilbrigði íslenskra matvara. Ég er alveg viss um það."En er Alþingi stætt á því svona í ljósi niðurstöðu bæði EFTA og núna héraðsdóms líka? „Nú var þetta bara ráðgefandi álit EFTA, en við verðum að muna eftir því að Alþingi er jú miklu æðra og löggjöf Alþingis miklu æðri heldur en einhverjir viðskiptasamningar," segir Jón. „Að sjálfsögðu gerum við samninga, en lögin setjum við og ef viðskiptasamningar einhverjir eru með þeim hætti að þeir ganga á svig við og gegn hagsmunum íslensku þjóðarinnar og lögum, þá þarf að skoða hvort það þurfi ekki að breyta viðkomandi viðskiptasamninga þannig að hann falli að íslenskum lögum. Við förum ekki að gefa eftir lagasetninguna til einhverra viðskiptastofnana." Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Sjá meira
Ísland er skuldbundið samkvæmt EES-samningnum til að heimilia innflutning á hráu kjöti frá ríkjum Evrópusambandsins. Þrátt fyrir þetta felldu stjórnvöld árið 2009 út úr frumvarpi til matvælalaga ákvæði þess efnis. Eftirlitsstofnun EFTA telur þetta vísvitandi og alvarlegt brot íslenskra stjórnvalda og héraðsdómur Reykjavíkur komst í gær að sömu niðurstöðu. Jón Bjarnason, þáverandi landbúnaðarráðherra, sem festi bannið í sessi á sínum tíma, situr engu að síður við sinn keip og segir Alþingi best til þess fallið að ákvarða hagsmuni íslensku þjóðarinnar. „Það er náttúrulega vísvitandi þegar Alþingi setur lög og fráleitt að nefna um brot í því samhengi," segir Jón. Hugsað til verndar einangruðu búfjárkyni Í þáverandi ríkisstjórn var Jón einn harðasti andstæðingur inngöngu Íslands í ESB, en hann þvertekur fyrir að andstaða við Evrópusamruna hafi ráðið för við lagasetninguna. „Þetta er ekkert tengt því. Þetta eru fyrst og fremst þeir hagsmunir að vernda íslenskt búfjárkyn, sauðféð okkar, geiturnar, hrossin og kýrnar. Þetta eru búfjárkyn sem hafa verið einangruð hér á Íslandi öldum saman og mjög viðkvæm fyrir sjúkdómum." Í áliti ESA segir að íslensk stjórnvöld hafi ekki sýnt fram á að núverandi fyrirkomulag megi réttlæta með þeim rökum að það sé nauðsynlegt til að vernda líf og heilsu manna og dýra. Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, sagði í samtali við fréttastofu í gær að innflutningsbannið sé lögleysa og einboðið að Alþingi taki það til baka. Jón telur að það væru mikil mistök.Alþingi æðra viðskiptasamningum „Vill hún sjá að allt sauðfé á Íslandi geti verið sett í þá áhættu að eyðileggjast vegna þeirra sjónarmiða að flytja inn hrátt, ófrosið kjöt? Hver vill taka þá áhættu? Ég held að þegar þingmenn fara að hugsa sinn gang og átta sig á hlutunum þá munu þeir standa áfram vörð um íslenska búfjárkyn, um íslensku sauðkindina, um hollustu og heilbrigði íslenskra matvara. Ég er alveg viss um það."En er Alþingi stætt á því svona í ljósi niðurstöðu bæði EFTA og núna héraðsdóms líka? „Nú var þetta bara ráðgefandi álit EFTA, en við verðum að muna eftir því að Alþingi er jú miklu æðra og löggjöf Alþingis miklu æðri heldur en einhverjir viðskiptasamningar," segir Jón. „Að sjálfsögðu gerum við samninga, en lögin setjum við og ef viðskiptasamningar einhverjir eru með þeim hætti að þeir ganga á svig við og gegn hagsmunum íslensku þjóðarinnar og lögum, þá þarf að skoða hvort það þurfi ekki að breyta viðkomandi viðskiptasamninga þannig að hann falli að íslenskum lögum. Við förum ekki að gefa eftir lagasetninguna til einhverra viðskiptastofnana."
Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Sjá meira