Segir hættu á að eyðileggja íslenskt sauðfé Una Sighvatsdóttir skrifar 19. nóvember 2016 19:00 Ísland er skuldbundið samkvæmt EES-samningnum til að heimilia innflutning á hráu kjöti frá ríkjum Evrópusambandsins. Þrátt fyrir þetta felldu stjórnvöld árið 2009 út úr frumvarpi til matvælalaga ákvæði þess efnis. Eftirlitsstofnun EFTA telur þetta vísvitandi og alvarlegt brot íslenskra stjórnvalda og héraðsdómur Reykjavíkur komst í gær að sömu niðurstöðu. Jón Bjarnason, þáverandi landbúnaðarráðherra, sem festi bannið í sessi á sínum tíma, situr engu að síður við sinn keip og segir Alþingi best til þess fallið að ákvarða hagsmuni íslensku þjóðarinnar. „Það er náttúrulega vísvitandi þegar Alþingi setur lög og fráleitt að nefna um brot í því samhengi," segir Jón. Hugsað til verndar einangruðu búfjárkyni Í þáverandi ríkisstjórn var Jón einn harðasti andstæðingur inngöngu Íslands í ESB, en hann þvertekur fyrir að andstaða við Evrópusamruna hafi ráðið för við lagasetninguna. „Þetta er ekkert tengt því. Þetta eru fyrst og fremst þeir hagsmunir að vernda íslenskt búfjárkyn, sauðféð okkar, geiturnar, hrossin og kýrnar. Þetta eru búfjárkyn sem hafa verið einangruð hér á Íslandi öldum saman og mjög viðkvæm fyrir sjúkdómum." Í áliti ESA segir að íslensk stjórnvöld hafi ekki sýnt fram á að núverandi fyrirkomulag megi réttlæta með þeim rökum að það sé nauðsynlegt til að vernda líf og heilsu manna og dýra. Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, sagði í samtali við fréttastofu í gær að innflutningsbannið sé lögleysa og einboðið að Alþingi taki það til baka. Jón telur að það væru mikil mistök.Alþingi æðra viðskiptasamningum „Vill hún sjá að allt sauðfé á Íslandi geti verið sett í þá áhættu að eyðileggjast vegna þeirra sjónarmiða að flytja inn hrátt, ófrosið kjöt? Hver vill taka þá áhættu? Ég held að þegar þingmenn fara að hugsa sinn gang og átta sig á hlutunum þá munu þeir standa áfram vörð um íslenska búfjárkyn, um íslensku sauðkindina, um hollustu og heilbrigði íslenskra matvara. Ég er alveg viss um það."En er Alþingi stætt á því svona í ljósi niðurstöðu bæði EFTA og núna héraðsdóms líka? „Nú var þetta bara ráðgefandi álit EFTA, en við verðum að muna eftir því að Alþingi er jú miklu æðra og löggjöf Alþingis miklu æðri heldur en einhverjir viðskiptasamningar," segir Jón. „Að sjálfsögðu gerum við samninga, en lögin setjum við og ef viðskiptasamningar einhverjir eru með þeim hætti að þeir ganga á svig við og gegn hagsmunum íslensku þjóðarinnar og lögum, þá þarf að skoða hvort það þurfi ekki að breyta viðkomandi viðskiptasamninga þannig að hann falli að íslenskum lögum. Við förum ekki að gefa eftir lagasetninguna til einhverra viðskiptastofnana." Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Ísland er skuldbundið samkvæmt EES-samningnum til að heimilia innflutning á hráu kjöti frá ríkjum Evrópusambandsins. Þrátt fyrir þetta felldu stjórnvöld árið 2009 út úr frumvarpi til matvælalaga ákvæði þess efnis. Eftirlitsstofnun EFTA telur þetta vísvitandi og alvarlegt brot íslenskra stjórnvalda og héraðsdómur Reykjavíkur komst í gær að sömu niðurstöðu. Jón Bjarnason, þáverandi landbúnaðarráðherra, sem festi bannið í sessi á sínum tíma, situr engu að síður við sinn keip og segir Alþingi best til þess fallið að ákvarða hagsmuni íslensku þjóðarinnar. „Það er náttúrulega vísvitandi þegar Alþingi setur lög og fráleitt að nefna um brot í því samhengi," segir Jón. Hugsað til verndar einangruðu búfjárkyni Í þáverandi ríkisstjórn var Jón einn harðasti andstæðingur inngöngu Íslands í ESB, en hann þvertekur fyrir að andstaða við Evrópusamruna hafi ráðið för við lagasetninguna. „Þetta er ekkert tengt því. Þetta eru fyrst og fremst þeir hagsmunir að vernda íslenskt búfjárkyn, sauðféð okkar, geiturnar, hrossin og kýrnar. Þetta eru búfjárkyn sem hafa verið einangruð hér á Íslandi öldum saman og mjög viðkvæm fyrir sjúkdómum." Í áliti ESA segir að íslensk stjórnvöld hafi ekki sýnt fram á að núverandi fyrirkomulag megi réttlæta með þeim rökum að það sé nauðsynlegt til að vernda líf og heilsu manna og dýra. Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, sagði í samtali við fréttastofu í gær að innflutningsbannið sé lögleysa og einboðið að Alþingi taki það til baka. Jón telur að það væru mikil mistök.Alþingi æðra viðskiptasamningum „Vill hún sjá að allt sauðfé á Íslandi geti verið sett í þá áhættu að eyðileggjast vegna þeirra sjónarmiða að flytja inn hrátt, ófrosið kjöt? Hver vill taka þá áhættu? Ég held að þegar þingmenn fara að hugsa sinn gang og átta sig á hlutunum þá munu þeir standa áfram vörð um íslenska búfjárkyn, um íslensku sauðkindina, um hollustu og heilbrigði íslenskra matvara. Ég er alveg viss um það."En er Alþingi stætt á því svona í ljósi niðurstöðu bæði EFTA og núna héraðsdóms líka? „Nú var þetta bara ráðgefandi álit EFTA, en við verðum að muna eftir því að Alþingi er jú miklu æðra og löggjöf Alþingis miklu æðri heldur en einhverjir viðskiptasamningar," segir Jón. „Að sjálfsögðu gerum við samninga, en lögin setjum við og ef viðskiptasamningar einhverjir eru með þeim hætti að þeir ganga á svig við og gegn hagsmunum íslensku þjóðarinnar og lögum, þá þarf að skoða hvort það þurfi ekki að breyta viðkomandi viðskiptasamninga þannig að hann falli að íslenskum lögum. Við förum ekki að gefa eftir lagasetninguna til einhverra viðskiptastofnana."
Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira