Segir hættu á að eyðileggja íslenskt sauðfé Una Sighvatsdóttir skrifar 19. nóvember 2016 19:00 Ísland er skuldbundið samkvæmt EES-samningnum til að heimilia innflutning á hráu kjöti frá ríkjum Evrópusambandsins. Þrátt fyrir þetta felldu stjórnvöld árið 2009 út úr frumvarpi til matvælalaga ákvæði þess efnis. Eftirlitsstofnun EFTA telur þetta vísvitandi og alvarlegt brot íslenskra stjórnvalda og héraðsdómur Reykjavíkur komst í gær að sömu niðurstöðu. Jón Bjarnason, þáverandi landbúnaðarráðherra, sem festi bannið í sessi á sínum tíma, situr engu að síður við sinn keip og segir Alþingi best til þess fallið að ákvarða hagsmuni íslensku þjóðarinnar. „Það er náttúrulega vísvitandi þegar Alþingi setur lög og fráleitt að nefna um brot í því samhengi," segir Jón. Hugsað til verndar einangruðu búfjárkyni Í þáverandi ríkisstjórn var Jón einn harðasti andstæðingur inngöngu Íslands í ESB, en hann þvertekur fyrir að andstaða við Evrópusamruna hafi ráðið för við lagasetninguna. „Þetta er ekkert tengt því. Þetta eru fyrst og fremst þeir hagsmunir að vernda íslenskt búfjárkyn, sauðféð okkar, geiturnar, hrossin og kýrnar. Þetta eru búfjárkyn sem hafa verið einangruð hér á Íslandi öldum saman og mjög viðkvæm fyrir sjúkdómum." Í áliti ESA segir að íslensk stjórnvöld hafi ekki sýnt fram á að núverandi fyrirkomulag megi réttlæta með þeim rökum að það sé nauðsynlegt til að vernda líf og heilsu manna og dýra. Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, sagði í samtali við fréttastofu í gær að innflutningsbannið sé lögleysa og einboðið að Alþingi taki það til baka. Jón telur að það væru mikil mistök.Alþingi æðra viðskiptasamningum „Vill hún sjá að allt sauðfé á Íslandi geti verið sett í þá áhættu að eyðileggjast vegna þeirra sjónarmiða að flytja inn hrátt, ófrosið kjöt? Hver vill taka þá áhættu? Ég held að þegar þingmenn fara að hugsa sinn gang og átta sig á hlutunum þá munu þeir standa áfram vörð um íslenska búfjárkyn, um íslensku sauðkindina, um hollustu og heilbrigði íslenskra matvara. Ég er alveg viss um það."En er Alþingi stætt á því svona í ljósi niðurstöðu bæði EFTA og núna héraðsdóms líka? „Nú var þetta bara ráðgefandi álit EFTA, en við verðum að muna eftir því að Alþingi er jú miklu æðra og löggjöf Alþingis miklu æðri heldur en einhverjir viðskiptasamningar," segir Jón. „Að sjálfsögðu gerum við samninga, en lögin setjum við og ef viðskiptasamningar einhverjir eru með þeim hætti að þeir ganga á svig við og gegn hagsmunum íslensku þjóðarinnar og lögum, þá þarf að skoða hvort það þurfi ekki að breyta viðkomandi viðskiptasamninga þannig að hann falli að íslenskum lögum. Við förum ekki að gefa eftir lagasetninguna til einhverra viðskiptastofnana." Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Ísland er skuldbundið samkvæmt EES-samningnum til að heimilia innflutning á hráu kjöti frá ríkjum Evrópusambandsins. Þrátt fyrir þetta felldu stjórnvöld árið 2009 út úr frumvarpi til matvælalaga ákvæði þess efnis. Eftirlitsstofnun EFTA telur þetta vísvitandi og alvarlegt brot íslenskra stjórnvalda og héraðsdómur Reykjavíkur komst í gær að sömu niðurstöðu. Jón Bjarnason, þáverandi landbúnaðarráðherra, sem festi bannið í sessi á sínum tíma, situr engu að síður við sinn keip og segir Alþingi best til þess fallið að ákvarða hagsmuni íslensku þjóðarinnar. „Það er náttúrulega vísvitandi þegar Alþingi setur lög og fráleitt að nefna um brot í því samhengi," segir Jón. Hugsað til verndar einangruðu búfjárkyni Í þáverandi ríkisstjórn var Jón einn harðasti andstæðingur inngöngu Íslands í ESB, en hann þvertekur fyrir að andstaða við Evrópusamruna hafi ráðið för við lagasetninguna. „Þetta er ekkert tengt því. Þetta eru fyrst og fremst þeir hagsmunir að vernda íslenskt búfjárkyn, sauðféð okkar, geiturnar, hrossin og kýrnar. Þetta eru búfjárkyn sem hafa verið einangruð hér á Íslandi öldum saman og mjög viðkvæm fyrir sjúkdómum." Í áliti ESA segir að íslensk stjórnvöld hafi ekki sýnt fram á að núverandi fyrirkomulag megi réttlæta með þeim rökum að það sé nauðsynlegt til að vernda líf og heilsu manna og dýra. Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, sagði í samtali við fréttastofu í gær að innflutningsbannið sé lögleysa og einboðið að Alþingi taki það til baka. Jón telur að það væru mikil mistök.Alþingi æðra viðskiptasamningum „Vill hún sjá að allt sauðfé á Íslandi geti verið sett í þá áhættu að eyðileggjast vegna þeirra sjónarmiða að flytja inn hrátt, ófrosið kjöt? Hver vill taka þá áhættu? Ég held að þegar þingmenn fara að hugsa sinn gang og átta sig á hlutunum þá munu þeir standa áfram vörð um íslenska búfjárkyn, um íslensku sauðkindina, um hollustu og heilbrigði íslenskra matvara. Ég er alveg viss um það."En er Alþingi stætt á því svona í ljósi niðurstöðu bæði EFTA og núna héraðsdóms líka? „Nú var þetta bara ráðgefandi álit EFTA, en við verðum að muna eftir því að Alþingi er jú miklu æðra og löggjöf Alþingis miklu æðri heldur en einhverjir viðskiptasamningar," segir Jón. „Að sjálfsögðu gerum við samninga, en lögin setjum við og ef viðskiptasamningar einhverjir eru með þeim hætti að þeir ganga á svig við og gegn hagsmunum íslensku þjóðarinnar og lögum, þá þarf að skoða hvort það þurfi ekki að breyta viðkomandi viðskiptasamninga þannig að hann falli að íslenskum lögum. Við förum ekki að gefa eftir lagasetninguna til einhverra viðskiptastofnana."
Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira