Borgarstjóri segir ákvörðun kjararáðs ganga fram af réttlætiskenndinni Heimir Már Pétursson skrifar 1. nóvember 2016 12:00 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er ekki par hrifinn af launahækkunum kjararáðs. visir/arnþór Borgarstjórinn í Reykjavík segir ákvörðun kjararáðs um hækkun launa þingmanna og ráðherra ganga fram af réttlætiskenndinni og skynseminni og sé bein ógn við þá stöðu sem ríki í samfélaginu. Hann skorar á nýtt þing að breyta þessari ákvörðun en ef það verði ekki gert muni Reykjavíkurborg ekki láta þessar hækkanir ganga yfir sig. Með bréfum til kjararáðs í október fyrir ári báðust bæði forsætisráðherra fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og forseti Alþingis fyrir hönd þingsins undan því að senda ráðinu greinargerð eða álit á því hver kjör ráðherra og þingmanna ættu að vera. Kjararáð hefði allar forsendur til að taka sjálfstæða ákvörðun í þeim efnum. Laun þingmanna og ráðherra hækkuðu síðast í júní og bætist ákvörðun kjararáðs frá því á kjördag ofan á þá hækkun. Samkvæmt henni hækka laun ráðherra og þingmanna frá og með gærdeginum en forseta Íslands frá deginum í dag. Laun forseta verða 2.895.000 á mánuði, forsætisráðherra að meðtöldu þingfararkaupi 2.021.825 krónur og annarra ráðherra 1.826.273 krónur. Laun þingmanna verða 1.101.194. Laun þingmanna hækka því um rúm 45 prósent með ákvörðun kjararáðs nú, ráðherra um 35 prósent og forseta Íslands um 20 prósent. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir þessar hækkanir ekki geta gengið, en laun hans taka mið af launum forsætisráðherra og laun borgarfulltrúa eru 70 prósent af þingfararlaunum. „Það gengur ekki að topparnir í samfélaginu fái allt aðrar hækkanir en þeir hafa sjálfir lagt línur um í nafni stöðugleika í kjaramálum. Þannig að ég skora á nýtt Alþingi og nýja ríkisstjórn að grípa þarna inn í. Þetta er grafalvarlegt. Í mínum huga er allt samstarf verkalýðshreyfingar og stjórnvalda í kjaramálum í uppnámi ef þetta stendur óbreytt,“ segir Dagur.Hefur áhrif á fleiri sveitarfélög en Reykjavík Önnur sveitarfélög miða laun bæjarfulltrúa einnig við þingfararlaun og eru laun bæjarfulltrúa allt frá 20 til 50 prósentum af þingfararlaunum. Ákvörðun kjararáðs hefur því að óbreyttu áhrif út fyrir Bessastaði, þing og ríkisstjórn. Borgarstjóri segir að borgin muni endurskoða tengingu launa hans og borgarfulltrúa við þingfararlaun og laun forsætisráðherra grípi Alþingi ekki í taumana. „Já, alveg augljóslega. Ég áskil mér allan rétt í til þess að við tökum okkar laun niður einhliða ef Alþingi og ríkisstjórn bregðast ekki við. En ég er ekki viss um að það dugi. Því þótt sveitarstjórnarstigið gæti ábyrgðar þá verða þingið og ríkisstjórnin að grípa þarna inn í. Annars verður enginn friður um næstu skref í kjaramálum, lífeyrismálum og allt tal um stöðugleika komið út í vindinn,“ segir borgarstjóri. Hann átti sig ekki á því hvaða veruleika kjararáð sé að miða með ákvörðun sinni. „Veruleikinn sem ég er að horfa á er að margir hafa lagt mikið á sig til að reyna að ná einhverju heildarsamhengi í kjaramálunum og hvernig kjaraþróunin er. Þetta er þvert á það og það er það sem einfaldlega ekki gengur. Þetta gengur fram af réttlætiskenndinni, þetta gengur fram af af skynseminni og er bein ógn við þá stöðu sem við erum í núna,“ segir Dagur B. Eggertsson. Kjararáð Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Sjá meira
Borgarstjórinn í Reykjavík segir ákvörðun kjararáðs um hækkun launa þingmanna og ráðherra ganga fram af réttlætiskenndinni og skynseminni og sé bein ógn við þá stöðu sem ríki í samfélaginu. Hann skorar á nýtt þing að breyta þessari ákvörðun en ef það verði ekki gert muni Reykjavíkurborg ekki láta þessar hækkanir ganga yfir sig. Með bréfum til kjararáðs í október fyrir ári báðust bæði forsætisráðherra fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og forseti Alþingis fyrir hönd þingsins undan því að senda ráðinu greinargerð eða álit á því hver kjör ráðherra og þingmanna ættu að vera. Kjararáð hefði allar forsendur til að taka sjálfstæða ákvörðun í þeim efnum. Laun þingmanna og ráðherra hækkuðu síðast í júní og bætist ákvörðun kjararáðs frá því á kjördag ofan á þá hækkun. Samkvæmt henni hækka laun ráðherra og þingmanna frá og með gærdeginum en forseta Íslands frá deginum í dag. Laun forseta verða 2.895.000 á mánuði, forsætisráðherra að meðtöldu þingfararkaupi 2.021.825 krónur og annarra ráðherra 1.826.273 krónur. Laun þingmanna verða 1.101.194. Laun þingmanna hækka því um rúm 45 prósent með ákvörðun kjararáðs nú, ráðherra um 35 prósent og forseta Íslands um 20 prósent. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir þessar hækkanir ekki geta gengið, en laun hans taka mið af launum forsætisráðherra og laun borgarfulltrúa eru 70 prósent af þingfararlaunum. „Það gengur ekki að topparnir í samfélaginu fái allt aðrar hækkanir en þeir hafa sjálfir lagt línur um í nafni stöðugleika í kjaramálum. Þannig að ég skora á nýtt Alþingi og nýja ríkisstjórn að grípa þarna inn í. Þetta er grafalvarlegt. Í mínum huga er allt samstarf verkalýðshreyfingar og stjórnvalda í kjaramálum í uppnámi ef þetta stendur óbreytt,“ segir Dagur.Hefur áhrif á fleiri sveitarfélög en Reykjavík Önnur sveitarfélög miða laun bæjarfulltrúa einnig við þingfararlaun og eru laun bæjarfulltrúa allt frá 20 til 50 prósentum af þingfararlaunum. Ákvörðun kjararáðs hefur því að óbreyttu áhrif út fyrir Bessastaði, þing og ríkisstjórn. Borgarstjóri segir að borgin muni endurskoða tengingu launa hans og borgarfulltrúa við þingfararlaun og laun forsætisráðherra grípi Alþingi ekki í taumana. „Já, alveg augljóslega. Ég áskil mér allan rétt í til þess að við tökum okkar laun niður einhliða ef Alþingi og ríkisstjórn bregðast ekki við. En ég er ekki viss um að það dugi. Því þótt sveitarstjórnarstigið gæti ábyrgðar þá verða þingið og ríkisstjórnin að grípa þarna inn í. Annars verður enginn friður um næstu skref í kjaramálum, lífeyrismálum og allt tal um stöðugleika komið út í vindinn,“ segir borgarstjóri. Hann átti sig ekki á því hvaða veruleika kjararáð sé að miða með ákvörðun sinni. „Veruleikinn sem ég er að horfa á er að margir hafa lagt mikið á sig til að reyna að ná einhverju heildarsamhengi í kjaramálunum og hvernig kjaraþróunin er. Þetta er þvert á það og það er það sem einfaldlega ekki gengur. Þetta gengur fram af réttlætiskenndinni, þetta gengur fram af af skynseminni og er bein ógn við þá stöðu sem við erum í núna,“ segir Dagur B. Eggertsson.
Kjararáð Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Sjá meira