Handbolti

Gunnar Steinn: Söknuður af reynsluboltunum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
„Þetta er hörkuverkefni gegn Tékkum og mjög knappur undirbúningur,“ segir Gunnar Steinn Jónsson sem verður með íslenska landsliðinu gegn Tékkum í kvöld.

Það er nokkuð breytt landslið sem spilar í kvöld frá liðinu á EM í janúar.

„Það er söknuður af þessum leikmönnum sem hafa borið uppi landsliðið í mörg ár. Svo verða einhvern tímann að koma breytingar og það er ágætis leið að taka inn unga stráka og gefa þeim hlutverk strax. Við erum nokkrir sem höfum komið inn á síðustu árum en ekki fengið stór hlutverk. Það er smá pláss núna fyrir mig þar sem Snorri Steinn er hættur og ég verð að nýta mín sénsa,“ segir Gunnar Steinn en er mikill munur á Geir sem þjálfara og Aroni Kristjánssyni?

„Geir er flottur. Ég þori ekki að segja annað. Aron var aðeins harðari taktískt en Geir hefur komið með aðeins nýjar áherslur. Við erum aðeins frjálsari og svo hefur hann breytt varnarleiknum aðeins líka. Geir, Óskar og Raggi eru flott teymi og koma allir með sitt lítið af hverju.“

Sjá má viðtalið við Gunnar Stein í heild sinni hér að ofan.


Tengdar fréttir

Drengirnir þurfa að sanna sig

Mikið breytt landslið Íslands hefur leik í undankeppni EM í kvöld. Þá mætir sterkt lið Tékklands til leiks sem vann Ísland síðast með ellefu marka mun. Arnór Atlason er jákvæður fyrir komandi leikjum.

Aron ekki í hefndarhug

Aron Pálmarsson, leikmaður íslenska landsliðsins í handbolta, segist ekki mæta til leiks í hefndarhug gegn Tékkum á morgun.

Geir: Við eigum harma að hefna

"Þetta er að mörgu leyti jafn riðill en ég vil vera jákvæður og meta möguleika okkar góða,“ segir Geir Sveinsson landsliðsþjálfari en Ísland hefur leik í undankeppni EM í kvöld er Tékkar mæta í Höllina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×