Handbolti

Guðmundur Hólmar: Vörnin er lykillinn að sigri

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
„Þetta er stuttur undirbúningur eins og venjulega hjá landsliðinu,“ segir Guðmundur Hólmar Helgason sem verður í eldlínunni gegn Tékkum í kvöld.

„Menn verða að mæta tilbúnir og við erum búnir að undirbúa okkur líka aðeins heima.“

Guðmundur Hólmar hefur átt góðar innkomur í varnarleik landsliðsins og veit vel hversu mikilvægt það er að spila góða vörn í kvöld.

„Auðvitað er vörnin algjör lykill að þessu. Þeir eru með hörkusókn. Eiga Filip Jicha og svo eru þeir með unga stráka sem þeir hafa verið að byggja upp.“

Guðmundur Hólmar er á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku en hann spilar með franska liðinu Cesson-Rennes.

„Ég er líkamlega í hörkustandi. Það var gaman að fara út. Helsti munurinn er meira æfingaálag og svo eru leikirnir auðvitað erfiðari. Sem og andstæðingarnir

Sjá má viðtalið við Guðmund Hólmar í heild sinni hér að ofan.


Tengdar fréttir

Drengirnir þurfa að sanna sig

Mikið breytt landslið Íslands hefur leik í undankeppni EM í kvöld. Þá mætir sterkt lið Tékklands til leiks sem vann Ísland síðast með ellefu marka mun. Arnór Atlason er jákvæður fyrir komandi leikjum.

Aron ekki í hefndarhug

Aron Pálmarsson, leikmaður íslenska landsliðsins í handbolta, segist ekki mæta til leiks í hefndarhug gegn Tékkum á morgun.

Geir: Við eigum harma að hefna

"Þetta er að mörgu leyti jafn riðill en ég vil vera jákvæður og meta möguleika okkar góða,“ segir Geir Sveinsson landsliðsþjálfari en Ísland hefur leik í undankeppni EM í kvöld er Tékkar mæta í Höllina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×