Handbolti

Aron ekki í hefndarhug

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron Pálmarsson, leikmaður íslenska landsliðsins í handbolta, segist ekki mæta til leiks í hefndarhug gegn Tékkum á morgun.

Ísland tekur á móti Tékklandi í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2018 á morgun. Þessi lið mættust síðast á HM í Katar í upphafi síðasta árs en þá fóru Tékkar illa með Íslendinga og unnu stórsigur, 36-25.

Aron fékk að finna fyrir því í leiknum en hann fékk heilahristing eftir að varnarmaður Tékka braut á honum undir lok fyrri hálfleiks. Aron segir að þetta atvik sé honum ekki ofarlega í huga í aðdraganda leiksins á morgun.

„Ég var eiginlega ekkert búinn að pæla í því og mundi varla eftir því á móti hverjum ég fékk heilahristinginn. Ég hendi þessu kannski inn í rútínuna þegar ég er að keyra í leikinn til að peppa mig meira upp. En þetta er ekkert persónulegra, þannig séð,“ sagði Aron í samtali við Kjartan Atla Kjartansson í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Aron segir að íslenska liðið þurfi að spila agaðan sóknarleik á morgun til að koma í veg fyrir hraðaupphlaup Tékka.

„Þeir keyra gríðarlega mikið. Þeir eru flatir og passívir í vörninni og treysta mikið á hraðaupphlaup. Við þurfum að vera agaðir í sókninni og ekki taka fyrsta eða jafnvel annan séns. Við þurfum að virða allir sóknir sem við fáum,“ sagði Aron.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Geir um Tékkaleikinn: Eigum harma að hefna

Geir Sveinsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segir að riðill Íslands í undankeppni EM 2018 sé sterkur. Auk Íslands eru Tékkland, Úkraína og Makedónía í riðlinum.

Sveinbjörn kallaður í hópinn

Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, kallaði á nýjan markvörð í hópinn í gær.

Strákarnir æfðu í Höllinni | Myndir

Ríflega helmingur íslenska landsliðsins í handbolta er mætt til landsins fyrir leikina gegn Tékklandi og Úkraínu og það tók æfingu í Laugardalshöll í kvöld.

Snorri Steinn hættur í íslenska landsliðinu

Snorri Steinn Guðjónsson, aðalleikstjórnandi íslenska handboltalandsliðsins í meira en áratug, hefur ákveðið að gefa ekki lengur kost á sér í íslenska A-landsliðið í handbolta. Þetta er mikið áfall fyrir íslenska landsliðið enda hefur Snorri stýrt sóknarleik liðsins í gegnum blómatíma þess.

Barátta um seinni markvarðarstöðuna

Það eru afar litlar líkur á því að Aron Rafn Eðvarðsson geti spilað með íslenska landsliðinu í komandi landsleikjum í undankeppni EM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×