Handbolti

Geir: Við eigum harma að hefna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
„Þetta er að mörgu leyti jafn riðill en ég vil vera jákvæður og meta möguleika okkar góða,“ segir Geir Sveinsson landsliðsþjálfari en Ísland hefur leik í undankeppni EM í kvöld er Tékkar mæta í Höllina.

„Við þurfum að hafa virkilega fyrir því að komast áfram og það er ekkert sjálfgefið að það gerist. Það er því verkefni fram undan.“

Tékkar fóru illa með Ísland á HM í Katar árið 2015 er þeir völtuðu yfir okkar menn með ellefu marka mun, 36-25.

„Þetta er mjög öflugt lið. Fljótt á litið sýnist mér 10-11 menn úr liðinu frá því í Katar vera að koma hingað. Við eigum einfaldlega harma að hefna og með góðum stuðningi frá fullri höll er ég sannfærður um að okkur takist að hefna,“ segir Geir en í kjölfarið fer liðið í langt ferðalag til Úkraínu.

„Úkraína er óskrifað blað og langt ferðalag. Það verður klárlega mjög erfið viðureign.“

Sjá má viðtalið við Geir í heild sinni hér að ofan.


Tengdar fréttir

Drengirnir þurfa að sanna sig

Mikið breytt landslið Íslands hefur leik í undankeppni EM í kvöld. Þá mætir sterkt lið Tékklands til leiks sem vann Ísland síðast með ellefu marka mun. Arnór Atlason er jákvæður fyrir komandi leikjum.

Aron ekki í hefndarhug

Aron Pálmarsson, leikmaður íslenska landsliðsins í handbolta, segist ekki mæta til leiks í hefndarhug gegn Tékkum á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×