Vilja hækka laun stuðningsfjölskyldna um 88 prósent Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 7. nóvember 2016 21:00 Ár eftir ár eru biðlistar eftir stuðningsfjölskyldum langir vísir/vilhelm 159 börn eru á biðlista í Reykjavík eftir stuðningsfjölskyldu. Erfitt er að fá fólk í störfin og því hefur verið lagt til að launin hækki um 88 prósent. Þrátt fyrir að hækkun verði samþykkt munu greiðslurnar ekki ná lágmarks launataxta á vinnumarkaði. Af þeim börnum sem eru á biðlistanum eru um níutíu með félagslegan vanda og um sjötíu börn með fötlun og eiga því lagalegan rétt á stuðningsfjölskyldu. Lág laun eru helsta ástæða þess að erfitt er að ráða fólk í störf stuðningsfjölskyldna. Samkvæmt lögum um málefni fatlaðs fólks fær stuðningsfjölskylda að meðaltali fimmtán þúsund krónur á sólarhring, fyrir skatt. „Því miður hafa launin ekki verið nægilega góð fyrir störfin, þau hafa verið of lág. Og við erum að vinna tillögu að því að hækka þau,” segir Sigurbjörg Fjölnisdóttir, deildarstjóri stuðningsþjónustu hjá velferðarsviði borgarinnar.Launin hækka um 28 þúsund krónur á sólarhring Velferðarráð hefur samþykkt að hækka launin um 88 prósent og er hækkunin til umræðu hjá borgarstjórn við fjárhagsáætlunargerð. Ef tillagan verður samþykkt verða launin að meðaltali 28 þúsund krónur á sólarhring auk álags fyrir sérlega krefjandi börn. Þannig verða launin nær því sem gengur og gerist á vinnumarkaði en án þess þó að ná lágmarks launataxta. Sigurbjörg bendir á að stuðningsfjölskyldur séu ódýrara úrræði en skammtímavistanir auk þess sem æskilegra sé að börnin dvelji á heimilum. „Þetta er ótrúlega mikilvægt fyrir þær fjölskyldur sem eru að fá þennan stuðning og börnin líka. Þetta er grunnþjónusta sem við viljum veita.“ Og Sigurbjörg hvetur alla sem hafa til þess heilsu og hreint sakavottorð til að sækja um. Hún segir litla hættu á að fólk sæki í störfin eingöngu vegna peninganna. „Það hefur alla vega ekki verið svoleiðis. Fólk hefur klárlega ekki verið að gera þetta fyrir peningana hingað til því launin hafa ekki verið há og ég held það breytist ekki. Við viljum fólk sem er að stunda þetta af góðmennsku.“ Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
159 börn eru á biðlista í Reykjavík eftir stuðningsfjölskyldu. Erfitt er að fá fólk í störfin og því hefur verið lagt til að launin hækki um 88 prósent. Þrátt fyrir að hækkun verði samþykkt munu greiðslurnar ekki ná lágmarks launataxta á vinnumarkaði. Af þeim börnum sem eru á biðlistanum eru um níutíu með félagslegan vanda og um sjötíu börn með fötlun og eiga því lagalegan rétt á stuðningsfjölskyldu. Lág laun eru helsta ástæða þess að erfitt er að ráða fólk í störf stuðningsfjölskyldna. Samkvæmt lögum um málefni fatlaðs fólks fær stuðningsfjölskylda að meðaltali fimmtán þúsund krónur á sólarhring, fyrir skatt. „Því miður hafa launin ekki verið nægilega góð fyrir störfin, þau hafa verið of lág. Og við erum að vinna tillögu að því að hækka þau,” segir Sigurbjörg Fjölnisdóttir, deildarstjóri stuðningsþjónustu hjá velferðarsviði borgarinnar.Launin hækka um 28 þúsund krónur á sólarhring Velferðarráð hefur samþykkt að hækka launin um 88 prósent og er hækkunin til umræðu hjá borgarstjórn við fjárhagsáætlunargerð. Ef tillagan verður samþykkt verða launin að meðaltali 28 þúsund krónur á sólarhring auk álags fyrir sérlega krefjandi börn. Þannig verða launin nær því sem gengur og gerist á vinnumarkaði en án þess þó að ná lágmarks launataxta. Sigurbjörg bendir á að stuðningsfjölskyldur séu ódýrara úrræði en skammtímavistanir auk þess sem æskilegra sé að börnin dvelji á heimilum. „Þetta er ótrúlega mikilvægt fyrir þær fjölskyldur sem eru að fá þennan stuðning og börnin líka. Þetta er grunnþjónusta sem við viljum veita.“ Og Sigurbjörg hvetur alla sem hafa til þess heilsu og hreint sakavottorð til að sækja um. Hún segir litla hættu á að fólk sæki í störfin eingöngu vegna peninganna. „Það hefur alla vega ekki verið svoleiðis. Fólk hefur klárlega ekki verið að gera þetta fyrir peningana hingað til því launin hafa ekki verið há og ég held það breytist ekki. Við viljum fólk sem er að stunda þetta af góðmennsku.“
Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira