Innlent

Tveir handteknir fyrir að veitast að dyravörðum

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Töluverður erill var hjá lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu í nótt.
Töluverður erill var hjá lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu í nótt. Vísir/KTD
Töluverður erill var hjá lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu í nótt. Tveir menn voru handteknir í Austurstræti á fimmta tímanum í nótt fyrir að veitast að dyravörðum veitingahúsa. Mennirnir höfðu verið handteknir fyrr um nóttina fyrir sömu hegðun en höfðu þá ætlað heim. Mennirnir voru vistaðir í fangageymslu meðan átsand þeirra lagast.

Þá hafði lögreglan afskipti af ungri konu sem svaf ölvunarsvefni við Austurvöll. Hún var ekki með skilríki og gat eða vildi ekki gefa lögreglu upp kennitölu sína. Hún sagðist búa fyrir utan höfuðborgina og gistir fangageymslur meðan ástand hennar lagast.

Lögreglan handtók unga stúlku við Hverfisgötu á fjórða tímanum og er hún grunuðum um eignarspjöll á bifreið. Samkvæmt lögreglu var hún í annarlegu ástandi og var hún vistuð í fangageymslu fyrir rannsókn málsins.

Maður var handtekinn í Lækjargötu rétt fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi. Var hann í annarlegu ástandi og vistaður í fangageymslu meðan ástand hans lagast.

Þá voru fimm ökumenn grunaðir um ölvun við akstur eða akstur undir áhrifum fíkniefna. Lögreglan í Kópavogi handtók konu grunaða um vörslu fíkniefna um hálf ellefu í gærkvöldi. Konan er eftirlýst hjá lögreglu fyrir önnur brot og var vistuð í fangageymslu fyrir rannsókn máls.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×