Brotist inn á Barónsstíg: „Öskraði að hún væri að fæða djöfulinn“ Sveinn Arnarsson skrifar 21. október 2016 23:06 Embla Orradóttir Dofradóttir ásamt brotnu rúðunni á íbúð hennar á Barónsstíg. Vísir Embla Orradóttir Dofradóttir lenti í því að fá óboðinn gest inn til sín í fyrrinótt þegar kona í annarlegu ástandi braust inn á heimili hennar og fækkaði fötum í íbúð hennar. Embla er enn að jafna sig eftir þetta innbrot og segir þetta hafa tekið á sig andlega. Konan taldi sig þurfa að koma djöflinum í heiminn hið snarasta, í stiganum í íbúð Emblu.Lögreglu var tilkynnt um að nakin kona væri á ferðinni á Barónsstíg á tólfta tímanum í fyrrakvöld. Hún var komin niður á Laugaveg þegar hún fannst, í mjög annarlegu ástandi, að sögn lögreglu. Konan var vistuð í fangageymslu en nokkru eftir að hún var handtekin kom í ljós að hún hafði brotist inn í hús við Barónsstíg og berháttað sig þar, en skildi fötin eftir á staðnum. Embla segist hafa verið mjög hrædd þegar hún heyrði umgang í eigin íbúð.Reif af henni handklæðið „Ég var bara að koma upp úr baði þegar ég heyri ægileg læti frammi. Það fyrsta sem ég gerði var að loka að mér og vefja um mig handklæði. Svo stappaði ég í mig kjarki til að fara fram og þá sveif hún á mig,“ segir Embla. „Hún reif af mér handklæðið og öskraði eins og óð væri. Við það hljóp hún upp stigann hjá mér og ég þorði ekki á eftir henni.“ Það sem á eftir fór lýsir vel því sérstaklega annarlega ástandið sem konan var í. Emblu var eðlilega afar brugðið „Í stiganum öskraði hún að hún væri að fæða djöfulinn sem væri innra með henni. Í sömu andrá tekur hún niður um sig og leggst í stigann, öskrar að hún sé að fæða djöfulinn og rembist þar og líkir eftir fæðingu.“Tvo daga að jafna sig Emblu stóð vitaskuld ekki á sama en segir greinilegt að greyið konan hafi hvorki vitað í þennan heim né annann. Embla náði síðan eftir drykklanga stund að koma konunni niður, halda utan um hana og ná henni út úr íbúðinni. Við það hafi hún haldið áfram að öskra, rifið sig úr fleiri spjörum og hlaupið út í nóttina. „Hún var auðvitað ekkert á góðum stað en það er einkennilegt hversu lengi lögreglan var að koma sér á staðinn og það er mildi að hún gerði engum skaða, hvorki sjálfum sér né öðrum,“ segir Embla. Hún segir þessa lífsreynslu hafa tekið mikið á sig. „Jú vissulega, þetta var mikið sjokk og mikil innrás inn í einkalífið mitt. Þetta hefði nú verið mun skárra ef ég hefði ekki verið nýkomin úr baði þegar innbrotið átti sér stað. Gærdagurinn var erfiður og dagurinn í dag hefur farið í að jafna sig eftir þetta. Einnig hef ég ekki viljað skilja íbúðina eftir með brotna rúðu í hurðinni en konan braut sér leið inn með þeim hætti.“ Tengdar fréttir Nakin á Barónsstíg eftir innbrot Lögreglu var tilkynnt um að nakin kona væri á ferðinni á Barónsstíg á tólfta tímanum í gærkvöldi. 20. október 2016 07:22 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Embla Orradóttir Dofradóttir lenti í því að fá óboðinn gest inn til sín í fyrrinótt þegar kona í annarlegu ástandi braust inn á heimili hennar og fækkaði fötum í íbúð hennar. Embla er enn að jafna sig eftir þetta innbrot og segir þetta hafa tekið á sig andlega. Konan taldi sig þurfa að koma djöflinum í heiminn hið snarasta, í stiganum í íbúð Emblu.Lögreglu var tilkynnt um að nakin kona væri á ferðinni á Barónsstíg á tólfta tímanum í fyrrakvöld. Hún var komin niður á Laugaveg þegar hún fannst, í mjög annarlegu ástandi, að sögn lögreglu. Konan var vistuð í fangageymslu en nokkru eftir að hún var handtekin kom í ljós að hún hafði brotist inn í hús við Barónsstíg og berháttað sig þar, en skildi fötin eftir á staðnum. Embla segist hafa verið mjög hrædd þegar hún heyrði umgang í eigin íbúð.Reif af henni handklæðið „Ég var bara að koma upp úr baði þegar ég heyri ægileg læti frammi. Það fyrsta sem ég gerði var að loka að mér og vefja um mig handklæði. Svo stappaði ég í mig kjarki til að fara fram og þá sveif hún á mig,“ segir Embla. „Hún reif af mér handklæðið og öskraði eins og óð væri. Við það hljóp hún upp stigann hjá mér og ég þorði ekki á eftir henni.“ Það sem á eftir fór lýsir vel því sérstaklega annarlega ástandið sem konan var í. Emblu var eðlilega afar brugðið „Í stiganum öskraði hún að hún væri að fæða djöfulinn sem væri innra með henni. Í sömu andrá tekur hún niður um sig og leggst í stigann, öskrar að hún sé að fæða djöfulinn og rembist þar og líkir eftir fæðingu.“Tvo daga að jafna sig Emblu stóð vitaskuld ekki á sama en segir greinilegt að greyið konan hafi hvorki vitað í þennan heim né annann. Embla náði síðan eftir drykklanga stund að koma konunni niður, halda utan um hana og ná henni út úr íbúðinni. Við það hafi hún haldið áfram að öskra, rifið sig úr fleiri spjörum og hlaupið út í nóttina. „Hún var auðvitað ekkert á góðum stað en það er einkennilegt hversu lengi lögreglan var að koma sér á staðinn og það er mildi að hún gerði engum skaða, hvorki sjálfum sér né öðrum,“ segir Embla. Hún segir þessa lífsreynslu hafa tekið mikið á sig. „Jú vissulega, þetta var mikið sjokk og mikil innrás inn í einkalífið mitt. Þetta hefði nú verið mun skárra ef ég hefði ekki verið nýkomin úr baði þegar innbrotið átti sér stað. Gærdagurinn var erfiður og dagurinn í dag hefur farið í að jafna sig eftir þetta. Einnig hef ég ekki viljað skilja íbúðina eftir með brotna rúðu í hurðinni en konan braut sér leið inn með þeim hætti.“
Tengdar fréttir Nakin á Barónsstíg eftir innbrot Lögreglu var tilkynnt um að nakin kona væri á ferðinni á Barónsstíg á tólfta tímanum í gærkvöldi. 20. október 2016 07:22 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Nakin á Barónsstíg eftir innbrot Lögreglu var tilkynnt um að nakin kona væri á ferðinni á Barónsstíg á tólfta tímanum í gærkvöldi. 20. október 2016 07:22