Brotist inn á Barónsstíg: „Öskraði að hún væri að fæða djöfulinn“ Sveinn Arnarsson skrifar 21. október 2016 23:06 Embla Orradóttir Dofradóttir ásamt brotnu rúðunni á íbúð hennar á Barónsstíg. Vísir Embla Orradóttir Dofradóttir lenti í því að fá óboðinn gest inn til sín í fyrrinótt þegar kona í annarlegu ástandi braust inn á heimili hennar og fækkaði fötum í íbúð hennar. Embla er enn að jafna sig eftir þetta innbrot og segir þetta hafa tekið á sig andlega. Konan taldi sig þurfa að koma djöflinum í heiminn hið snarasta, í stiganum í íbúð Emblu.Lögreglu var tilkynnt um að nakin kona væri á ferðinni á Barónsstíg á tólfta tímanum í fyrrakvöld. Hún var komin niður á Laugaveg þegar hún fannst, í mjög annarlegu ástandi, að sögn lögreglu. Konan var vistuð í fangageymslu en nokkru eftir að hún var handtekin kom í ljós að hún hafði brotist inn í hús við Barónsstíg og berháttað sig þar, en skildi fötin eftir á staðnum. Embla segist hafa verið mjög hrædd þegar hún heyrði umgang í eigin íbúð.Reif af henni handklæðið „Ég var bara að koma upp úr baði þegar ég heyri ægileg læti frammi. Það fyrsta sem ég gerði var að loka að mér og vefja um mig handklæði. Svo stappaði ég í mig kjarki til að fara fram og þá sveif hún á mig,“ segir Embla. „Hún reif af mér handklæðið og öskraði eins og óð væri. Við það hljóp hún upp stigann hjá mér og ég þorði ekki á eftir henni.“ Það sem á eftir fór lýsir vel því sérstaklega annarlega ástandið sem konan var í. Emblu var eðlilega afar brugðið „Í stiganum öskraði hún að hún væri að fæða djöfulinn sem væri innra með henni. Í sömu andrá tekur hún niður um sig og leggst í stigann, öskrar að hún sé að fæða djöfulinn og rembist þar og líkir eftir fæðingu.“Tvo daga að jafna sig Emblu stóð vitaskuld ekki á sama en segir greinilegt að greyið konan hafi hvorki vitað í þennan heim né annann. Embla náði síðan eftir drykklanga stund að koma konunni niður, halda utan um hana og ná henni út úr íbúðinni. Við það hafi hún haldið áfram að öskra, rifið sig úr fleiri spjörum og hlaupið út í nóttina. „Hún var auðvitað ekkert á góðum stað en það er einkennilegt hversu lengi lögreglan var að koma sér á staðinn og það er mildi að hún gerði engum skaða, hvorki sjálfum sér né öðrum,“ segir Embla. Hún segir þessa lífsreynslu hafa tekið mikið á sig. „Jú vissulega, þetta var mikið sjokk og mikil innrás inn í einkalífið mitt. Þetta hefði nú verið mun skárra ef ég hefði ekki verið nýkomin úr baði þegar innbrotið átti sér stað. Gærdagurinn var erfiður og dagurinn í dag hefur farið í að jafna sig eftir þetta. Einnig hef ég ekki viljað skilja íbúðina eftir með brotna rúðu í hurðinni en konan braut sér leið inn með þeim hætti.“ Tengdar fréttir Nakin á Barónsstíg eftir innbrot Lögreglu var tilkynnt um að nakin kona væri á ferðinni á Barónsstíg á tólfta tímanum í gærkvöldi. 20. október 2016 07:22 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Fleiri fréttir Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Sjá meira
Embla Orradóttir Dofradóttir lenti í því að fá óboðinn gest inn til sín í fyrrinótt þegar kona í annarlegu ástandi braust inn á heimili hennar og fækkaði fötum í íbúð hennar. Embla er enn að jafna sig eftir þetta innbrot og segir þetta hafa tekið á sig andlega. Konan taldi sig þurfa að koma djöflinum í heiminn hið snarasta, í stiganum í íbúð Emblu.Lögreglu var tilkynnt um að nakin kona væri á ferðinni á Barónsstíg á tólfta tímanum í fyrrakvöld. Hún var komin niður á Laugaveg þegar hún fannst, í mjög annarlegu ástandi, að sögn lögreglu. Konan var vistuð í fangageymslu en nokkru eftir að hún var handtekin kom í ljós að hún hafði brotist inn í hús við Barónsstíg og berháttað sig þar, en skildi fötin eftir á staðnum. Embla segist hafa verið mjög hrædd þegar hún heyrði umgang í eigin íbúð.Reif af henni handklæðið „Ég var bara að koma upp úr baði þegar ég heyri ægileg læti frammi. Það fyrsta sem ég gerði var að loka að mér og vefja um mig handklæði. Svo stappaði ég í mig kjarki til að fara fram og þá sveif hún á mig,“ segir Embla. „Hún reif af mér handklæðið og öskraði eins og óð væri. Við það hljóp hún upp stigann hjá mér og ég þorði ekki á eftir henni.“ Það sem á eftir fór lýsir vel því sérstaklega annarlega ástandið sem konan var í. Emblu var eðlilega afar brugðið „Í stiganum öskraði hún að hún væri að fæða djöfulinn sem væri innra með henni. Í sömu andrá tekur hún niður um sig og leggst í stigann, öskrar að hún sé að fæða djöfulinn og rembist þar og líkir eftir fæðingu.“Tvo daga að jafna sig Emblu stóð vitaskuld ekki á sama en segir greinilegt að greyið konan hafi hvorki vitað í þennan heim né annann. Embla náði síðan eftir drykklanga stund að koma konunni niður, halda utan um hana og ná henni út úr íbúðinni. Við það hafi hún haldið áfram að öskra, rifið sig úr fleiri spjörum og hlaupið út í nóttina. „Hún var auðvitað ekkert á góðum stað en það er einkennilegt hversu lengi lögreglan var að koma sér á staðinn og það er mildi að hún gerði engum skaða, hvorki sjálfum sér né öðrum,“ segir Embla. Hún segir þessa lífsreynslu hafa tekið mikið á sig. „Jú vissulega, þetta var mikið sjokk og mikil innrás inn í einkalífið mitt. Þetta hefði nú verið mun skárra ef ég hefði ekki verið nýkomin úr baði þegar innbrotið átti sér stað. Gærdagurinn var erfiður og dagurinn í dag hefur farið í að jafna sig eftir þetta. Einnig hef ég ekki viljað skilja íbúðina eftir með brotna rúðu í hurðinni en konan braut sér leið inn með þeim hætti.“
Tengdar fréttir Nakin á Barónsstíg eftir innbrot Lögreglu var tilkynnt um að nakin kona væri á ferðinni á Barónsstíg á tólfta tímanum í gærkvöldi. 20. október 2016 07:22 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Fleiri fréttir Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Sjá meira
Nakin á Barónsstíg eftir innbrot Lögreglu var tilkynnt um að nakin kona væri á ferðinni á Barónsstíg á tólfta tímanum í gærkvöldi. 20. október 2016 07:22