Ástandið eldfimt hjá slökkviliði Laugargerðis Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 24. október 2016 07:00 Chevrolet C-20 bifreið árgerð 1970, svipuð þeirri sem slökkviliðið í Laugargerði notast við. Slökkviliðsstjórinn segir bílnum ekki treystandi til stórræða enda bili hann í tíma og ótíma. vísir/getty Slökkvilið í Laugargerði er ekki útkallshæft vegna úr sér gengins búnaðar og tækjakosts. Bjarni Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar, sendi bæjarráði Borgarbyggðar harðort bréf um búnað og tækjakost. Þar segir hann að Chevrolet-bíll slökkviliðsins sé nálægt fertugu, ekki sé hægt að treysta honum til stórræða enda bili bíllinn í tíma og ótíma og geti ekki borið vatn, sem sé forsenda þess að koma í veg fyrir stórbruna. Þá er hann mjög sjúskaður og í raun sé slökkviliðsbíllinn bara stór jeppi sem sé ekkert annað en útkeyrður löggubíll, eins og hann orðar það. Búnaðurinn hafi verið aflagður enda gamall og ekki hægt að halda honum við. „Í dag er í áðurnefndum jeppagarmi nýleg og öflug brunadæla ásamt viðeigandi búnaði og er þá getan upptalin,“ segir Bjarni. Hann hafði engu við bréfið að bæta þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans en sagði að verið væri að vinna að farsælli lausn á málinu. Þjónustusamningur er í gildi milli sveitarfélaganna Borgarbyggðar og Eyja- og Miklaholtshrepps um þjónustu þess fyrrnefnda við Eyja-og Miklaholtshrepp varðandi brunavarnir og þjónustu slökkviliðs ef eldur kviknar. Bjarni rekur í bréfinu að landssvæðið sé víða mjög örðugt til vatnsöflunar til slökkvistarfa og sums staðar sé alls ekkert vatn að fá. Hann nefnir einnig uppbygginguna sem hefur orðið í Eyja- og Miklaholtshreppi vegna gistingar, ferðaþjónustu, hestamennsku og ýmiss konar afþreyingar. Þá bendir hann á umfang atvinnustarfsemi á bænum Miðhrauni varðandi þurrkun á þorskhausum og skyldum afurðum til útflutnings. Þetta er ekki fyrsta bréfið sem Bjarni sendir sveitarstjórnamönnum. „Í áranna rás hefur slökkviliðsstjóri margítrekað, bréflega og með öðrum hætti sem hægt er að færa sönnur á, og reynt að vekja athygli þeirra sveitarstjórnarmanna sem málum hafa ráðið hjá Borgarbyggð á því ófremdarástandi sem er og hefur verið á tækjakosti slökkviliðsins í Laugargerði og bent á leiðir til úrbóta í þeim efnum en allt hefur komið fyrir ekki. Ekki hefur einu sinni verið haft fyrir því að svara erindum þessum bréflega sem mig undrar mjög,“ segir Bjarni í bréfinu. Hann leggur fram tvær tillögur til úrbóta. „Strax verði hafist handa við það að koma upp þokkalega góðum bíl sem gæti flutt með sér 7-8.000 lítra af vatni ásamt nauðsynlegum búnaði. Seinni kosturinn sem er í boði er sá að sveitarstjórnarmenn í Borgarbyggð taki upplýsta ákvörðun og þá í samráði við hreppsnefnd Eyja- og Miklaholtshrepps um að leggja slökkvistöðina í Laugargerði niður og vera ekki með neinn búnað þar en þess í stað að þjónustan komi frá Borgarnesi um langan veg.“ Hann endar bréfið með því að hnykkja á: „Að gera ekki neitt í þessum málum er ekki í boði lengur. Ykkar er valið og ákvörðunartakan!“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Slökkvilið í Laugargerði er ekki útkallshæft vegna úr sér gengins búnaðar og tækjakosts. Bjarni Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar, sendi bæjarráði Borgarbyggðar harðort bréf um búnað og tækjakost. Þar segir hann að Chevrolet-bíll slökkviliðsins sé nálægt fertugu, ekki sé hægt að treysta honum til stórræða enda bili bíllinn í tíma og ótíma og geti ekki borið vatn, sem sé forsenda þess að koma í veg fyrir stórbruna. Þá er hann mjög sjúskaður og í raun sé slökkviliðsbíllinn bara stór jeppi sem sé ekkert annað en útkeyrður löggubíll, eins og hann orðar það. Búnaðurinn hafi verið aflagður enda gamall og ekki hægt að halda honum við. „Í dag er í áðurnefndum jeppagarmi nýleg og öflug brunadæla ásamt viðeigandi búnaði og er þá getan upptalin,“ segir Bjarni. Hann hafði engu við bréfið að bæta þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans en sagði að verið væri að vinna að farsælli lausn á málinu. Þjónustusamningur er í gildi milli sveitarfélaganna Borgarbyggðar og Eyja- og Miklaholtshrepps um þjónustu þess fyrrnefnda við Eyja-og Miklaholtshrepp varðandi brunavarnir og þjónustu slökkviliðs ef eldur kviknar. Bjarni rekur í bréfinu að landssvæðið sé víða mjög örðugt til vatnsöflunar til slökkvistarfa og sums staðar sé alls ekkert vatn að fá. Hann nefnir einnig uppbygginguna sem hefur orðið í Eyja- og Miklaholtshreppi vegna gistingar, ferðaþjónustu, hestamennsku og ýmiss konar afþreyingar. Þá bendir hann á umfang atvinnustarfsemi á bænum Miðhrauni varðandi þurrkun á þorskhausum og skyldum afurðum til útflutnings. Þetta er ekki fyrsta bréfið sem Bjarni sendir sveitarstjórnamönnum. „Í áranna rás hefur slökkviliðsstjóri margítrekað, bréflega og með öðrum hætti sem hægt er að færa sönnur á, og reynt að vekja athygli þeirra sveitarstjórnarmanna sem málum hafa ráðið hjá Borgarbyggð á því ófremdarástandi sem er og hefur verið á tækjakosti slökkviliðsins í Laugargerði og bent á leiðir til úrbóta í þeim efnum en allt hefur komið fyrir ekki. Ekki hefur einu sinni verið haft fyrir því að svara erindum þessum bréflega sem mig undrar mjög,“ segir Bjarni í bréfinu. Hann leggur fram tvær tillögur til úrbóta. „Strax verði hafist handa við það að koma upp þokkalega góðum bíl sem gæti flutt með sér 7-8.000 lítra af vatni ásamt nauðsynlegum búnaði. Seinni kosturinn sem er í boði er sá að sveitarstjórnarmenn í Borgarbyggð taki upplýsta ákvörðun og þá í samráði við hreppsnefnd Eyja- og Miklaholtshrepps um að leggja slökkvistöðina í Laugargerði niður og vera ekki með neinn búnað þar en þess í stað að þjónustan komi frá Borgarnesi um langan veg.“ Hann endar bréfið með því að hnykkja á: „Að gera ekki neitt í þessum málum er ekki í boði lengur. Ykkar er valið og ákvörðunartakan!“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira