Rómantísk gamanmynd um ástir tveggja kvenna rauðmerkt á RÚV fyrir mistök Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 24. október 2016 14:00 Imagine Me & You fjallar um hina nýgiftu Rachel sem fellur fyrir annarri konu. Vísir „Rómantísk gamanmynd um nýgiftu Rachel sem kolfellur fyrir annarri konu. Nú eru góð ráð dýr þar sem kynhneigð hennar vefst fyrir henni og fjölskylda og vinir komast í uppnám yfir fréttunum af nýju ástinni.“ Svo hljómar lýsing RÚV á kvikmyndinni Imagine Me & You sem sýnd var síðastliðið föstudagskvöld. Nokkra furðu vakti að myndin var rauðmerkt og bönnuð innan sextán ára, þá hafi spennumynd sem fjallaði um morð verið sýnd á undan og sú mynd verið bönnuð innan tólf ára.RÚV á föstudagskvöld: Spennumynd um morð - bönnuð innan 12 áraRómantísk gamanmynd um lesbíur - bönnuð innan 16 ára#hinseginleikinn pic.twitter.com/pAczMmAndy— Ingileif Fridriks (@ingileiff) October 23, 2016 Guðrún Helga Jónasdóttir, innkaupastjóri erlends sjónvarpsefnis hjá Ríkisútvarpinu, segir að um mistök hafi verið að ræða og að myndin hafi átt að vera bönnuð innan tólf ára. „Við mat á aldurstakmörkun kvikmynda er notast við hollenskt kerfi sem heitir Kijkwijzer. Þegar myndirnar eru ekki á Kijkwijzer þá förum við á IMDB,“ segir Guðrún Helga í samtali við Vísi. Hún segir hollenska kerfið mun frjálslyndara þegar kemur að nekt og að það kerfi sé líkara íslenskri menningu.Að neðan má sjá stiklu úr myndinni.Gréta Kristín Ómarsdóttir leikskáld er ein þeirra sem setti spurningamerki við rauðmerkinguna á föstudagskvöld. Hún segir í færslu á Facebook síðu sinni að þó hún sé að eigin sögn forpokuð og strangtrúuð þegar kemur að aldurstakmörkunum hafi runnið á hana tvær grímur. „Það gerðist nefnilega nákvæmlega ekkert í myndinni sem ég gæti með góðri samvisku sagt "bannað innan sextán." Engar byssur. Ekkert ofbeldi. Ekkert kynlíf. Ekki einu sinni blót. Og ekki heldur stæk kvenfyrirlitning eða rasismi eins og í sumum leyfðum myndum sem ég hef gómað litla 12 ára guttann minn við að horfa á, í fullu umboði mannanna sem velja litina á rúvlógóið, “ skrifar Gréta Kristín.Gréta Kristín Ómarsdóttir.Vísir/Anton Brink„Kannski var ástæðan fyrir rauða banninu sú að sagan, í allri sinni klisjulegu og kommersjalíseruðu framvindu, fjallaði um konu sem varð ástfangin af konu, „Ef það telst ekki við hæfi barna og bannað innan sextán, má ég þá vinsamlega biðja mennina á litavaktinni að kíkja á dagatal (því árið er 2016) - eða skila til Magnús Geir Þórðarson að endurgreiða mér útvarpsgjaldið,“ segir Gréta Kristín jafnframt og merkir útvarpsstjórann í færslu sinni. Óviðeigandi vegna þess að tvær konur kyssast Á vefnum IMDB er myndin merkt sem „rated R.“ Samkvæmt kvikmyndasambandi Bandaríkjanna merkir R að hún sé ekki við hæfi áhorfenda yngri en 17 ára „nema með foreldra eða forráðamann meðferðis. Inniheldur efni sem einungis er ætlað fullorðnum. Foreldrar eru hvattir til að kynna sér myndina áður en farið er með börn á sýningu hennar.“IMDB merkir myndina sem svo vegna eftirfarandi atriða í kvikmyndinni: - Kynlífs og nektar - Mikillar umræðu um kynlíf, með gegnumgangandi stefi um samkynhneigð - Kona sést í náttkjól - Á vídeóleigu leigir kona klámmynd. Seinna þegar hún horfir á myndina heyrast stunur úr sjónvarpinu - Tvær konur kyssast „Þessi mynd var rauðmerkt hjá okkur en hún hefði átt að vera gulmerkt. Hjá Kijkwijzer er hún gulmerkt fyrir mismunun og talsmáta, en ekki fyrir að hún fjalli um ástir tveggja kvenna,“ segir Guðrún Helga.Færslu Grétu Kristínar má lesa í heild sinni hér fyrir neðan. Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Sjá meira
„Rómantísk gamanmynd um nýgiftu Rachel sem kolfellur fyrir annarri konu. Nú eru góð ráð dýr þar sem kynhneigð hennar vefst fyrir henni og fjölskylda og vinir komast í uppnám yfir fréttunum af nýju ástinni.“ Svo hljómar lýsing RÚV á kvikmyndinni Imagine Me & You sem sýnd var síðastliðið föstudagskvöld. Nokkra furðu vakti að myndin var rauðmerkt og bönnuð innan sextán ára, þá hafi spennumynd sem fjallaði um morð verið sýnd á undan og sú mynd verið bönnuð innan tólf ára.RÚV á föstudagskvöld: Spennumynd um morð - bönnuð innan 12 áraRómantísk gamanmynd um lesbíur - bönnuð innan 16 ára#hinseginleikinn pic.twitter.com/pAczMmAndy— Ingileif Fridriks (@ingileiff) October 23, 2016 Guðrún Helga Jónasdóttir, innkaupastjóri erlends sjónvarpsefnis hjá Ríkisútvarpinu, segir að um mistök hafi verið að ræða og að myndin hafi átt að vera bönnuð innan tólf ára. „Við mat á aldurstakmörkun kvikmynda er notast við hollenskt kerfi sem heitir Kijkwijzer. Þegar myndirnar eru ekki á Kijkwijzer þá förum við á IMDB,“ segir Guðrún Helga í samtali við Vísi. Hún segir hollenska kerfið mun frjálslyndara þegar kemur að nekt og að það kerfi sé líkara íslenskri menningu.Að neðan má sjá stiklu úr myndinni.Gréta Kristín Ómarsdóttir leikskáld er ein þeirra sem setti spurningamerki við rauðmerkinguna á föstudagskvöld. Hún segir í færslu á Facebook síðu sinni að þó hún sé að eigin sögn forpokuð og strangtrúuð þegar kemur að aldurstakmörkunum hafi runnið á hana tvær grímur. „Það gerðist nefnilega nákvæmlega ekkert í myndinni sem ég gæti með góðri samvisku sagt "bannað innan sextán." Engar byssur. Ekkert ofbeldi. Ekkert kynlíf. Ekki einu sinni blót. Og ekki heldur stæk kvenfyrirlitning eða rasismi eins og í sumum leyfðum myndum sem ég hef gómað litla 12 ára guttann minn við að horfa á, í fullu umboði mannanna sem velja litina á rúvlógóið, “ skrifar Gréta Kristín.Gréta Kristín Ómarsdóttir.Vísir/Anton Brink„Kannski var ástæðan fyrir rauða banninu sú að sagan, í allri sinni klisjulegu og kommersjalíseruðu framvindu, fjallaði um konu sem varð ástfangin af konu, „Ef það telst ekki við hæfi barna og bannað innan sextán, má ég þá vinsamlega biðja mennina á litavaktinni að kíkja á dagatal (því árið er 2016) - eða skila til Magnús Geir Þórðarson að endurgreiða mér útvarpsgjaldið,“ segir Gréta Kristín jafnframt og merkir útvarpsstjórann í færslu sinni. Óviðeigandi vegna þess að tvær konur kyssast Á vefnum IMDB er myndin merkt sem „rated R.“ Samkvæmt kvikmyndasambandi Bandaríkjanna merkir R að hún sé ekki við hæfi áhorfenda yngri en 17 ára „nema með foreldra eða forráðamann meðferðis. Inniheldur efni sem einungis er ætlað fullorðnum. Foreldrar eru hvattir til að kynna sér myndina áður en farið er með börn á sýningu hennar.“IMDB merkir myndina sem svo vegna eftirfarandi atriða í kvikmyndinni: - Kynlífs og nektar - Mikillar umræðu um kynlíf, með gegnumgangandi stefi um samkynhneigð - Kona sést í náttkjól - Á vídeóleigu leigir kona klámmynd. Seinna þegar hún horfir á myndina heyrast stunur úr sjónvarpinu - Tvær konur kyssast „Þessi mynd var rauðmerkt hjá okkur en hún hefði átt að vera gulmerkt. Hjá Kijkwijzer er hún gulmerkt fyrir mismunun og talsmáta, en ekki fyrir að hún fjalli um ástir tveggja kvenna,“ segir Guðrún Helga.Færslu Grétu Kristínar má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Sjá meira