Rómantísk gamanmynd um ástir tveggja kvenna rauðmerkt á RÚV fyrir mistök Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 24. október 2016 14:00 Imagine Me & You fjallar um hina nýgiftu Rachel sem fellur fyrir annarri konu. Vísir „Rómantísk gamanmynd um nýgiftu Rachel sem kolfellur fyrir annarri konu. Nú eru góð ráð dýr þar sem kynhneigð hennar vefst fyrir henni og fjölskylda og vinir komast í uppnám yfir fréttunum af nýju ástinni.“ Svo hljómar lýsing RÚV á kvikmyndinni Imagine Me & You sem sýnd var síðastliðið föstudagskvöld. Nokkra furðu vakti að myndin var rauðmerkt og bönnuð innan sextán ára, þá hafi spennumynd sem fjallaði um morð verið sýnd á undan og sú mynd verið bönnuð innan tólf ára.RÚV á föstudagskvöld: Spennumynd um morð - bönnuð innan 12 áraRómantísk gamanmynd um lesbíur - bönnuð innan 16 ára#hinseginleikinn pic.twitter.com/pAczMmAndy— Ingileif Fridriks (@ingileiff) October 23, 2016 Guðrún Helga Jónasdóttir, innkaupastjóri erlends sjónvarpsefnis hjá Ríkisútvarpinu, segir að um mistök hafi verið að ræða og að myndin hafi átt að vera bönnuð innan tólf ára. „Við mat á aldurstakmörkun kvikmynda er notast við hollenskt kerfi sem heitir Kijkwijzer. Þegar myndirnar eru ekki á Kijkwijzer þá förum við á IMDB,“ segir Guðrún Helga í samtali við Vísi. Hún segir hollenska kerfið mun frjálslyndara þegar kemur að nekt og að það kerfi sé líkara íslenskri menningu.Að neðan má sjá stiklu úr myndinni.Gréta Kristín Ómarsdóttir leikskáld er ein þeirra sem setti spurningamerki við rauðmerkinguna á föstudagskvöld. Hún segir í færslu á Facebook síðu sinni að þó hún sé að eigin sögn forpokuð og strangtrúuð þegar kemur að aldurstakmörkunum hafi runnið á hana tvær grímur. „Það gerðist nefnilega nákvæmlega ekkert í myndinni sem ég gæti með góðri samvisku sagt "bannað innan sextán." Engar byssur. Ekkert ofbeldi. Ekkert kynlíf. Ekki einu sinni blót. Og ekki heldur stæk kvenfyrirlitning eða rasismi eins og í sumum leyfðum myndum sem ég hef gómað litla 12 ára guttann minn við að horfa á, í fullu umboði mannanna sem velja litina á rúvlógóið, “ skrifar Gréta Kristín.Gréta Kristín Ómarsdóttir.Vísir/Anton Brink„Kannski var ástæðan fyrir rauða banninu sú að sagan, í allri sinni klisjulegu og kommersjalíseruðu framvindu, fjallaði um konu sem varð ástfangin af konu, „Ef það telst ekki við hæfi barna og bannað innan sextán, má ég þá vinsamlega biðja mennina á litavaktinni að kíkja á dagatal (því árið er 2016) - eða skila til Magnús Geir Þórðarson að endurgreiða mér útvarpsgjaldið,“ segir Gréta Kristín jafnframt og merkir útvarpsstjórann í færslu sinni. Óviðeigandi vegna þess að tvær konur kyssast Á vefnum IMDB er myndin merkt sem „rated R.“ Samkvæmt kvikmyndasambandi Bandaríkjanna merkir R að hún sé ekki við hæfi áhorfenda yngri en 17 ára „nema með foreldra eða forráðamann meðferðis. Inniheldur efni sem einungis er ætlað fullorðnum. Foreldrar eru hvattir til að kynna sér myndina áður en farið er með börn á sýningu hennar.“IMDB merkir myndina sem svo vegna eftirfarandi atriða í kvikmyndinni: - Kynlífs og nektar - Mikillar umræðu um kynlíf, með gegnumgangandi stefi um samkynhneigð - Kona sést í náttkjól - Á vídeóleigu leigir kona klámmynd. Seinna þegar hún horfir á myndina heyrast stunur úr sjónvarpinu - Tvær konur kyssast „Þessi mynd var rauðmerkt hjá okkur en hún hefði átt að vera gulmerkt. Hjá Kijkwijzer er hún gulmerkt fyrir mismunun og talsmáta, en ekki fyrir að hún fjalli um ástir tveggja kvenna,“ segir Guðrún Helga.Færslu Grétu Kristínar má lesa í heild sinni hér fyrir neðan. Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
„Rómantísk gamanmynd um nýgiftu Rachel sem kolfellur fyrir annarri konu. Nú eru góð ráð dýr þar sem kynhneigð hennar vefst fyrir henni og fjölskylda og vinir komast í uppnám yfir fréttunum af nýju ástinni.“ Svo hljómar lýsing RÚV á kvikmyndinni Imagine Me & You sem sýnd var síðastliðið föstudagskvöld. Nokkra furðu vakti að myndin var rauðmerkt og bönnuð innan sextán ára, þá hafi spennumynd sem fjallaði um morð verið sýnd á undan og sú mynd verið bönnuð innan tólf ára.RÚV á föstudagskvöld: Spennumynd um morð - bönnuð innan 12 áraRómantísk gamanmynd um lesbíur - bönnuð innan 16 ára#hinseginleikinn pic.twitter.com/pAczMmAndy— Ingileif Fridriks (@ingileiff) October 23, 2016 Guðrún Helga Jónasdóttir, innkaupastjóri erlends sjónvarpsefnis hjá Ríkisútvarpinu, segir að um mistök hafi verið að ræða og að myndin hafi átt að vera bönnuð innan tólf ára. „Við mat á aldurstakmörkun kvikmynda er notast við hollenskt kerfi sem heitir Kijkwijzer. Þegar myndirnar eru ekki á Kijkwijzer þá förum við á IMDB,“ segir Guðrún Helga í samtali við Vísi. Hún segir hollenska kerfið mun frjálslyndara þegar kemur að nekt og að það kerfi sé líkara íslenskri menningu.Að neðan má sjá stiklu úr myndinni.Gréta Kristín Ómarsdóttir leikskáld er ein þeirra sem setti spurningamerki við rauðmerkinguna á föstudagskvöld. Hún segir í færslu á Facebook síðu sinni að þó hún sé að eigin sögn forpokuð og strangtrúuð þegar kemur að aldurstakmörkunum hafi runnið á hana tvær grímur. „Það gerðist nefnilega nákvæmlega ekkert í myndinni sem ég gæti með góðri samvisku sagt "bannað innan sextán." Engar byssur. Ekkert ofbeldi. Ekkert kynlíf. Ekki einu sinni blót. Og ekki heldur stæk kvenfyrirlitning eða rasismi eins og í sumum leyfðum myndum sem ég hef gómað litla 12 ára guttann minn við að horfa á, í fullu umboði mannanna sem velja litina á rúvlógóið, “ skrifar Gréta Kristín.Gréta Kristín Ómarsdóttir.Vísir/Anton Brink„Kannski var ástæðan fyrir rauða banninu sú að sagan, í allri sinni klisjulegu og kommersjalíseruðu framvindu, fjallaði um konu sem varð ástfangin af konu, „Ef það telst ekki við hæfi barna og bannað innan sextán, má ég þá vinsamlega biðja mennina á litavaktinni að kíkja á dagatal (því árið er 2016) - eða skila til Magnús Geir Þórðarson að endurgreiða mér útvarpsgjaldið,“ segir Gréta Kristín jafnframt og merkir útvarpsstjórann í færslu sinni. Óviðeigandi vegna þess að tvær konur kyssast Á vefnum IMDB er myndin merkt sem „rated R.“ Samkvæmt kvikmyndasambandi Bandaríkjanna merkir R að hún sé ekki við hæfi áhorfenda yngri en 17 ára „nema með foreldra eða forráðamann meðferðis. Inniheldur efni sem einungis er ætlað fullorðnum. Foreldrar eru hvattir til að kynna sér myndina áður en farið er með börn á sýningu hennar.“IMDB merkir myndina sem svo vegna eftirfarandi atriða í kvikmyndinni: - Kynlífs og nektar - Mikillar umræðu um kynlíf, með gegnumgangandi stefi um samkynhneigð - Kona sést í náttkjól - Á vídeóleigu leigir kona klámmynd. Seinna þegar hún horfir á myndina heyrast stunur úr sjónvarpinu - Tvær konur kyssast „Þessi mynd var rauðmerkt hjá okkur en hún hefði átt að vera gulmerkt. Hjá Kijkwijzer er hún gulmerkt fyrir mismunun og talsmáta, en ekki fyrir að hún fjalli um ástir tveggja kvenna,“ segir Guðrún Helga.Færslu Grétu Kristínar má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.
Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira