Mönnuðu 23 dekkjaverkstæði með rúmlega 80 útlendingum Svavar Hávarðsson skrifar 26. október 2016 07:00 Fyrsta slyddan í gær olli því að dekkjaverkstæðin fylltust. vísir/gva Starfsmannaþjónustan Elja hefur haft milligöngu fyrir tólf dekkjaverkstæði til að manna starfsstöðvar þeirra yfir helsta álagstímann hjá fyrirtækjunum nú í vetrarbyrjun. Þegar hafa komið til landsins rúmlega 80 manns til að leysa úr vanda fyrirtækjanna í þeirri tveggja mánaða törn sem fram undan er. Hópurinn dreifist á 23 starfsstöðvar þessara tólf fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu, í Reykjanesbæ, á Akureyri og Selfossi.Helgi EysteinssonHelgi Eysteinsson, framkvæmdastjóri Elju, segir að upphaflega hafi fyrirtækið Sólning haft samband á vormánuðum og vantað menn. Greiðlega gekk að leysa úr vanda þess fyrirtækis, sem spurðist fljótt út til annarra fyrirtækja sem áttu við sama vanda að etja. „Þarna sameinast í raun tvennt. Lausn á því að það er mjög erfitt að finna vinnandi hendur á Íslandi og hitt að það hentar þessum fyrirtækjum vel að geta fengið starfskrafta í skamman tíma í senn,“ segir Helgi og bætir við að raunveruleg þörf fyrirtækjanna til að fjölga í sínum hópi sé í raun aðeins um tíu vikur. „Ég held að þetta geri þessum fyrirtækjum kleift að veita betri þjónustu en ella. Þó að aðgangur að fólki væri til staðar myndu þau ekki sjá hag sinn í því að fastráða svona marga,“ en starfsmenn á vegum Elju koma margir frá Litháen, en einnig frá Póllandi, Ungverjalandi og Rúmeníu. Þetta litla dæmi hefur víðtækari skírskotun þar sem fyrirtæki í fjölbreyttri starfsemi eiga í erfiðleikum með að fá fólk til starfa. Helgi játar því; Elja hóf starfsemi í janúar og hefur strax fengið hingað til starfa rúmlega 400 manns – en í augnablikinu eru 250 manns við störf á vegum fyrirtækisins hjá fjölbreyttri flóru fyrirtækja.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Starfsmannaþjónustan Elja hefur haft milligöngu fyrir tólf dekkjaverkstæði til að manna starfsstöðvar þeirra yfir helsta álagstímann hjá fyrirtækjunum nú í vetrarbyrjun. Þegar hafa komið til landsins rúmlega 80 manns til að leysa úr vanda fyrirtækjanna í þeirri tveggja mánaða törn sem fram undan er. Hópurinn dreifist á 23 starfsstöðvar þessara tólf fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu, í Reykjanesbæ, á Akureyri og Selfossi.Helgi EysteinssonHelgi Eysteinsson, framkvæmdastjóri Elju, segir að upphaflega hafi fyrirtækið Sólning haft samband á vormánuðum og vantað menn. Greiðlega gekk að leysa úr vanda þess fyrirtækis, sem spurðist fljótt út til annarra fyrirtækja sem áttu við sama vanda að etja. „Þarna sameinast í raun tvennt. Lausn á því að það er mjög erfitt að finna vinnandi hendur á Íslandi og hitt að það hentar þessum fyrirtækjum vel að geta fengið starfskrafta í skamman tíma í senn,“ segir Helgi og bætir við að raunveruleg þörf fyrirtækjanna til að fjölga í sínum hópi sé í raun aðeins um tíu vikur. „Ég held að þetta geri þessum fyrirtækjum kleift að veita betri þjónustu en ella. Þó að aðgangur að fólki væri til staðar myndu þau ekki sjá hag sinn í því að fastráða svona marga,“ en starfsmenn á vegum Elju koma margir frá Litháen, en einnig frá Póllandi, Ungverjalandi og Rúmeníu. Þetta litla dæmi hefur víðtækari skírskotun þar sem fyrirtæki í fjölbreyttri starfsemi eiga í erfiðleikum með að fá fólk til starfa. Helgi játar því; Elja hóf starfsemi í janúar og hefur strax fengið hingað til starfa rúmlega 400 manns – en í augnablikinu eru 250 manns við störf á vegum fyrirtækisins hjá fjölbreyttri flóru fyrirtækja.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira