Sport

Frá ísgerðinni á Erpsstöðum á EM í hópfimleikum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðmundur Þorgrímsson.
Guðmundur Þorgrímsson. mynd/steinunn anna svansdóttir
Guðmundur Þorgrímsson þreytir frumraun sína á EM í hópfimleikum á morgun þegar blandað lið Íslands í unglingaflokki freistar þess að komast í úrslit.

„Mér líst bara vel á þetta, aðstaðan er flott og við erum til í þetta,“ sagði Guðmundur í samtali við Vísi í dag.

Íslenski hópurinn kom til Maribor í Slóveníu seint í gærkvöldi og því var eðlilega þreyta í mannskapnum.

„Þetta var erfitt, við fengum lítinn svefn en við gerum okkar besta. Svo fáum við frekari hvíld í nótt,“ bætti Guðmundur við.

Hann segir að markmiðið sé að komast í úrslit.

„Við ætlum að komast í úrslit,“ sagði Guðmundur og játti því að íslenska liðið stefndi að því að komast á verðlaunapall.

En hverjir verða helstu keppinautar Íslands í þessum flokki?

„Norðurlöndin, við erum rosalega sterk í þessu og það er oft bara samkeppni á milli okkar,“ sagði Guðmundur sem keppir fyrir Stjörnuna.

Hann á sér þó ekki langa sögu í fimleikum en hann byrjaði að æfa fyrir um ári. Guðmundur er frá Erpsstöðum í Dölunum, frægu rjómabúi þar sem ís, skyr, ostar og annað góðgæti er framleitt.

Erpsstaðir í Dölunum.vísir

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×