Vð megum ekkert slaka á Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. október 2016 06:00 Íslensku liðin hlutu fern verðlaun á EM sem lauk um helgina. Hér sjást fyrirliðar liðanna með verðlaunapeninga sína en þær eru frá vinstri: Hekla Mist Valgeirsdóttir (stúlknalið), Andrea Sif Pétursdóttir (kvennalið), Margrét Lúðvígsdóttir (blandað lið fullorðinna) og Tanja Ólafsdóttir (blandað lið unglinga). Vísir/Steinunn Anna „Fyrir mótið hefði ég ekki endilega búist við að öll liðin sem við sendum til keppni kæmust á verðlaunapall. Ég held við getum verið mjög ánægð með árangur íslensku liðanna í heild, þótt okkur hafi langað mikið í gullið í kvennakeppninni,“ sagði Ása Inga Þorsteinsdóttir, aðalfararstjóri íslenska hópsins og fyrrverandi landsliðsþjálfari, í samtali við Fréttablaðið í gær. Blönduðu liðin unnu bæði til bronsverðlauna; í fyrsta sinn í fullorðinsflokki og annað sinn í röð í unglingaflokki. Stúlknaliðið vann nokkuð öruggan sigur í sínum flokki en kvennaliðið þurfti að sjá á eftir gullinu í hendur Svía, líkt og á EM á Íslandi fyrir tveimur árum.Smáatriði skildu á milli Kvennaliðið, sem vann til gullverðlauna á EM 2010 og 2012, ætlaði sér að endurheimta gullið og virtist á góðri leið með það. Stelpurnar urðu efstar í undankeppninni og bættu árangur sinn á dýnu og trampólíni í úrslitunum. En gólfæfingarnar urðu íslenska liðinu að falli. Þær fengu 21,916 stig fyrir gólfæfingarnar, sem þykir býsna gott, en sænsku stelpurnar toppuðu þær íslensku með því að fá 22,650 í einkunn. Á endanum munaði 0,284 í einkunn á Íslandi og Svíþjóð. Flest lið hefðu tekið silfrinu fegins hendi en eftir árangur síðustu ára skilur 2. sætið eftir beiskt bragð í munni. Ása segir að stelpurnar séu aðallega svekktar út í sjálfar sig. „Það voru smávægileg mistök á trampólíni, dansi og dýnu og ef þú hefðir núllað eitthvað af þessu út hefðu þær verið efst á pallinum. Þær gera alltaf miklar kröfur til sín og ég held að þær séu ekkert svekktar með að Svíarnir hafi staðið sig frábærlega, heldur út í sjálfar sig,“ sagði Ása.Uppgangur Breta Hún segir að breiddin sé að aukast í áhaldafimleikum og til marks um það nefnir hún uppgang Breta sem sendu lið til keppni í öllum flokkum og unnu til bronsverðlauna í drengjaflokki. „Það var mjög gaman að sjá hvað Bretar eru að koma sterkir inn. Uppbyggingin þar er gríðarleg og ég myndi halda að Bretar myndu blanda sér í toppbaráttuna í öllum flokkum á næsta EM,“ sagði Ása.Framtíðin björt Að hennar mati er framtíðin björt í íslenskum hópfimleikum. „Við megum ekki gleyma því, þótt það séu þarna stelpur sem hafa farið á fjögur Evrópumót, að liðið er ungt. Ég held að við ættum að vera bjartsýn og halda áfram uppbyggingunni,“ sagði Ása en elstu stelpurnar í kvennaliðinu eru fæddar 1993 og því aðeins 23 ára gamlar. Og hún á von á að fleiri öflugar stelpur séu að koma upp, sem sjáist á árangri stúlknalandsliðsins. „Það er fullt af flottum og mjög sterkum stelpum að koma upp þar þannig að ég held að framtíðin sé björt. En við megum ekkert slaka á, sérstaklega í ljósi þess að það eru fleiri þjóðir að koma sterkar inn. Þetta er ekki lengur bara keppni á milli Norðurlandaþjóðanna,“ sagði Ása en þrátt fyrir að breiddin sé að aukast í greininni er staðreyndin sú að Danmörk, Svíþjóð, Noregur og Ísland unnu 17 af 18 verðlaunum sem í boði voru á EM í Maribor.Íslenskt karlalið eftir tvö ár Ísland sendi ekki lið til leiks í karlaflokkunum í ár, þótt stefnt hafi verið að því. Ása vonast til að Ísland tefli fram karlaliði á næsta Evrópumóti sem fer fram að tveimur árum liðnum. „Ég held að við eigum að geta gert það. Það var markmiðið núna. Við ætluðum að fara með fimm lið en því miður komu upp meiðsli og nokkrir strákar þurftu að draga sig út. Við eigum að geta verið með fimm lið næst,“ sagði Ása sem ber þá von í brjósti að árangur blönduðu liðanna á EM í Maribor verði strákum í greininni heima á Íslandi hvatning. Fimleikar Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Haukur meistari í Rúmeníu Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Icebox aldrei stærra: „Vil færa boxi á Íslandi athyglina sem það á skilið“ Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Sjá meira
„Fyrir mótið hefði ég ekki endilega búist við að öll liðin sem við sendum til keppni kæmust á verðlaunapall. Ég held við getum verið mjög ánægð með árangur íslensku liðanna í heild, þótt okkur hafi langað mikið í gullið í kvennakeppninni,“ sagði Ása Inga Þorsteinsdóttir, aðalfararstjóri íslenska hópsins og fyrrverandi landsliðsþjálfari, í samtali við Fréttablaðið í gær. Blönduðu liðin unnu bæði til bronsverðlauna; í fyrsta sinn í fullorðinsflokki og annað sinn í röð í unglingaflokki. Stúlknaliðið vann nokkuð öruggan sigur í sínum flokki en kvennaliðið þurfti að sjá á eftir gullinu í hendur Svía, líkt og á EM á Íslandi fyrir tveimur árum.Smáatriði skildu á milli Kvennaliðið, sem vann til gullverðlauna á EM 2010 og 2012, ætlaði sér að endurheimta gullið og virtist á góðri leið með það. Stelpurnar urðu efstar í undankeppninni og bættu árangur sinn á dýnu og trampólíni í úrslitunum. En gólfæfingarnar urðu íslenska liðinu að falli. Þær fengu 21,916 stig fyrir gólfæfingarnar, sem þykir býsna gott, en sænsku stelpurnar toppuðu þær íslensku með því að fá 22,650 í einkunn. Á endanum munaði 0,284 í einkunn á Íslandi og Svíþjóð. Flest lið hefðu tekið silfrinu fegins hendi en eftir árangur síðustu ára skilur 2. sætið eftir beiskt bragð í munni. Ása segir að stelpurnar séu aðallega svekktar út í sjálfar sig. „Það voru smávægileg mistök á trampólíni, dansi og dýnu og ef þú hefðir núllað eitthvað af þessu út hefðu þær verið efst á pallinum. Þær gera alltaf miklar kröfur til sín og ég held að þær séu ekkert svekktar með að Svíarnir hafi staðið sig frábærlega, heldur út í sjálfar sig,“ sagði Ása.Uppgangur Breta Hún segir að breiddin sé að aukast í áhaldafimleikum og til marks um það nefnir hún uppgang Breta sem sendu lið til keppni í öllum flokkum og unnu til bronsverðlauna í drengjaflokki. „Það var mjög gaman að sjá hvað Bretar eru að koma sterkir inn. Uppbyggingin þar er gríðarleg og ég myndi halda að Bretar myndu blanda sér í toppbaráttuna í öllum flokkum á næsta EM,“ sagði Ása.Framtíðin björt Að hennar mati er framtíðin björt í íslenskum hópfimleikum. „Við megum ekki gleyma því, þótt það séu þarna stelpur sem hafa farið á fjögur Evrópumót, að liðið er ungt. Ég held að við ættum að vera bjartsýn og halda áfram uppbyggingunni,“ sagði Ása en elstu stelpurnar í kvennaliðinu eru fæddar 1993 og því aðeins 23 ára gamlar. Og hún á von á að fleiri öflugar stelpur séu að koma upp, sem sjáist á árangri stúlknalandsliðsins. „Það er fullt af flottum og mjög sterkum stelpum að koma upp þar þannig að ég held að framtíðin sé björt. En við megum ekkert slaka á, sérstaklega í ljósi þess að það eru fleiri þjóðir að koma sterkar inn. Þetta er ekki lengur bara keppni á milli Norðurlandaþjóðanna,“ sagði Ása en þrátt fyrir að breiddin sé að aukast í greininni er staðreyndin sú að Danmörk, Svíþjóð, Noregur og Ísland unnu 17 af 18 verðlaunum sem í boði voru á EM í Maribor.Íslenskt karlalið eftir tvö ár Ísland sendi ekki lið til leiks í karlaflokkunum í ár, þótt stefnt hafi verið að því. Ása vonast til að Ísland tefli fram karlaliði á næsta Evrópumóti sem fer fram að tveimur árum liðnum. „Ég held að við eigum að geta gert það. Það var markmiðið núna. Við ætluðum að fara með fimm lið en því miður komu upp meiðsli og nokkrir strákar þurftu að draga sig út. Við eigum að geta verið með fimm lið næst,“ sagði Ása sem ber þá von í brjósti að árangur blönduðu liðanna á EM í Maribor verði strákum í greininni heima á Íslandi hvatning.
Fimleikar Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Haukur meistari í Rúmeníu Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Icebox aldrei stærra: „Vil færa boxi á Íslandi athyglina sem það á skilið“ Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti