Trúðslæti vekja óhug Stefán Þór Hjartarson skrifar 17. október 2016 10:00 Joseph Grimaldi átti hræðilegt líf en hann var einn fyrsti nútímatrúðurinn sem málaði á sig rautt bros og andlitið hvítt. Cesar Romero lék Jókerinn í sjónvarpsþáttunum um Batman, en hann er líklega ekki frægasti leikarinn sem hefur túlkað þetta illmenni. Í Bandaríkjunum, Bretlandi og víðar er einhver lenska þessa dagana að klæða sig upp í trúðabúning og hræða fólk. Að minnsta kosti er fólk um allan heim að tilkynna lögreglu og öðrum viðbragðsaðilum um skuggalega trúða og er jafnvel farið að tala um faraldur í þessu samhengi. Fjölmiðlar vestanhafs og annars staðar reyna að greina þetta ástand og flestir rekja þennan „faraldur“ til Suður-Karólínu en lögreglu þar fór að berast ógrynni tilkynninga um skuggalega trúða sem reyndu að lokka börn inn í skóg. Líklegast er að einhver klæddur sem trúður hafi upphaflega reynt að lokka barn eða börn inn í skóglendi og síðan hafi sagan undið upp á sig með hjálp fjölmiðla og ferðast hringinn í kringum jörðina með hjálp internetsins. Það er alveg óhætt að tala um meme hér í þessu samhengi.John Wayne Gacy er einn hræðilegasti fjöldamorðingi sögunnar og hann var einnig trúður.Skyndibitakeðjan McDonalds hefur til að mynda brugðist við þessu brjálæði með því að draga úr birtingu á hinu elskaða lukkudýri sínu Ronald McDonald en hann er auðvitað trúður. Maður nokkur í Wisconsin missti forræði yfir fjögurra ára dóttur sinni vegna þess að hann skildi hana iðulega eftir eina heima á meðan hann fór út að hræða fólk klæddur í trúðabúning. Það hefur verið skotið á fólk fyrir að vera trúðslegt í útliti. Sjálfur konungur hryllingsins, Stephen King, er skelkaður yfir öllum trúðafréttunum. Fólk er handtekið ýmist fyrir að klæðast sem trúðar eða fyrir falskar tilkynningar um trúða og fólk sem vinnur sem trúðar og hefur gert lengi fær ekki vinnu á meðan þetta æði gengur yfir. Þvílíkt ástand.Hvers vegna trúðar?Trúðar hafa verið til í þúsundir ára; fyrstu heimildir um trúða koma frá Forn-Egyptum og á miðöldum voru hirðfífl trúðar sem litu öðruvísi út og gerðu bjánalega hluti fyrir yfirstéttina til að hlæja að í veislum og við önnur tilefni þar sem hún þurfti að fá á smá staðfestingu á yfirburðum sínum. Í kringum 1800 varð trúðurinn Joseph Grimaldi frægur í Bretlandi en hann fann upp á því að mála sig hvítan í framan ásamt því að sporta stóru, rauðu brosi. Grimaldi var á sama tíma líklega upphaf minnisins um sorgmædda trúðinn en einkalíf hans var fullt af hræðilegum sorgum þó að hann væri alltaf óþægilega glaður þegar hann kom fram með trúðslætin sín.Pennywise eyðilagði æsku margra.Þó að trúðar séu þekktastir fyrir að skemmta börnum með því að hrasa, fá tertur í smettið og vera rosalega margir saman í litlum bílum þá eru ekki allir hrifnir af þeim. Það er eitthvað óhugnanlegt við málað andlitið og uppgerðaránægjuna sem ristir djúpt í okkar innsta mannlega eðli, við viljum geta lesið í andlitin á öðrum manneskjum og geta treyst tilfinningum þeirra. Trúðar eru „uncanny“ svo Freud fái smá pláss hérna, en þeir herma eftir mennskum eiginleikum en ná því ekki alveg og verða þar með óhugnanlegir. Það bætir síðan ekki úr skák að síðan fjöldamorðinginn í trúðsbúningnum, John Wayne Gacy, myrti fólk, hafa trúðar margoft verið notaðir í sjónvarpsþáttum, bíómyndum og öðrum miðlum sem táknmynd hryllings. Það er teljandi á fingrum annarrar handar hversu oft trúður hefur verið „góði kallinn“ í kvikmynd en hins vegar eru illir trúðar orðnir svo ótrúlega margir að plássið hér í þessu blaði dugar engan veginn til að telja þá alla upp.Gestur Comic Con ráðstefnunnar með ágætis túlkun á Twisty the Clown.Nokkrir frægir trúðar (sem kunna að hafa skemmt sálir okkar sumra)Twisty the Clown Twisty the Clown er einn illræmdasti karakterinn úr American Horror Show en hann er mjög afmyndaður og skítugur trúður sem myrðir fólk. Hann er frekar nýtilkominn í flóru hryllilegra trúða og má alveg gefa sér það að vinsældir hans hafi átt sinn þátt í að byrja þetta nýja trúðaæði.Jókerinn Jókerinn úr Batman-heiminum er kannski ekki eiginlegur trúður en það er mjög augljóst að hann er byggður á trúðum – þ.e.a.s. hann er byggður á jókerspilinu sem á er mynd af trúð eða hirðfífli.John Wayne Gacy Fjöldamorðinginn John Wayne Gacy er einn alræmdasti morðingi síðustu aldar. Hann var kallaður Killer Clown en hann misnotaði og myrti að minnsta kosti 33 unga menn frá 1972 til 1978. Hann kom einnig fram sem trúðurinn Pogo í góðgerðarstarfi.Pennywise Trúðurinn úr It. Þakka þér fyrir Stephen King, ég þorði ekki að þvo mér um hendurnar né að nálgast holræsi í mörg ár eftir að hafa séð It.Killer Klowns from Outer Space Mjög undarleg B-mynd um geimverur sem ráðast á jörðina en svo vill til að þessar geimverur líta allar út eins og trúðar. Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Cesar Romero lék Jókerinn í sjónvarpsþáttunum um Batman, en hann er líklega ekki frægasti leikarinn sem hefur túlkað þetta illmenni. Í Bandaríkjunum, Bretlandi og víðar er einhver lenska þessa dagana að klæða sig upp í trúðabúning og hræða fólk. Að minnsta kosti er fólk um allan heim að tilkynna lögreglu og öðrum viðbragðsaðilum um skuggalega trúða og er jafnvel farið að tala um faraldur í þessu samhengi. Fjölmiðlar vestanhafs og annars staðar reyna að greina þetta ástand og flestir rekja þennan „faraldur“ til Suður-Karólínu en lögreglu þar fór að berast ógrynni tilkynninga um skuggalega trúða sem reyndu að lokka börn inn í skóg. Líklegast er að einhver klæddur sem trúður hafi upphaflega reynt að lokka barn eða börn inn í skóglendi og síðan hafi sagan undið upp á sig með hjálp fjölmiðla og ferðast hringinn í kringum jörðina með hjálp internetsins. Það er alveg óhætt að tala um meme hér í þessu samhengi.John Wayne Gacy er einn hræðilegasti fjöldamorðingi sögunnar og hann var einnig trúður.Skyndibitakeðjan McDonalds hefur til að mynda brugðist við þessu brjálæði með því að draga úr birtingu á hinu elskaða lukkudýri sínu Ronald McDonald en hann er auðvitað trúður. Maður nokkur í Wisconsin missti forræði yfir fjögurra ára dóttur sinni vegna þess að hann skildi hana iðulega eftir eina heima á meðan hann fór út að hræða fólk klæddur í trúðabúning. Það hefur verið skotið á fólk fyrir að vera trúðslegt í útliti. Sjálfur konungur hryllingsins, Stephen King, er skelkaður yfir öllum trúðafréttunum. Fólk er handtekið ýmist fyrir að klæðast sem trúðar eða fyrir falskar tilkynningar um trúða og fólk sem vinnur sem trúðar og hefur gert lengi fær ekki vinnu á meðan þetta æði gengur yfir. Þvílíkt ástand.Hvers vegna trúðar?Trúðar hafa verið til í þúsundir ára; fyrstu heimildir um trúða koma frá Forn-Egyptum og á miðöldum voru hirðfífl trúðar sem litu öðruvísi út og gerðu bjánalega hluti fyrir yfirstéttina til að hlæja að í veislum og við önnur tilefni þar sem hún þurfti að fá á smá staðfestingu á yfirburðum sínum. Í kringum 1800 varð trúðurinn Joseph Grimaldi frægur í Bretlandi en hann fann upp á því að mála sig hvítan í framan ásamt því að sporta stóru, rauðu brosi. Grimaldi var á sama tíma líklega upphaf minnisins um sorgmædda trúðinn en einkalíf hans var fullt af hræðilegum sorgum þó að hann væri alltaf óþægilega glaður þegar hann kom fram með trúðslætin sín.Pennywise eyðilagði æsku margra.Þó að trúðar séu þekktastir fyrir að skemmta börnum með því að hrasa, fá tertur í smettið og vera rosalega margir saman í litlum bílum þá eru ekki allir hrifnir af þeim. Það er eitthvað óhugnanlegt við málað andlitið og uppgerðaránægjuna sem ristir djúpt í okkar innsta mannlega eðli, við viljum geta lesið í andlitin á öðrum manneskjum og geta treyst tilfinningum þeirra. Trúðar eru „uncanny“ svo Freud fái smá pláss hérna, en þeir herma eftir mennskum eiginleikum en ná því ekki alveg og verða þar með óhugnanlegir. Það bætir síðan ekki úr skák að síðan fjöldamorðinginn í trúðsbúningnum, John Wayne Gacy, myrti fólk, hafa trúðar margoft verið notaðir í sjónvarpsþáttum, bíómyndum og öðrum miðlum sem táknmynd hryllings. Það er teljandi á fingrum annarrar handar hversu oft trúður hefur verið „góði kallinn“ í kvikmynd en hins vegar eru illir trúðar orðnir svo ótrúlega margir að plássið hér í þessu blaði dugar engan veginn til að telja þá alla upp.Gestur Comic Con ráðstefnunnar með ágætis túlkun á Twisty the Clown.Nokkrir frægir trúðar (sem kunna að hafa skemmt sálir okkar sumra)Twisty the Clown Twisty the Clown er einn illræmdasti karakterinn úr American Horror Show en hann er mjög afmyndaður og skítugur trúður sem myrðir fólk. Hann er frekar nýtilkominn í flóru hryllilegra trúða og má alveg gefa sér það að vinsældir hans hafi átt sinn þátt í að byrja þetta nýja trúðaæði.Jókerinn Jókerinn úr Batman-heiminum er kannski ekki eiginlegur trúður en það er mjög augljóst að hann er byggður á trúðum – þ.e.a.s. hann er byggður á jókerspilinu sem á er mynd af trúð eða hirðfífli.John Wayne Gacy Fjöldamorðinginn John Wayne Gacy er einn alræmdasti morðingi síðustu aldar. Hann var kallaður Killer Clown en hann misnotaði og myrti að minnsta kosti 33 unga menn frá 1972 til 1978. Hann kom einnig fram sem trúðurinn Pogo í góðgerðarstarfi.Pennywise Trúðurinn úr It. Þakka þér fyrir Stephen King, ég þorði ekki að þvo mér um hendurnar né að nálgast holræsi í mörg ár eftir að hafa séð It.Killer Klowns from Outer Space Mjög undarleg B-mynd um geimverur sem ráðast á jörðina en svo vill til að þessar geimverur líta allar út eins og trúðar.
Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira