Segir Reykjavíkurborg ætla að fórna einni af náttúruperlum borgarinnar undir íbúðabyggð Jóhann K. Jóhannsson skrifar 17. október 2016 21:00 Varaformaður hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsársdals segir að Reykjavíkurborg ætli sér að fórna einni af náttúruperlum borgarinnar undir íbúðabyggð. Borgin hafi sópað athugasemdum hverfisráðsins varðandi fyrirhugaðan byggingarreit undir teppið og skipulagt svæðið þvert á vilja ráðsins og íbúa hverfisins. Á nokkrum stöðum í Reykjavík er að finna útivistarperlur á borð við umhverfið í kringum Reynisvatn. Á föstudag kynnti Dagur B. Eggertsson borgarstjóri uppbyggingaráætlun Reykjavíkurborgar næstu ár og áratugi og í henni má sjá að það verður breyting á ásýnd borgarinnar á nokkrum stöðum, meðal annars við Reynisvatn þar sem er gert ráð fyrir byggingu 49 íbúða. Á fundi hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsársals sem haldinn var 20. september síðastliðinn lýsti ráðið yfir þungum áhyggjum af því að skipulag byggingareitsins við Reynisvatn sé enn á dagskrá þrátt fyrir margítrekaðar athugasemdir íbúa og ráðsins um að ekki verði byggt á þessu svæði heldur verði það skipulagt sem útivistarsvæði. Óttarr Guðlaugsson, varaformaður hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals, segir hverfisráð hafa lagt ríka áherslu á að ekki verði byggt við Reynisvatn. Stutt sé í Úlfarsárdal þar sem sé nægt byggingarsvæði. Það komi því íbúum verulega á óvart að til standi að byggja við Reynisvatn. Óttarr segir að kallað hafi verið eftir fundi með borgarstjóra og fulltrúum umhverfis- og skipulagsráðs en ekki hafi verið orðið við því. „Athugasemdir íbúa sem skipta tugum, ef ekki hundruðum, þeim hefur einfaldlega verið sópað undir. Það er ekki verið að skoða þær og ekki verið að hlusta á þá íbúa sem búa í hverfinu.“ Svæðið sem umræddir byggingareitir eru á eru flokkaðir sem þróunarreitir í skipulagi borgarinnar. Óttarr telur þó að skipulagið sé komið mun lengra. „Þegar maður heyrir það og les, það er reyndar úr gögnum hjá Reykjavíkurborg, að byggingaverktakar séu farnir að líta hýru auga á svæðið, þá veit maður það að umhverfis- og skipulagssvið er komið aðeins lengra með þróunina á svæðinu en bara það að þetta sé „fjólublár reitur“ í aðalskipulagi,“ segir Óttarr. Á heimasíðu borgarinnar segir að hverfisráð skuli vera vettvangur samráðs íbúa og borgaryfirvalda og að þau séu virkir þátttakendur í allri stefnumörkun hverfanna. Óttarr segir að með ákvörðun borgarinnar á þessu svæði sé farið gegn vilja íbúa svæðisins og spyr hver tilgangur hverfisráðanna sé, ef þau hafa lítið sem ekkert að segja. Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fleiri fréttir Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu Sjá meira
Varaformaður hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsársdals segir að Reykjavíkurborg ætli sér að fórna einni af náttúruperlum borgarinnar undir íbúðabyggð. Borgin hafi sópað athugasemdum hverfisráðsins varðandi fyrirhugaðan byggingarreit undir teppið og skipulagt svæðið þvert á vilja ráðsins og íbúa hverfisins. Á nokkrum stöðum í Reykjavík er að finna útivistarperlur á borð við umhverfið í kringum Reynisvatn. Á föstudag kynnti Dagur B. Eggertsson borgarstjóri uppbyggingaráætlun Reykjavíkurborgar næstu ár og áratugi og í henni má sjá að það verður breyting á ásýnd borgarinnar á nokkrum stöðum, meðal annars við Reynisvatn þar sem er gert ráð fyrir byggingu 49 íbúða. Á fundi hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsársals sem haldinn var 20. september síðastliðinn lýsti ráðið yfir þungum áhyggjum af því að skipulag byggingareitsins við Reynisvatn sé enn á dagskrá þrátt fyrir margítrekaðar athugasemdir íbúa og ráðsins um að ekki verði byggt á þessu svæði heldur verði það skipulagt sem útivistarsvæði. Óttarr Guðlaugsson, varaformaður hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals, segir hverfisráð hafa lagt ríka áherslu á að ekki verði byggt við Reynisvatn. Stutt sé í Úlfarsárdal þar sem sé nægt byggingarsvæði. Það komi því íbúum verulega á óvart að til standi að byggja við Reynisvatn. Óttarr segir að kallað hafi verið eftir fundi með borgarstjóra og fulltrúum umhverfis- og skipulagsráðs en ekki hafi verið orðið við því. „Athugasemdir íbúa sem skipta tugum, ef ekki hundruðum, þeim hefur einfaldlega verið sópað undir. Það er ekki verið að skoða þær og ekki verið að hlusta á þá íbúa sem búa í hverfinu.“ Svæðið sem umræddir byggingareitir eru á eru flokkaðir sem þróunarreitir í skipulagi borgarinnar. Óttarr telur þó að skipulagið sé komið mun lengra. „Þegar maður heyrir það og les, það er reyndar úr gögnum hjá Reykjavíkurborg, að byggingaverktakar séu farnir að líta hýru auga á svæðið, þá veit maður það að umhverfis- og skipulagssvið er komið aðeins lengra með þróunina á svæðinu en bara það að þetta sé „fjólublár reitur“ í aðalskipulagi,“ segir Óttarr. Á heimasíðu borgarinnar segir að hverfisráð skuli vera vettvangur samráðs íbúa og borgaryfirvalda og að þau séu virkir þátttakendur í allri stefnumörkun hverfanna. Óttarr segir að með ákvörðun borgarinnar á þessu svæði sé farið gegn vilja íbúa svæðisins og spyr hver tilgangur hverfisráðanna sé, ef þau hafa lítið sem ekkert að segja.
Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fleiri fréttir Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu Sjá meira