Draumur sveitastelpu rætist Elín Albertsdóttir skrifar 1. október 2016 10:00 Anna Þuríður segir að gamall draumur hafi ræst þegar hún fékk tækifæri til að syngja inn á plötu með Birni Thor gítarleikara. Platan er nýkomin út. MYND/ANTON BRINK Bolvíkinginn Önnu Þuríði Sigurðardóttur hefur dreymt um að syngja opinberlega frá því að hún var barn. Sá draumur hefur ræst því Anna syngur á nýrri plötu Björns Thoroddsen. Upptakan fór fram í Nashville. Anna Þuríður sem er að stíga sín fyrstu skref á ferlinum segir að það hafi verið einstaklega ánægjulegt að vinna að plötunni. „Ég kynntist Birni þegar hann kom til Bolungarvíkur með Bítlatónleikana sína. Það var sumarið 2015 og hann vantaði söngkonu með sér á tónleikunum. Benni Sig sem heldur utan um tónleikahald á Bolungarvík benti á mig. Um haustið hafði Björn aftur samband og spurði hvort ég væri til í að koma í stúdíó í smá demó-upptöku. Ég vissi ekkert fyrir hvað það var. Síðan hringdi hann aftur og bauð mér að vera með sér á plötunni.“Allir þekkja alla Anna Þuríður stundar nám í Háskóla Íslands í íþrótta- og heilsufræði. Hún býr í borginni meðan á námi stendur. „Ég byrjaði að syngja þegar ég var pínulítil, kem úr mjög söngelskri fjölskyldu. Við vorum alltaf að syngja þótt það væri ekki opinberlega. Ég hef líka sungið í kórum og æfði söng á tímabili hjá Bjarneyju Ingibjörgu Gunnlaugsdóttur. Stundum þegar eitthvað var að gerast á Bolungarvík var ég beðin að syngja en þetta er lítill bær og allir þekkja alla,“ segir Anna Þuríður sem ólst upp á sveitabæ í Önundarfirði en flutti til Bolungarvíkur árið 2002 með foreldrum sínum, þá fjórtán ára. „Það var nokkuð mikil breyting að flytja frá sveitabæ í þorp.“Hópurinn sem kom að plötunni í Nashville. Frá hægri Tammy King, Brian Allen, Anna Bjössi Thor, Robben Ford, Jerru Douglas, Rick Wheeler, Erlingur Óttar og Wes Little.Björn Thor hafði verið að leita að söngkonu og sendi demó-upptökuna til Bandaríkjanna en hann var í samstarfi við Robben Ford sem er vel þekkt nafn í tónlistarheiminum í Bandaríkjunum. Ford hefur unnið með stórstjörnum á borð við George Harrison, Joni Mitchell og Miles Davis. Honum leist vel á rödd þessarar ungu söngkonu frá Bolungarvík. Það varð því úr að Anna fór með Birni til Nashville.Draumur að rætast „Þetta var draumur að rætast og ég trúðu þessu varla fyrst. Þetta er það skemmtilegasta sem ég hef gert,“ segir Anna. „Þetta eru kántrírokklög sem voru tekin upp í hjarta þessarar tónlistar. Ég hafði aldrei komið til Nashville eða Bandaríkjanna og maður fékk alveg rétta andann yfir sig þarna. Nashville er alveg eins og í bíómyndum, kúrekastígvél og hattar áberandi. Við unnum með þvílíkt flottum listamönnum þarna og ég er búin að læra meira á þessu eina ári sem liðið er heldur en alla ævi fram að því,“ segir Anna Þuríður. Plata Björns þykir frábrugðin flestu því sem hann hefur áður gert.Góð saman. Robben Ford, Bjössi Thor, Anna Þuríður.Nú þegar hafa Anna og Björn haldið tvenna tónleika, fyrst á Grenivík og síðan í Bolungarvík. Næst á dagskrá eru útgáfutónleikar í Háskólabíói 22. október. Það verður í fyrsta skipti sem Anna Þuríður kemur fram á stóru sviði. „Ég reyni að halda mér á jörðinni en ég er mjög spennt fyrir þessu kvöldi. Svo erum við að undirbúa tónleikaferðalag. Ég vona innilega að ég fái fleiri tækifæri í söngnum,“ segir hún. „Það væri algjör draumur að starfa við þetta.“ Anna Þuríður segist vera mikill Eurovision-aðdáandi og hefur alla tíð dreymt um að syngja í keppninni. „Eurovision er heilagt í mínum huga,“ segir hún en íþróttir eru líka stórt áhugamál hjá henni ásamt hestamennsku. Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Fleiri fréttir Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sjá meira
Bolvíkinginn Önnu Þuríði Sigurðardóttur hefur dreymt um að syngja opinberlega frá því að hún var barn. Sá draumur hefur ræst því Anna syngur á nýrri plötu Björns Thoroddsen. Upptakan fór fram í Nashville. Anna Þuríður sem er að stíga sín fyrstu skref á ferlinum segir að það hafi verið einstaklega ánægjulegt að vinna að plötunni. „Ég kynntist Birni þegar hann kom til Bolungarvíkur með Bítlatónleikana sína. Það var sumarið 2015 og hann vantaði söngkonu með sér á tónleikunum. Benni Sig sem heldur utan um tónleikahald á Bolungarvík benti á mig. Um haustið hafði Björn aftur samband og spurði hvort ég væri til í að koma í stúdíó í smá demó-upptöku. Ég vissi ekkert fyrir hvað það var. Síðan hringdi hann aftur og bauð mér að vera með sér á plötunni.“Allir þekkja alla Anna Þuríður stundar nám í Háskóla Íslands í íþrótta- og heilsufræði. Hún býr í borginni meðan á námi stendur. „Ég byrjaði að syngja þegar ég var pínulítil, kem úr mjög söngelskri fjölskyldu. Við vorum alltaf að syngja þótt það væri ekki opinberlega. Ég hef líka sungið í kórum og æfði söng á tímabili hjá Bjarneyju Ingibjörgu Gunnlaugsdóttur. Stundum þegar eitthvað var að gerast á Bolungarvík var ég beðin að syngja en þetta er lítill bær og allir þekkja alla,“ segir Anna Þuríður sem ólst upp á sveitabæ í Önundarfirði en flutti til Bolungarvíkur árið 2002 með foreldrum sínum, þá fjórtán ára. „Það var nokkuð mikil breyting að flytja frá sveitabæ í þorp.“Hópurinn sem kom að plötunni í Nashville. Frá hægri Tammy King, Brian Allen, Anna Bjössi Thor, Robben Ford, Jerru Douglas, Rick Wheeler, Erlingur Óttar og Wes Little.Björn Thor hafði verið að leita að söngkonu og sendi demó-upptökuna til Bandaríkjanna en hann var í samstarfi við Robben Ford sem er vel þekkt nafn í tónlistarheiminum í Bandaríkjunum. Ford hefur unnið með stórstjörnum á borð við George Harrison, Joni Mitchell og Miles Davis. Honum leist vel á rödd þessarar ungu söngkonu frá Bolungarvík. Það varð því úr að Anna fór með Birni til Nashville.Draumur að rætast „Þetta var draumur að rætast og ég trúðu þessu varla fyrst. Þetta er það skemmtilegasta sem ég hef gert,“ segir Anna. „Þetta eru kántrírokklög sem voru tekin upp í hjarta þessarar tónlistar. Ég hafði aldrei komið til Nashville eða Bandaríkjanna og maður fékk alveg rétta andann yfir sig þarna. Nashville er alveg eins og í bíómyndum, kúrekastígvél og hattar áberandi. Við unnum með þvílíkt flottum listamönnum þarna og ég er búin að læra meira á þessu eina ári sem liðið er heldur en alla ævi fram að því,“ segir Anna Þuríður. Plata Björns þykir frábrugðin flestu því sem hann hefur áður gert.Góð saman. Robben Ford, Bjössi Thor, Anna Þuríður.Nú þegar hafa Anna og Björn haldið tvenna tónleika, fyrst á Grenivík og síðan í Bolungarvík. Næst á dagskrá eru útgáfutónleikar í Háskólabíói 22. október. Það verður í fyrsta skipti sem Anna Þuríður kemur fram á stóru sviði. „Ég reyni að halda mér á jörðinni en ég er mjög spennt fyrir þessu kvöldi. Svo erum við að undirbúa tónleikaferðalag. Ég vona innilega að ég fái fleiri tækifæri í söngnum,“ segir hún. „Það væri algjör draumur að starfa við þetta.“ Anna Þuríður segist vera mikill Eurovision-aðdáandi og hefur alla tíð dreymt um að syngja í keppninni. „Eurovision er heilagt í mínum huga,“ segir hún en íþróttir eru líka stórt áhugamál hjá henni ásamt hestamennsku.
Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Fleiri fréttir Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sjá meira