Draumur sveitastelpu rætist Elín Albertsdóttir skrifar 1. október 2016 10:00 Anna Þuríður segir að gamall draumur hafi ræst þegar hún fékk tækifæri til að syngja inn á plötu með Birni Thor gítarleikara. Platan er nýkomin út. MYND/ANTON BRINK Bolvíkinginn Önnu Þuríði Sigurðardóttur hefur dreymt um að syngja opinberlega frá því að hún var barn. Sá draumur hefur ræst því Anna syngur á nýrri plötu Björns Thoroddsen. Upptakan fór fram í Nashville. Anna Þuríður sem er að stíga sín fyrstu skref á ferlinum segir að það hafi verið einstaklega ánægjulegt að vinna að plötunni. „Ég kynntist Birni þegar hann kom til Bolungarvíkur með Bítlatónleikana sína. Það var sumarið 2015 og hann vantaði söngkonu með sér á tónleikunum. Benni Sig sem heldur utan um tónleikahald á Bolungarvík benti á mig. Um haustið hafði Björn aftur samband og spurði hvort ég væri til í að koma í stúdíó í smá demó-upptöku. Ég vissi ekkert fyrir hvað það var. Síðan hringdi hann aftur og bauð mér að vera með sér á plötunni.“Allir þekkja alla Anna Þuríður stundar nám í Háskóla Íslands í íþrótta- og heilsufræði. Hún býr í borginni meðan á námi stendur. „Ég byrjaði að syngja þegar ég var pínulítil, kem úr mjög söngelskri fjölskyldu. Við vorum alltaf að syngja þótt það væri ekki opinberlega. Ég hef líka sungið í kórum og æfði söng á tímabili hjá Bjarneyju Ingibjörgu Gunnlaugsdóttur. Stundum þegar eitthvað var að gerast á Bolungarvík var ég beðin að syngja en þetta er lítill bær og allir þekkja alla,“ segir Anna Þuríður sem ólst upp á sveitabæ í Önundarfirði en flutti til Bolungarvíkur árið 2002 með foreldrum sínum, þá fjórtán ára. „Það var nokkuð mikil breyting að flytja frá sveitabæ í þorp.“Hópurinn sem kom að plötunni í Nashville. Frá hægri Tammy King, Brian Allen, Anna Bjössi Thor, Robben Ford, Jerru Douglas, Rick Wheeler, Erlingur Óttar og Wes Little.Björn Thor hafði verið að leita að söngkonu og sendi demó-upptökuna til Bandaríkjanna en hann var í samstarfi við Robben Ford sem er vel þekkt nafn í tónlistarheiminum í Bandaríkjunum. Ford hefur unnið með stórstjörnum á borð við George Harrison, Joni Mitchell og Miles Davis. Honum leist vel á rödd þessarar ungu söngkonu frá Bolungarvík. Það varð því úr að Anna fór með Birni til Nashville.Draumur að rætast „Þetta var draumur að rætast og ég trúðu þessu varla fyrst. Þetta er það skemmtilegasta sem ég hef gert,“ segir Anna. „Þetta eru kántrírokklög sem voru tekin upp í hjarta þessarar tónlistar. Ég hafði aldrei komið til Nashville eða Bandaríkjanna og maður fékk alveg rétta andann yfir sig þarna. Nashville er alveg eins og í bíómyndum, kúrekastígvél og hattar áberandi. Við unnum með þvílíkt flottum listamönnum þarna og ég er búin að læra meira á þessu eina ári sem liðið er heldur en alla ævi fram að því,“ segir Anna Þuríður. Plata Björns þykir frábrugðin flestu því sem hann hefur áður gert.Góð saman. Robben Ford, Bjössi Thor, Anna Þuríður.Nú þegar hafa Anna og Björn haldið tvenna tónleika, fyrst á Grenivík og síðan í Bolungarvík. Næst á dagskrá eru útgáfutónleikar í Háskólabíói 22. október. Það verður í fyrsta skipti sem Anna Þuríður kemur fram á stóru sviði. „Ég reyni að halda mér á jörðinni en ég er mjög spennt fyrir þessu kvöldi. Svo erum við að undirbúa tónleikaferðalag. Ég vona innilega að ég fái fleiri tækifæri í söngnum,“ segir hún. „Það væri algjör draumur að starfa við þetta.“ Anna Þuríður segist vera mikill Eurovision-aðdáandi og hefur alla tíð dreymt um að syngja í keppninni. „Eurovision er heilagt í mínum huga,“ segir hún en íþróttir eru líka stórt áhugamál hjá henni ásamt hestamennsku. Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Sjá meira
Bolvíkinginn Önnu Þuríði Sigurðardóttur hefur dreymt um að syngja opinberlega frá því að hún var barn. Sá draumur hefur ræst því Anna syngur á nýrri plötu Björns Thoroddsen. Upptakan fór fram í Nashville. Anna Þuríður sem er að stíga sín fyrstu skref á ferlinum segir að það hafi verið einstaklega ánægjulegt að vinna að plötunni. „Ég kynntist Birni þegar hann kom til Bolungarvíkur með Bítlatónleikana sína. Það var sumarið 2015 og hann vantaði söngkonu með sér á tónleikunum. Benni Sig sem heldur utan um tónleikahald á Bolungarvík benti á mig. Um haustið hafði Björn aftur samband og spurði hvort ég væri til í að koma í stúdíó í smá demó-upptöku. Ég vissi ekkert fyrir hvað það var. Síðan hringdi hann aftur og bauð mér að vera með sér á plötunni.“Allir þekkja alla Anna Þuríður stundar nám í Háskóla Íslands í íþrótta- og heilsufræði. Hún býr í borginni meðan á námi stendur. „Ég byrjaði að syngja þegar ég var pínulítil, kem úr mjög söngelskri fjölskyldu. Við vorum alltaf að syngja þótt það væri ekki opinberlega. Ég hef líka sungið í kórum og æfði söng á tímabili hjá Bjarneyju Ingibjörgu Gunnlaugsdóttur. Stundum þegar eitthvað var að gerast á Bolungarvík var ég beðin að syngja en þetta er lítill bær og allir þekkja alla,“ segir Anna Þuríður sem ólst upp á sveitabæ í Önundarfirði en flutti til Bolungarvíkur árið 2002 með foreldrum sínum, þá fjórtán ára. „Það var nokkuð mikil breyting að flytja frá sveitabæ í þorp.“Hópurinn sem kom að plötunni í Nashville. Frá hægri Tammy King, Brian Allen, Anna Bjössi Thor, Robben Ford, Jerru Douglas, Rick Wheeler, Erlingur Óttar og Wes Little.Björn Thor hafði verið að leita að söngkonu og sendi demó-upptökuna til Bandaríkjanna en hann var í samstarfi við Robben Ford sem er vel þekkt nafn í tónlistarheiminum í Bandaríkjunum. Ford hefur unnið með stórstjörnum á borð við George Harrison, Joni Mitchell og Miles Davis. Honum leist vel á rödd þessarar ungu söngkonu frá Bolungarvík. Það varð því úr að Anna fór með Birni til Nashville.Draumur að rætast „Þetta var draumur að rætast og ég trúðu þessu varla fyrst. Þetta er það skemmtilegasta sem ég hef gert,“ segir Anna. „Þetta eru kántrírokklög sem voru tekin upp í hjarta þessarar tónlistar. Ég hafði aldrei komið til Nashville eða Bandaríkjanna og maður fékk alveg rétta andann yfir sig þarna. Nashville er alveg eins og í bíómyndum, kúrekastígvél og hattar áberandi. Við unnum með þvílíkt flottum listamönnum þarna og ég er búin að læra meira á þessu eina ári sem liðið er heldur en alla ævi fram að því,“ segir Anna Þuríður. Plata Björns þykir frábrugðin flestu því sem hann hefur áður gert.Góð saman. Robben Ford, Bjössi Thor, Anna Þuríður.Nú þegar hafa Anna og Björn haldið tvenna tónleika, fyrst á Grenivík og síðan í Bolungarvík. Næst á dagskrá eru útgáfutónleikar í Háskólabíói 22. október. Það verður í fyrsta skipti sem Anna Þuríður kemur fram á stóru sviði. „Ég reyni að halda mér á jörðinni en ég er mjög spennt fyrir þessu kvöldi. Svo erum við að undirbúa tónleikaferðalag. Ég vona innilega að ég fái fleiri tækifæri í söngnum,“ segir hún. „Það væri algjör draumur að starfa við þetta.“ Anna Þuríður segist vera mikill Eurovision-aðdáandi og hefur alla tíð dreymt um að syngja í keppninni. „Eurovision er heilagt í mínum huga,“ segir hún en íþróttir eru líka stórt áhugamál hjá henni ásamt hestamennsku.
Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Sjá meira