Dogme ljósmyndun inn á Goldfinger Stefán Þór Hjartarson skrifar 1. október 2016 08:00 Listafólkið Auður Ómarsdóttir og Viðar Logi Kristinsson fengu ansi krefjandi ljósmyndunarverkefni nú á dögunum. Vísir/GVA Pairs Project virkar þannig að 10 ljósmyndurum víðsvegar að úr heiminum var boðið að taka þátt og fengu sérstök fyrirmæli um hvernig skyldi vinna verkefnið. Ljósmyndirnar máttu aðeins vera teknar á 35mm filmu, aðeins eina filmu átti að senda til tímaritsins til framköllunar. „Filman okkar festist í pósti og var endursend, svo við náðum að koma henni til skila á síðasta séns og fengum að vera með. Enduðum svo á forsíðu tímaritsins,“ segir Auður Ómarsdóttir sem vann þetta verkefni ásamt félaga sínum Viðari Loga Kristinssyni. Pairs Project er tímarit eða zine sprungið út frá lífsstílstímaritinu Eclectic Magazine og mun það koma út einu sinni á ári. Það kemur nú í fyrsta sinn út í takmörkuðu magni í byrjun október í fimm borgum: Amsterdam, Berlín, London, Mílanó og París. Verkefnið kom upp í hendurnar á þeim Viðari og Auði þannig að Viðar hafði áður unnið fyrir tímaritið Eclectic Magazine, en listrænn stjórnandi þess er einn af þeim sem stendur fyrir Pairs project. Hann bauð Viðari að taka þátt og Viðar bauð Auði að skjóta myndatökuna með sér. Viðar leigði á þeim tíma í kjallaranum hjá Auði og vissi að hún var mikið að skjóta analog og fannst því kjörið að fá hana til að vinna verkefnið með sér.Nú skildist mér að myndirnar hafi verið teknar inni á Goldfinger, af hverju þar? „Staðurinn er einn af þeim síðustu hérlendis af sinni tegund og okkur fannst áhugavert að fara þangað og skyggnast inn í þá fagurfræði sem einkennir slíkan stað. Staðurinn er innréttur á mjög áhugaverðan hátt, litirnir, myndirnar á veggjunum, gerviblómin og stytturnar. Við fengum tvo stráka og eina stelpu, öll snoðuð, til þess að sitja fyrir. Útlit þeirra heillaði okkur og var eins og einhver andstæða við staðinn. Þau voru eins og unglingar í dularfullum leik að leita sér að einhverju til að gera. Eins og þau hefðu brotist þar inn til að hanga og spila teknó og drekka breezer.“Má eiga von á einhverju fleira svipuðu frá ykkur? „Ég vinn í myndlist og er því að skipuleggja komandi sýningar, bæði hér heima og í Berlín. Ég vinn mikið með ljósmyndir í listinni og er einnig að vinna að sýningu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur sem verður snemma næsta árs. Viðar er með mörg spennandi verkefni í gangi, ljósmyndaseríur og herferð sem hann skipuleggur nú. En Pairs project er eina verkefnið sem við höfum unnið saman.“Mynd úr verkefninu.Mynd/Auður og ViðarReglur myndaseríunnar1. Það var bannað að skjóta í stúdíó og einungis leyft að taka myndirnar á tökustað. 2. Það var bannað að koma með leikmuni eða sviðsmyndir – ef leikmunur átti að vera notaður þurfti myndatakan að fara fram á þeim stað sem leikmunurinn er geymdur á. 3. Það voru strangar reglur um val á fatnaði en módelin urðu að velja föt úr þeim sem tískustjórnandinn kom með og urðu einnig að klæða sig í þau sjálf eftir eigin höfði. 4. Þrífótur og tímastillingar voru ekki leyfðar. 5. Eina lýsingin sem var leyfð var innbygt flass. 6. Ekki var leyfilegt að nota filtera eða annað slíkt. 7. Bannað var að svindla á tíma og rúmi. 8. Ekki var tekið við myndaseríu með ákveðnu þema. 9. Einungis leyfilegt að taka myndirnar á 35mm filmu. 10. Engin eftirvinnsla var leyfð. Mest lesið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Tony Hawk á Íslandi: Heilsaði upp á aðdáendur í Brettagarðinum og skoðaði Jökulsárlón Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Feðraveldishryllingur á RIFF Lífið Kjólarnir á Óskarnum Tíska og hönnun Mickey Rooney látinn Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Stefna á að koma til Íslands í janúar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Sjá meira
Pairs Project virkar þannig að 10 ljósmyndurum víðsvegar að úr heiminum var boðið að taka þátt og fengu sérstök fyrirmæli um hvernig skyldi vinna verkefnið. Ljósmyndirnar máttu aðeins vera teknar á 35mm filmu, aðeins eina filmu átti að senda til tímaritsins til framköllunar. „Filman okkar festist í pósti og var endursend, svo við náðum að koma henni til skila á síðasta séns og fengum að vera með. Enduðum svo á forsíðu tímaritsins,“ segir Auður Ómarsdóttir sem vann þetta verkefni ásamt félaga sínum Viðari Loga Kristinssyni. Pairs Project er tímarit eða zine sprungið út frá lífsstílstímaritinu Eclectic Magazine og mun það koma út einu sinni á ári. Það kemur nú í fyrsta sinn út í takmörkuðu magni í byrjun október í fimm borgum: Amsterdam, Berlín, London, Mílanó og París. Verkefnið kom upp í hendurnar á þeim Viðari og Auði þannig að Viðar hafði áður unnið fyrir tímaritið Eclectic Magazine, en listrænn stjórnandi þess er einn af þeim sem stendur fyrir Pairs project. Hann bauð Viðari að taka þátt og Viðar bauð Auði að skjóta myndatökuna með sér. Viðar leigði á þeim tíma í kjallaranum hjá Auði og vissi að hún var mikið að skjóta analog og fannst því kjörið að fá hana til að vinna verkefnið með sér.Nú skildist mér að myndirnar hafi verið teknar inni á Goldfinger, af hverju þar? „Staðurinn er einn af þeim síðustu hérlendis af sinni tegund og okkur fannst áhugavert að fara þangað og skyggnast inn í þá fagurfræði sem einkennir slíkan stað. Staðurinn er innréttur á mjög áhugaverðan hátt, litirnir, myndirnar á veggjunum, gerviblómin og stytturnar. Við fengum tvo stráka og eina stelpu, öll snoðuð, til þess að sitja fyrir. Útlit þeirra heillaði okkur og var eins og einhver andstæða við staðinn. Þau voru eins og unglingar í dularfullum leik að leita sér að einhverju til að gera. Eins og þau hefðu brotist þar inn til að hanga og spila teknó og drekka breezer.“Má eiga von á einhverju fleira svipuðu frá ykkur? „Ég vinn í myndlist og er því að skipuleggja komandi sýningar, bæði hér heima og í Berlín. Ég vinn mikið með ljósmyndir í listinni og er einnig að vinna að sýningu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur sem verður snemma næsta árs. Viðar er með mörg spennandi verkefni í gangi, ljósmyndaseríur og herferð sem hann skipuleggur nú. En Pairs project er eina verkefnið sem við höfum unnið saman.“Mynd úr verkefninu.Mynd/Auður og ViðarReglur myndaseríunnar1. Það var bannað að skjóta í stúdíó og einungis leyft að taka myndirnar á tökustað. 2. Það var bannað að koma með leikmuni eða sviðsmyndir – ef leikmunur átti að vera notaður þurfti myndatakan að fara fram á þeim stað sem leikmunurinn er geymdur á. 3. Það voru strangar reglur um val á fatnaði en módelin urðu að velja föt úr þeim sem tískustjórnandinn kom með og urðu einnig að klæða sig í þau sjálf eftir eigin höfði. 4. Þrífótur og tímastillingar voru ekki leyfðar. 5. Eina lýsingin sem var leyfð var innbygt flass. 6. Ekki var leyfilegt að nota filtera eða annað slíkt. 7. Bannað var að svindla á tíma og rúmi. 8. Ekki var tekið við myndaseríu með ákveðnu þema. 9. Einungis leyfilegt að taka myndirnar á 35mm filmu. 10. Engin eftirvinnsla var leyfð.
Mest lesið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Tony Hawk á Íslandi: Heilsaði upp á aðdáendur í Brettagarðinum og skoðaði Jökulsárlón Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Feðraveldishryllingur á RIFF Lífið Kjólarnir á Óskarnum Tíska og hönnun Mickey Rooney látinn Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Stefna á að koma til Íslands í janúar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Sjá meira