Kennarar VMA segja stutt í að betla þurfi í fyrirtækjum til að halda skólastarfi gangandi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 3. október 2016 09:42 Kennarar segja að ekki sé bruðlað með almannafé í skólanum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem kennarar við skólann senda slíka ályktun frá sér. Vísir/Auðunn „Kennarar í Verkmenntaskólanum á Akureyri mótmæla harðlega fjársveltistefnu ríkisvaldsins og stöðvun Fjármálaráðuneytis á greiðslu rekstrarfjár til skólans,“ segir í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi kennarafélags VMA. Kennarafélagið skorar á þingmenn og ráðherra að íhuga afleiðingar fjársveltistefnu fyrir nemendur og atvinnulíf. Í ályktuninni segir að skólinn hafi búið við fjársvelti allt frá hruni, og þá ekki síst á síðustu tveimur árum. Þess vegna hafi skólinn verið rekinn með halla, en að ekki sé bruðlað með almannafé í skólanum heldur sé hallinn að mestu tilkominn vegna vanáætlana í fjárlögum. „Verkmenntaskólinn gegnir lykilhlutverki fyrir norðlenskt samfélag og atvinnulíf. Frá skólanum hafa útskrifast milli sjö og átta þúsund nemendur frá upphafi. Á síðasta ári útskrifuðust 270 nemendur, þar á meðal 100 sveinar og meistarar í fjölmörgum og mismunandi iðngreinum. Á þessu ári hefur tvisvar verið klippt á fjárveitingar til skólans og þannig komið í veg fyrir það að skólinn geti keypt nauðsynlegar rekstrarvörur. Ef fram heldur sem horfir þurfa skólayfirvöld að ganga með betlistaf milli fyrirtækja í bænum til að halda skólastarfinu gangandi.“ Kennarafélagið skorar á þingmenn og ráðherra að íhuga afleiðingar fjársveltistefnu fyrir nemendur og atvinnulíf. Þann 19. september síðastliðinn greindi Vísir frá því að krísufundur hefði verið hjá starfsmönnum VMA og að íhugað væri að senda nemendur heim sökum fjárhagsvandræða. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra svaraði samdægurs í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi að skólinn hefði ekki staðið við tvíhliða samkomulag við mennta- og menningarmálaráðuneytið um dreifingu 24. milljóna króna skuldar við ríkissjóð. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem slík ályktun kemur frá kennarafélagi VMA, en þeir sendu frá sér ályktun í maí síðastliðnum þar sem þeir sögðu skólann nánast gjaldþrota.Ályktun kennarafélags VMA má lesa í heild sinni hér fyrir neðanÁlyktun um fjármál Verkmenntaskólans á AkureyriVerkmenntaskólinn á Akureyri hefur búið við fjársvelti allt frá hruni, ekki síst á síðustu tveimur árum. Skólinn hefur þess vegna verið rekinn með halla en auðvelt er að sýna fram á að sá halli er að mestu tilkominn vegna vanáætlana í fjárlögum. Það er ekki bruðlað með almannafé í VMA, fjárveitingar til skólans duga einfaldlega ekki fyrir nauðsynlegum útgjöldum. Verkmenntaskólinn gegnir lykilhlutverki fyrir norðlenskt samfélag og atvinnulíf. Frá skólanum hafa útskrifast milli sjö og átta þúsund nemendur frá upphafi. Á síðasta ári útskrifuðust 270 nemendur, þar á meðal 100 sveinar og meistarar í fjölmörgum og mismunandi iðngreinum.Á þessu ári hefur tvisvar verið klippt á fjárveitingar til skólans og þannig komið í veg fyrir það að skólinn geti keypt nauðsynlegar rekstrar-vörur. Ef fram heldur sem horfir þurfa skólayfirvöld að ganga með betlistaf milli fyrirtækja í bænum til að halda skólastarfinu gangandi. Kennarar í Verkmenntaskólanum á Akureyri mótmæla harðlega fjársveltistefnu ríkisvaldsins og stöðvun Fjármálaráðuneytis á greiðslu rekstrarfjár til skólans. Við skorum á alla velunnara skólans að kynna sér þetta mál og leggjast á árar með stjórnendum og starfsmönnum til að tryggja nauðsynlegt rekstrarfé þegar í stað. Við skorum á þingmenn og ráðherra að íhuga afleiðingar fjársveltistefnunnar fyrir nemendur og atvinnulíf og hvetjum þá til að endurskoða þegar í stað stefnu sína gagnvart skólanum.Aðalfundur kennarafélags VMA Tengdar fréttir Kennarar í VMA segja skólann nánast gjaldþrota Kennarar við Verkmenntaskólann á Akureyri eru harðorðir í garð stjórnvalda í ályktun sem þeir sendu frá sér í gær. 19. maí 2016 16:45 Krísufundur hjá starfsmönnum VMA: Gætu þurft að senda nemendur heim í næstu viku Skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri hefur sett algert bann við öll innkaup þar til frekari svör fást frá stjórnvöldum. 19. september 2016 11:02 Bjarni segir VMA ekki hafa staðið við tvíhliða samkomulag Verkmenntaskólinn á Akureyri gerði samkomulag við Mennta- og menningamálaráðuneytið um dreifingu 24 milljón króna skuldar við ríkissjóð fyrr á þessu ári. Í samkomulaginu var gengið út frá ákveðnum forsendum um rekstrarhorfur á árinu 2016 sem Bjarni Benediktsson segir ekki hafa verið staðið við af hálfu skólans. 19. september 2016 22:05 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Sjá meira
„Kennarar í Verkmenntaskólanum á Akureyri mótmæla harðlega fjársveltistefnu ríkisvaldsins og stöðvun Fjármálaráðuneytis á greiðslu rekstrarfjár til skólans,“ segir í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi kennarafélags VMA. Kennarafélagið skorar á þingmenn og ráðherra að íhuga afleiðingar fjársveltistefnu fyrir nemendur og atvinnulíf. Í ályktuninni segir að skólinn hafi búið við fjársvelti allt frá hruni, og þá ekki síst á síðustu tveimur árum. Þess vegna hafi skólinn verið rekinn með halla, en að ekki sé bruðlað með almannafé í skólanum heldur sé hallinn að mestu tilkominn vegna vanáætlana í fjárlögum. „Verkmenntaskólinn gegnir lykilhlutverki fyrir norðlenskt samfélag og atvinnulíf. Frá skólanum hafa útskrifast milli sjö og átta þúsund nemendur frá upphafi. Á síðasta ári útskrifuðust 270 nemendur, þar á meðal 100 sveinar og meistarar í fjölmörgum og mismunandi iðngreinum. Á þessu ári hefur tvisvar verið klippt á fjárveitingar til skólans og þannig komið í veg fyrir það að skólinn geti keypt nauðsynlegar rekstrarvörur. Ef fram heldur sem horfir þurfa skólayfirvöld að ganga með betlistaf milli fyrirtækja í bænum til að halda skólastarfinu gangandi.“ Kennarafélagið skorar á þingmenn og ráðherra að íhuga afleiðingar fjársveltistefnu fyrir nemendur og atvinnulíf. Þann 19. september síðastliðinn greindi Vísir frá því að krísufundur hefði verið hjá starfsmönnum VMA og að íhugað væri að senda nemendur heim sökum fjárhagsvandræða. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra svaraði samdægurs í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi að skólinn hefði ekki staðið við tvíhliða samkomulag við mennta- og menningarmálaráðuneytið um dreifingu 24. milljóna króna skuldar við ríkissjóð. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem slík ályktun kemur frá kennarafélagi VMA, en þeir sendu frá sér ályktun í maí síðastliðnum þar sem þeir sögðu skólann nánast gjaldþrota.Ályktun kennarafélags VMA má lesa í heild sinni hér fyrir neðanÁlyktun um fjármál Verkmenntaskólans á AkureyriVerkmenntaskólinn á Akureyri hefur búið við fjársvelti allt frá hruni, ekki síst á síðustu tveimur árum. Skólinn hefur þess vegna verið rekinn með halla en auðvelt er að sýna fram á að sá halli er að mestu tilkominn vegna vanáætlana í fjárlögum. Það er ekki bruðlað með almannafé í VMA, fjárveitingar til skólans duga einfaldlega ekki fyrir nauðsynlegum útgjöldum. Verkmenntaskólinn gegnir lykilhlutverki fyrir norðlenskt samfélag og atvinnulíf. Frá skólanum hafa útskrifast milli sjö og átta þúsund nemendur frá upphafi. Á síðasta ári útskrifuðust 270 nemendur, þar á meðal 100 sveinar og meistarar í fjölmörgum og mismunandi iðngreinum.Á þessu ári hefur tvisvar verið klippt á fjárveitingar til skólans og þannig komið í veg fyrir það að skólinn geti keypt nauðsynlegar rekstrar-vörur. Ef fram heldur sem horfir þurfa skólayfirvöld að ganga með betlistaf milli fyrirtækja í bænum til að halda skólastarfinu gangandi. Kennarar í Verkmenntaskólanum á Akureyri mótmæla harðlega fjársveltistefnu ríkisvaldsins og stöðvun Fjármálaráðuneytis á greiðslu rekstrarfjár til skólans. Við skorum á alla velunnara skólans að kynna sér þetta mál og leggjast á árar með stjórnendum og starfsmönnum til að tryggja nauðsynlegt rekstrarfé þegar í stað. Við skorum á þingmenn og ráðherra að íhuga afleiðingar fjársveltistefnunnar fyrir nemendur og atvinnulíf og hvetjum þá til að endurskoða þegar í stað stefnu sína gagnvart skólanum.Aðalfundur kennarafélags VMA
Tengdar fréttir Kennarar í VMA segja skólann nánast gjaldþrota Kennarar við Verkmenntaskólann á Akureyri eru harðorðir í garð stjórnvalda í ályktun sem þeir sendu frá sér í gær. 19. maí 2016 16:45 Krísufundur hjá starfsmönnum VMA: Gætu þurft að senda nemendur heim í næstu viku Skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri hefur sett algert bann við öll innkaup þar til frekari svör fást frá stjórnvöldum. 19. september 2016 11:02 Bjarni segir VMA ekki hafa staðið við tvíhliða samkomulag Verkmenntaskólinn á Akureyri gerði samkomulag við Mennta- og menningamálaráðuneytið um dreifingu 24 milljón króna skuldar við ríkissjóð fyrr á þessu ári. Í samkomulaginu var gengið út frá ákveðnum forsendum um rekstrarhorfur á árinu 2016 sem Bjarni Benediktsson segir ekki hafa verið staðið við af hálfu skólans. 19. september 2016 22:05 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Sjá meira
Kennarar í VMA segja skólann nánast gjaldþrota Kennarar við Verkmenntaskólann á Akureyri eru harðorðir í garð stjórnvalda í ályktun sem þeir sendu frá sér í gær. 19. maí 2016 16:45
Krísufundur hjá starfsmönnum VMA: Gætu þurft að senda nemendur heim í næstu viku Skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri hefur sett algert bann við öll innkaup þar til frekari svör fást frá stjórnvöldum. 19. september 2016 11:02
Bjarni segir VMA ekki hafa staðið við tvíhliða samkomulag Verkmenntaskólinn á Akureyri gerði samkomulag við Mennta- og menningamálaráðuneytið um dreifingu 24 milljón króna skuldar við ríkissjóð fyrr á þessu ári. Í samkomulaginu var gengið út frá ákveðnum forsendum um rekstrarhorfur á árinu 2016 sem Bjarni Benediktsson segir ekki hafa verið staðið við af hálfu skólans. 19. september 2016 22:05