Sápuóperan Nágrannar eða Neighbours fór í loftið árið 1985 og eru þættirnir sýndir um allan heim í dag.
Nágrannar hafa verið í sýningu í mörg ár á Stöð 2 og eru karakterarnir margir hverjir orðnir heimilisvinir Íslendinga.
Þættirnir eru sýndir á öllum virkum dögum og missa margir ekki af einum einasta þætti. Á vefsíðunni BuzzFeed má finna próf um það hversu vel þú þekkir karakterana í þáttunum.
Einungis er spurt um persónur sem komu fram í Nágrönnum eftir árið 2000.
Hér getur þú spreytt þig.

