Íslendingar eiga Evrópumet í hálskirtlatökum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 3. október 2016 20:00 Íslendingar eiga Evrópumet í hálskirtlatökum en í öðrum löndum í Evrópu er mun sjaldgæfara að læknar telji ástæðu til að fjarlægja hálskirtla úr börnum eða fullorðnum. Landlæknir segir að greiðslukerfi íslenska heilbrigðiskerfisins hafi klárlega áhrif á fjöldann. Þrisvar sinnum fleiri hálskirtlatökur eru framkvæmdar á Íslandi en í Svíþjóð og hefur embætti Landlæknis áhyggjur af ástandinu. Í nýlegri skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins McKinsey & Company um stöðu Landspítalans kemur fram að hálskirtlatökur séu margfalt fleiri hér á landi en annars staðar. 520 hálskirtlatökur voru gerðar á hverja 100.000 íbúa á Íslandi árið 2014. Á sama tíma voru þær 64 á Ítalíu. Þá gerður Danir innan við níutíu aðgerðir á sama tímabili eða um einn sjötta af fjölda aðgerða hér á landi. „Það er alveg eðlilegt að maður spyrji þeirra spurninga hvort líffærauppbygging Íslendinga sé með þeim hætti að hún sé svona gjörólík öðrum þjóðum. Svarið við því hlítur að vera neitandi,“ segir Leifur Bárðarson, starfandi Landlæknir, en embættið hefur nú þegar brugðist við með því að halda fundi með þar til bærum aðilum. „Við höfum talað við viðkomandi sérfræðinga og við höfum talað við félag háls, nef og eyrnalækna. Við kölluðum alla á fund og þeir ætla að fara yfir þetta og sjá hversu þetta sætir,“ segir Leifur. Leifur telur greiðslufyrirkomulag heilbrigðiskerfisins hér á landi vera ástæðu fyrir þessum mikla fjölda aðgerða. „Því miður. Að það sé greitt fyrir að taka hálskirtla úr. Það er ekki hægt að benda á neitt annað,“ segir Leifur sem telur að setja þurfi stífari reglur um það hvenær og hvort fjarlægja þurfi hálskirtla, sérstaklega úr börnum. „Það þarf að hafa það í huga að þetta er skurðaðgerð. Ástæður aðgerðar þurfa að vera ríkar svo maður svæfi barn og taki úr þeim líffæri,“ segir hann. Þekkt er að foreldrar leiti á landspítalann með börn sín eftir hálskirtlatöku hjá einkastofum en það er þá vegna blæðinga í hálsi. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Íslendingar eiga Evrópumet í hálskirtlatökum en í öðrum löndum í Evrópu er mun sjaldgæfara að læknar telji ástæðu til að fjarlægja hálskirtla úr börnum eða fullorðnum. Landlæknir segir að greiðslukerfi íslenska heilbrigðiskerfisins hafi klárlega áhrif á fjöldann. Þrisvar sinnum fleiri hálskirtlatökur eru framkvæmdar á Íslandi en í Svíþjóð og hefur embætti Landlæknis áhyggjur af ástandinu. Í nýlegri skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins McKinsey & Company um stöðu Landspítalans kemur fram að hálskirtlatökur séu margfalt fleiri hér á landi en annars staðar. 520 hálskirtlatökur voru gerðar á hverja 100.000 íbúa á Íslandi árið 2014. Á sama tíma voru þær 64 á Ítalíu. Þá gerður Danir innan við níutíu aðgerðir á sama tímabili eða um einn sjötta af fjölda aðgerða hér á landi. „Það er alveg eðlilegt að maður spyrji þeirra spurninga hvort líffærauppbygging Íslendinga sé með þeim hætti að hún sé svona gjörólík öðrum þjóðum. Svarið við því hlítur að vera neitandi,“ segir Leifur Bárðarson, starfandi Landlæknir, en embættið hefur nú þegar brugðist við með því að halda fundi með þar til bærum aðilum. „Við höfum talað við viðkomandi sérfræðinga og við höfum talað við félag háls, nef og eyrnalækna. Við kölluðum alla á fund og þeir ætla að fara yfir þetta og sjá hversu þetta sætir,“ segir Leifur. Leifur telur greiðslufyrirkomulag heilbrigðiskerfisins hér á landi vera ástæðu fyrir þessum mikla fjölda aðgerða. „Því miður. Að það sé greitt fyrir að taka hálskirtla úr. Það er ekki hægt að benda á neitt annað,“ segir Leifur sem telur að setja þurfi stífari reglur um það hvenær og hvort fjarlægja þurfi hálskirtla, sérstaklega úr börnum. „Það þarf að hafa það í huga að þetta er skurðaðgerð. Ástæður aðgerðar þurfa að vera ríkar svo maður svæfi barn og taki úr þeim líffæri,“ segir hann. Þekkt er að foreldrar leiti á landspítalann með börn sín eftir hálskirtlatöku hjá einkastofum en það er þá vegna blæðinga í hálsi.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira