Íslendingar eiga Evrópumet í hálskirtlatökum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 3. október 2016 20:00 Íslendingar eiga Evrópumet í hálskirtlatökum en í öðrum löndum í Evrópu er mun sjaldgæfara að læknar telji ástæðu til að fjarlægja hálskirtla úr börnum eða fullorðnum. Landlæknir segir að greiðslukerfi íslenska heilbrigðiskerfisins hafi klárlega áhrif á fjöldann. Þrisvar sinnum fleiri hálskirtlatökur eru framkvæmdar á Íslandi en í Svíþjóð og hefur embætti Landlæknis áhyggjur af ástandinu. Í nýlegri skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins McKinsey & Company um stöðu Landspítalans kemur fram að hálskirtlatökur séu margfalt fleiri hér á landi en annars staðar. 520 hálskirtlatökur voru gerðar á hverja 100.000 íbúa á Íslandi árið 2014. Á sama tíma voru þær 64 á Ítalíu. Þá gerður Danir innan við níutíu aðgerðir á sama tímabili eða um einn sjötta af fjölda aðgerða hér á landi. „Það er alveg eðlilegt að maður spyrji þeirra spurninga hvort líffærauppbygging Íslendinga sé með þeim hætti að hún sé svona gjörólík öðrum þjóðum. Svarið við því hlítur að vera neitandi,“ segir Leifur Bárðarson, starfandi Landlæknir, en embættið hefur nú þegar brugðist við með því að halda fundi með þar til bærum aðilum. „Við höfum talað við viðkomandi sérfræðinga og við höfum talað við félag háls, nef og eyrnalækna. Við kölluðum alla á fund og þeir ætla að fara yfir þetta og sjá hversu þetta sætir,“ segir Leifur. Leifur telur greiðslufyrirkomulag heilbrigðiskerfisins hér á landi vera ástæðu fyrir þessum mikla fjölda aðgerða. „Því miður. Að það sé greitt fyrir að taka hálskirtla úr. Það er ekki hægt að benda á neitt annað,“ segir Leifur sem telur að setja þurfi stífari reglur um það hvenær og hvort fjarlægja þurfi hálskirtla, sérstaklega úr börnum. „Það þarf að hafa það í huga að þetta er skurðaðgerð. Ástæður aðgerðar þurfa að vera ríkar svo maður svæfi barn og taki úr þeim líffæri,“ segir hann. Þekkt er að foreldrar leiti á landspítalann með börn sín eftir hálskirtlatöku hjá einkastofum en það er þá vegna blæðinga í hálsi. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Sjá meira
Íslendingar eiga Evrópumet í hálskirtlatökum en í öðrum löndum í Evrópu er mun sjaldgæfara að læknar telji ástæðu til að fjarlægja hálskirtla úr börnum eða fullorðnum. Landlæknir segir að greiðslukerfi íslenska heilbrigðiskerfisins hafi klárlega áhrif á fjöldann. Þrisvar sinnum fleiri hálskirtlatökur eru framkvæmdar á Íslandi en í Svíþjóð og hefur embætti Landlæknis áhyggjur af ástandinu. Í nýlegri skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins McKinsey & Company um stöðu Landspítalans kemur fram að hálskirtlatökur séu margfalt fleiri hér á landi en annars staðar. 520 hálskirtlatökur voru gerðar á hverja 100.000 íbúa á Íslandi árið 2014. Á sama tíma voru þær 64 á Ítalíu. Þá gerður Danir innan við níutíu aðgerðir á sama tímabili eða um einn sjötta af fjölda aðgerða hér á landi. „Það er alveg eðlilegt að maður spyrji þeirra spurninga hvort líffærauppbygging Íslendinga sé með þeim hætti að hún sé svona gjörólík öðrum þjóðum. Svarið við því hlítur að vera neitandi,“ segir Leifur Bárðarson, starfandi Landlæknir, en embættið hefur nú þegar brugðist við með því að halda fundi með þar til bærum aðilum. „Við höfum talað við viðkomandi sérfræðinga og við höfum talað við félag háls, nef og eyrnalækna. Við kölluðum alla á fund og þeir ætla að fara yfir þetta og sjá hversu þetta sætir,“ segir Leifur. Leifur telur greiðslufyrirkomulag heilbrigðiskerfisins hér á landi vera ástæðu fyrir þessum mikla fjölda aðgerða. „Því miður. Að það sé greitt fyrir að taka hálskirtla úr. Það er ekki hægt að benda á neitt annað,“ segir Leifur sem telur að setja þurfi stífari reglur um það hvenær og hvort fjarlægja þurfi hálskirtla, sérstaklega úr börnum. „Það þarf að hafa það í huga að þetta er skurðaðgerð. Ástæður aðgerðar þurfa að vera ríkar svo maður svæfi barn og taki úr þeim líffæri,“ segir hann. Þekkt er að foreldrar leiti á landspítalann með börn sín eftir hálskirtlatöku hjá einkastofum en það er þá vegna blæðinga í hálsi.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Sjá meira