Broddi las epíska hádegisfrétt um baráttu fréttamanna RÚV við mús og rottu Stefán Árni Pálsson skrifar 7. október 2016 15:30 Broddi er einn reynslumesti fréttamaður landsins. „Rætt verður um kött, mús og rottu í fréttatímanum,“ sagði fréttalesarinn góðkunni Broddi Broddason í inngangi að hádegisfréttatíma RÚV í dag og þeir sem hlustuðu á tímann urðu ekki fyrir vonbrigðum. Broddi hefur verið ein ástsælasti fréttaþulur þjóðarinnar undanfarna áratugi enda með einstaka rödd. „Starfsmaður ríkisútvarpsins var kallaður heim úr vinnunni í morgun vegna neyðarástands,“ sagði í upphafi fréttarinnar sem fékk vafalítið eyrun á hlustendum til að rísa. Neyðarástandið fólst í því að heimiliskötturinn Moli hafði veitt mús og komið með hana heim, lifandi. Kona fréttamannsins var ekki spennt fyrir félagsskap músarinnar og flúði upp í rúm þar til fréttamaðurinn fékk leyfi hjá yfirmönnum sínum í Efstaleiti til að fara heim „og bjargaði maka sínum úr prísundinni án hjálpar Mola sem reyndist lítill veiðikisi innanhúss,“ eins og Broddi orðaði það í fréttunum. „Svo húsbóndinn veiddi mýslu í saladskál heimilisins og gaf henni frelsi, úti, og mætti svo hróðugur til vinnu og montaði sig af frægðarverki sínu.“ Þar með var fréttinni ekki lokið því frægðarsaga fréttamannsins var jöfnuð með tveggja ára gamalli veiðisögu annars starfsmanns RÚV. Sá hafði lent í því að rotta hafði gert sig heimankomna á bak við ísskáp í kjallaraíbúð Rúv-arans. Þar lifði rottan á kattamat en rask holræsismanna fyrir utan er talið valdur að óvæntri og heldur langri heimsókn rottunnar. Þann starfsmann RÚV brast kjark til að glíma við rottuna og kallaði á meindýraeyði. Lýsir RÚV-arinn því þannig að það hafi verið eins og þriðja heimstyrjöldin væri brostin á þegar glíman stóð sem hæst í eldhúsinu. Meindýraeyðirinn hafi að lokum haft betur. Hvorugur starfsmanna RÚV er nafngreindur í fréttinni. Hægt er að hlýða á lestur Brodda hér en fréttin hefst eftir sautján og hálfa mínútu.https://ruv.is/sarpurinn/ras-1/hadegisfrettir/20161007 Mest lesið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
„Rætt verður um kött, mús og rottu í fréttatímanum,“ sagði fréttalesarinn góðkunni Broddi Broddason í inngangi að hádegisfréttatíma RÚV í dag og þeir sem hlustuðu á tímann urðu ekki fyrir vonbrigðum. Broddi hefur verið ein ástsælasti fréttaþulur þjóðarinnar undanfarna áratugi enda með einstaka rödd. „Starfsmaður ríkisútvarpsins var kallaður heim úr vinnunni í morgun vegna neyðarástands,“ sagði í upphafi fréttarinnar sem fékk vafalítið eyrun á hlustendum til að rísa. Neyðarástandið fólst í því að heimiliskötturinn Moli hafði veitt mús og komið með hana heim, lifandi. Kona fréttamannsins var ekki spennt fyrir félagsskap músarinnar og flúði upp í rúm þar til fréttamaðurinn fékk leyfi hjá yfirmönnum sínum í Efstaleiti til að fara heim „og bjargaði maka sínum úr prísundinni án hjálpar Mola sem reyndist lítill veiðikisi innanhúss,“ eins og Broddi orðaði það í fréttunum. „Svo húsbóndinn veiddi mýslu í saladskál heimilisins og gaf henni frelsi, úti, og mætti svo hróðugur til vinnu og montaði sig af frægðarverki sínu.“ Þar með var fréttinni ekki lokið því frægðarsaga fréttamannsins var jöfnuð með tveggja ára gamalli veiðisögu annars starfsmanns RÚV. Sá hafði lent í því að rotta hafði gert sig heimankomna á bak við ísskáp í kjallaraíbúð Rúv-arans. Þar lifði rottan á kattamat en rask holræsismanna fyrir utan er talið valdur að óvæntri og heldur langri heimsókn rottunnar. Þann starfsmann RÚV brast kjark til að glíma við rottuna og kallaði á meindýraeyði. Lýsir RÚV-arinn því þannig að það hafi verið eins og þriðja heimstyrjöldin væri brostin á þegar glíman stóð sem hæst í eldhúsinu. Meindýraeyðirinn hafi að lokum haft betur. Hvorugur starfsmanna RÚV er nafngreindur í fréttinni. Hægt er að hlýða á lestur Brodda hér en fréttin hefst eftir sautján og hálfa mínútu.https://ruv.is/sarpurinn/ras-1/hadegisfrettir/20161007
Mest lesið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira